Lyfið geti seinkað framþróun Alzheimer um þriðjung Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júlí 2023 12:31 Jón Snædal öldrunarlæknir segir að enn eigi eftir að rannsaka lyfið betur en að niðurstöður bendi til þess að það virki vel til þess að seinka framþróun sjúkdóms. Fólk þurfi síður að fara á hjúkrunarheimili. Öldrunarlæknir segir nýtt líftæknilyf við Alzheimer vendipunkt. Það muni ekki allir geta fengið lyfið til að byrja sem þurfi á því að halda en lyfið getur seinkað framþróun sjúkdómsins um þriðjung. Lyfið, donanemab, er ekki lækning við Alzheimer heldur líftæknilyf sem hægir á framþróun sjúkdómsins. Fyrstu niðurstöður á rannsókn lyfsins voru birtar í fræðiritinu JAMA í gær en alls tóku 1736 þátt í rannsókn lyfsins. Allir þátttakendur voru með einkenni Alzheimer á fyrstu stigum. Lyfið er talið hafa jákvæð áhrif á fyrstu stigum sjúkdómsins með því að fjarlægja prótein sem safnast upp í heilum fólks með Alzheimer. „Meirihluti þeirra sem koma á minnismóttökuna eru á fyrri stigum sjúkdóms. Annað hvort með væga vitræna skerðingu, sem er undanfari heilabilunar, og svo þeir sem eru með væga heilabilun,“ segir Jón Snædal, öldrunarlæknir á minnismóttöku Landspítalans, og að þeir sem tilheyri fyrri hópnum séu ekki endilega með Alzheimer, það geti verið eitthvað annað. Hann segir að lyfið myndi því gagnast mjög vel. Hann bendir þó á að rannsóknin sé aðeins eins og hálfs árs og að lítið sé vitað til lengri tíma en að niðurstöður staðfesti tilgátur sem settar voru fram fyrir um þrjátíu árum og bendi til þess að lyfið geti seinkað framþróun um allt að þriðjung. „Það skiptir verulegu máli, sérstaklega á fyrri stigum, þar sem fólk getur haldið áfram sínu ágæta lífi þótt það sé með einhverja minnisskerðingu í lengri tíma en áður. Maður er búinn að bíða lengi eftir þessu að eitthvað bitastæðara kæmi fram. Þetta er sjá sjúkdómur sem hefur verið að þyngja samfélagið meira og meira, síðustu áratugnum, og kemur til með að gera það áfram,“ segir Jón. Sanna 30 ára tilgátu Spurður hvort að lyfið sé vendipunktur segir hann vendipunktinn aðallega vera þann að lyfið staðfesti tilgátu sem sett var fram fyrir 30 árum . „Menn höfðu miklar efasemdir um að hún stæðist því það voru svo margar lyfjatilraunir búnar að fara í vaskinn á þessum áratugum,“ segir Jón og að öryggiskröfur hafi einnig sett lyfið í uppnám. Hann efnir þar heilabjúg sem geti myndast og menn hafi verið hræddir við því í upphafi og því hafi ferlinu seinkað. „Nú hefur komið í ljós að það er hættulítið fyrirbæri,“ segir Jón en að annað, sem sé hættumeira, séu háræðablæðingar sem fólk finni ekki fyrir en sjáist á mynd. „Þetta þarf að hafa varann á þegar metið er hverjir eiga að fá meðferð.“ Á Íslandi greinast árlega um 300 til 500 á ári með Alzheimer og má gera ráð fyrir, að sögn Jóns, að á hverjum tíma séu um tvö þúsund með sjúkdóminn sem enn búa heima og sami fjöldi sem býr á hjúkrunarheimili. „Samfélagslegi ávinningurinn er auðvitað sá að ef hægt er að seinka því að fólk fari á hjúkrunarheimili en samfélagslegur ávinningur af því. En það á eftir að koma í ljós,“ segir Jón og að hann og aðrir muni fylgjast vel með næstu skrefum í Bandaríkjunum núna. Hann segir að ekki muni allir geta fengið lyfið. Það sé gefið í æð og verði því í byrjun líklega aðeins gefið á spítalanum. „Það verður ekki hægt að gefa öllum frá byrjun sem raunverulega þurfa á því að halda. Það tekur á en þarna þarf ákveðna þolinmæði sem er erfitt að segja fólki sem er með sjúkdóm sem ágerist með tímanum. Þetta verður ekki einfalt þegar á hólminn er komið, en vonandi leysist sem best úr því.“ Tvö lyf skapa samkeppni Auk þess sé það dýrt þó svo að verðið muni líklega lækka vegna þess að tvö svipuð lyf séu nú í þróun. „Þetta eru tvö lyf sem tvö mismunandi fyrirtæki eru að setja á markað. Þau koma væntanlega bæði á markað í Evrópu á næsta ári og að það séu tvö gerir það að verkum að það verður líklega verðsamkeppni,“ segir Jón en verðið er núna um sex til sjö milljónir og ef það væri bara eitt lyf þá myndi það verð haldast. Lyfin eru yfirleitt niðurgreidd en Jón segir að það eigi eftir að útfæra framhaldið. Hann segir að í framtíðinni eigi svo eftir að koma í ljós hvort að hægt verði að gefa fólki lyfið sem sé í áhættuhópi en að það sé framtíðarmúsík sem lítið sé vitað til um. Það þurfi að skoða ýmis smáatriði á næstu mánuðum sem að komi í ljós síðar. Lyf Bandaríkin Landspítalinn Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Nýtt lyf gegn Alzheimer's sagt marka tímamót Nýtt lyf er sagt marka tímamót í baráttunni gegn Alzheimer's sjúkdómnum eftir að niðurstöður lyfjarannsóknar gáfu til kynna að það hægi á hnignun heilans. 17. júlí 2023 16:48 Lífsbjörg og lífsvon óháð kostnaði – Lögbundinn réttur sjúklinga Stjórnmálamenn taka í sífellu ákvarðanir sem varða líf fólks og lífsafkomu. Ákvarðanirnar eru af margvíslegum toga og snerta alla fleti mannlegs lífs hvort sem um er að ræða fjárhagslega stöðu einstaklinga menntun þeirra eða heilbrigði. Heilbrigði er einmitt viðfangsefni þessa pistils. 6. júlí 2023 10:01 Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum lofar góðu Rannsóknir hafa leitt í ljós að mótefnalyfið lecanemab hjálpar líkamanum við að hreinsa burtu uppsöfnuð niðurbrotsefni prótínsins APP (e. amyloid beta A4 precursor protein) úr heilavef. 30. nóvember 2022 07:09 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Lyfið, donanemab, er ekki lækning við Alzheimer heldur líftæknilyf sem hægir á framþróun sjúkdómsins. Fyrstu niðurstöður á rannsókn lyfsins voru birtar í fræðiritinu JAMA í gær en alls tóku 1736 þátt í rannsókn lyfsins. Allir þátttakendur voru með einkenni Alzheimer á fyrstu stigum. Lyfið er talið hafa jákvæð áhrif á fyrstu stigum sjúkdómsins með því að fjarlægja prótein sem safnast upp í heilum fólks með Alzheimer. „Meirihluti þeirra sem koma á minnismóttökuna eru á fyrri stigum sjúkdóms. Annað hvort með væga vitræna skerðingu, sem er undanfari heilabilunar, og svo þeir sem eru með væga heilabilun,“ segir Jón Snædal, öldrunarlæknir á minnismóttöku Landspítalans, og að þeir sem tilheyri fyrri hópnum séu ekki endilega með Alzheimer, það geti verið eitthvað annað. Hann segir að lyfið myndi því gagnast mjög vel. Hann bendir þó á að rannsóknin sé aðeins eins og hálfs árs og að lítið sé vitað til lengri tíma en að niðurstöður staðfesti tilgátur sem settar voru fram fyrir um þrjátíu árum og bendi til þess að lyfið geti seinkað framþróun um allt að þriðjung. „Það skiptir verulegu máli, sérstaklega á fyrri stigum, þar sem fólk getur haldið áfram sínu ágæta lífi þótt það sé með einhverja minnisskerðingu í lengri tíma en áður. Maður er búinn að bíða lengi eftir þessu að eitthvað bitastæðara kæmi fram. Þetta er sjá sjúkdómur sem hefur verið að þyngja samfélagið meira og meira, síðustu áratugnum, og kemur til með að gera það áfram,“ segir Jón. Sanna 30 ára tilgátu Spurður hvort að lyfið sé vendipunktur segir hann vendipunktinn aðallega vera þann að lyfið staðfesti tilgátu sem sett var fram fyrir 30 árum . „Menn höfðu miklar efasemdir um að hún stæðist því það voru svo margar lyfjatilraunir búnar að fara í vaskinn á þessum áratugum,“ segir Jón og að öryggiskröfur hafi einnig sett lyfið í uppnám. Hann efnir þar heilabjúg sem geti myndast og menn hafi verið hræddir við því í upphafi og því hafi ferlinu seinkað. „Nú hefur komið í ljós að það er hættulítið fyrirbæri,“ segir Jón en að annað, sem sé hættumeira, séu háræðablæðingar sem fólk finni ekki fyrir en sjáist á mynd. „Þetta þarf að hafa varann á þegar metið er hverjir eiga að fá meðferð.