Íslendingar í aðalhlutverki þegar Norrköping kynnti Ísak Andra til leiks með frábæru myndbandi Smári Jökull Jónsson skrifar 18. júlí 2023 19:09 Ísak Andri er orðinn leikmaður IFK Norrköping. Vísir/Hulda Margrét IFK Norrköping hefur staðfest Ísak Andra Sigurgeirsson sem nýjan leikmann félagsins. Í kynningarmyndbandi liðsins á Twitteru er Ísland og Íslendingar í aðalhlutverki. Greint var frá því á dögunum að Ísak Andri væri á leið til IFK Norrköping og sænska félagið hefur nú staðfest komu hans. Fyrir hjá félaginu eru þeir Arnór Ingvi Traustason og Andri Lucas Guðjohnsen en fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Norrköping í gegnum tíðina. Það kemur því kannski lítið á óvart að Norrköping hafi nýtt sér Íslandstenginguna í myndbandinu sem félagið birti á samfélagsmiðlum þegar það kynnti Ísak Andra til leiks. Välkommen, Ísak Andri Sigurgeirsson Läs mer om vår nya islänning https://t.co/5ch8Z83TQP #ifknorrköping pic.twitter.com/FWwxris3Ht— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Í myndbandinu er Arnór Ingvi í stóru hlutverki þar sem hann fer yfir sögu Íslendinga hjá félaginu. Í myndbandinu sést Arnór Ingvi sjálfur skoraði markið sem tryggði liðinu sænska meistaratitilinn árið 2015, þar glittir í Arnór Sigurðsson og Stefán Þórðarson sem er í hálfgerðri guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins eftir að hafa leikið með því á sínum tíma. Yfirskrift myndbandsins er „Hér í Norrköping verða Íslendingar að goðsögnum“ og hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. Här i Norrköping blir islänningar legendarer. #ifknorrköping pic.twitter.com/yk2ngy29ds— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Samningur Ísaks Andra er út tímabilið 2026. Í viðtali við heimasíðu Norrköping segist Ísak Andri að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma til Svíþjóðar og koma sér í gang með félaginu. „Þetta er búið að vera mitt besta tímabil hingað til. Ég er búinn að skora fimm mörk og gefa níu stoðsendingar í 27 leikjum með Stjörnunni, og samtals 13 mörk og stoðsendingar á þessu tímabili.“ „Ég vissi ýmislegt um félagið og hef lesið eitthvað sömuleiðis. Ég þekki nokkra aðra Íslendinga sem hafa spilað fyrir liðið og allir segja það sama, að borgin og allt í kringum félagið sé frábært. Tilfinningin er góð að flytja hingað,“ bætir Ísak Andri við. Hann vonast til að vera fljótur að aðlagast hlutunum í nýrri deild og nýju landi. „Ég vona að ég geti komið hingað til Norrköping og orðið hluti af liðinu strax. Mig langar að gera það sama í Norrköping og ég hef gert á Íslandi.“ Sænski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Ísak Andri væri á leið til IFK Norrköping og sænska félagið hefur nú staðfest komu hans. Fyrir hjá félaginu eru þeir Arnór Ingvi Traustason og Andri Lucas Guðjohnsen en fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Norrköping í gegnum tíðina. Það kemur því kannski lítið á óvart að Norrköping hafi nýtt sér Íslandstenginguna í myndbandinu sem félagið birti á samfélagsmiðlum þegar það kynnti Ísak Andra til leiks. Välkommen, Ísak Andri Sigurgeirsson Läs mer om vår nya islänning https://t.co/5ch8Z83TQP #ifknorrköping pic.twitter.com/FWwxris3Ht— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Í myndbandinu er Arnór Ingvi í stóru hlutverki þar sem hann fer yfir sögu Íslendinga hjá félaginu. Í myndbandinu sést Arnór Ingvi sjálfur skoraði markið sem tryggði liðinu sænska meistaratitilinn árið 2015, þar glittir í Arnór Sigurðsson og Stefán Þórðarson sem er í hálfgerðri guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins eftir að hafa leikið með því á sínum tíma. Yfirskrift myndbandsins er „Hér í Norrköping verða Íslendingar að goðsögnum“ og hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. Här i Norrköping blir islänningar legendarer. #ifknorrköping pic.twitter.com/yk2ngy29ds— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Samningur Ísaks Andra er út tímabilið 2026. Í viðtali við heimasíðu Norrköping segist Ísak Andri að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma til Svíþjóðar og koma sér í gang með félaginu. „Þetta er búið að vera mitt besta tímabil hingað til. Ég er búinn að skora fimm mörk og gefa níu stoðsendingar í 27 leikjum með Stjörnunni, og samtals 13 mörk og stoðsendingar á þessu tímabili.“ „Ég vissi ýmislegt um félagið og hef lesið eitthvað sömuleiðis. Ég þekki nokkra aðra Íslendinga sem hafa spilað fyrir liðið og allir segja það sama, að borgin og allt í kringum félagið sé frábært. Tilfinningin er góð að flytja hingað,“ bætir Ísak Andri við. Hann vonast til að vera fljótur að aðlagast hlutunum í nýrri deild og nýju landi. „Ég vona að ég geti komið hingað til Norrköping og orðið hluti af liðinu strax. Mig langar að gera það sama í Norrköping og ég hef gert á Íslandi.“
Sænski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti