Fótbolti

Van der Sar kominn af gjörgæslu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Van der Sar er enn á gjörgæslu á sjúkrahúsi í Króatíu.
Van der Sar er enn á gjörgæslu á sjúkrahúsi í Króatíu. Vísir/Getty

Hollendingurinn Edwin Van der Sar er kominn af gjörgæsludeild eftir að hafa fengið heilablæðingu fyrir skömmu. 

Van der Sar, sem af mörgum er talinn einn af bestu markvörðum allra tíma, dvaldi á gjörgæsludeild í Split í Króatíu en hann var þar í fríi þegar blæddi inn á heila hans. Hann var fluttur á sjúkrahús í Hollandi á dögunum og var áfram á gjörgæslu þangað til í dag.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans í dag segist hann vera ánægður að geta deilt þeim fréttum að vera laus af gjörgæsludeildinni.

„Samt sem áður er ég áfram á sjúkrahúsi. Ég vonast til að komast heim í næstu viku og taka næsta skref í endurhæfingu minni,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.

Van der Sar hætti störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax eftir síðastu leiktíð en hann hefur verið í stjórn félagsins síðan árið 2012, ári eftir að hann lagði hanskana á hilluna.

Á ferli sínum lék hann fyrir Ajax, Juventus, Fulham og Manchester United auk þess að leika fjölmarga leiki fyrir hollenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×