“ Á Íslandi greinast árlega um 300 til 500 á ári með Alzheimer og má gera ráð fyrir, að sögn Jóns, að á hverjum tíma séu um tvö þúsund með sjúkdóminn sem enn búa heima og sami fjöldi sem býr á hjúkrunarheimili. „Samfélagslegi ávinningurinn er auðvitað sá að ef hægt er að seinka því að fólk fari á hjúkrunarheimili en samfélagslegur ávinningur af því. En það á eftir að koma í ljós,“ segir Jón og að hann og aðrir muni fylgjast vel með næstu skrefum í Bandaríkjunum núna. Hann segir að ekki muni allir geta fengið lyfið. Það sé gefið í æð og verði því í byrjun líklega aðeins gefið á spítalanum. „Það verður ekki hægt að gefa öllum frá byrjun sem raunverulega þurfa á því að halda. Það tekur á en þarna þarf ákveðna þolinmæði sem er erfitt að segja fólki sem er með sjúkdóm sem ágerist með tímanum. Þetta verður ekki einfalt þegar á hólminn er komið, en vonandi leysist sem best úr því.“ Tvö lyf skapa samkeppni Auk þess sé það dýrt þó svo að verðið muni líklega lækka vegna þess að tvö svipuð lyf séu nú í þróun. „Þetta eru tvö lyf sem tvö mismunandi fyrirtæki eru að setja á markað. Þau koma væntanlega bæði á markað í Evrópu á næsta ári og að það séu tvö gerir það að verkum að það verður líklega verðsamkeppni,“ segir Jón en verðið er núna um sex til sjö milljónir og ef það væri bara eitt lyf þá myndi það verð haldast. Lyfin eru yfirleitt niðurgreidd en Jón segir að það eigi eftir að útfæra framhaldið. Hann segir að í framtíðinni eigi svo eftir að koma í ljós hvort að hægt verði að gefa fólki lyfið sem sé í áhættuhópi en að það sé framtíðarmúsík sem lítið sé vitað til um. Það þurfi að skoða ýmis smáatriði á næstu mánuðum sem að komi í ljós síðar.
Lyf Bandaríkin Landspítalinn Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Nýtt lyf gegn Alzheimer's sagt marka tímamót Nýtt lyf er sagt marka tímamót í baráttunni gegn Alzheimer's sjúkdómnum eftir að niðurstöður lyfjarannsóknar gáfu til kynna að það hægi á hnignun heilans. 17. júlí 2023 16:48 Lífsbjörg og lífsvon óháð kostnaði – Lögbundinn réttur sjúklinga Stjórnmálamenn taka í sífellu ákvarðanir sem varða líf fólks og lífsafkomu. Ákvarðanirnar eru af margvíslegum toga og snerta alla fleti mannlegs lífs hvort sem um er að ræða fjárhagslega stöðu einstaklinga menntun þeirra eða heilbrigði. Heilbrigði er einmitt viðfangsefni þessa pistils. 6. júlí 2023 10:01 Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum lofar góðu Rannsóknir hafa leitt í ljós að mótefnalyfið lecanemab hjálpar líkamanum við að hreinsa burtu uppsöfnuð niðurbrotsefni prótínsins APP (e. amyloid beta A4 precursor protein) úr heilavef. 30. nóvember 2022 07:09 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Nýtt lyf gegn Alzheimer's sagt marka tímamót Nýtt lyf er sagt marka tímamót í baráttunni gegn Alzheimer's sjúkdómnum eftir að niðurstöður lyfjarannsóknar gáfu til kynna að það hægi á hnignun heilans. 17. júlí 2023 16:48
Lífsbjörg og lífsvon óháð kostnaði – Lögbundinn réttur sjúklinga Stjórnmálamenn taka í sífellu ákvarðanir sem varða líf fólks og lífsafkomu. Ákvarðanirnar eru af margvíslegum toga og snerta alla fleti mannlegs lífs hvort sem um er að ræða fjárhagslega stöðu einstaklinga menntun þeirra eða heilbrigði. Heilbrigði er einmitt viðfangsefni þessa pistils. 6. júlí 2023 10:01
Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum lofar góðu Rannsóknir hafa leitt í ljós að mótefnalyfið lecanemab hjálpar líkamanum við að hreinsa burtu uppsöfnuð niðurbrotsefni prótínsins APP (e. amyloid beta A4 precursor protein) úr heilavef. 30. nóvember 2022 07:09
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent