Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum í samtali við Vísi. Áður hefur komið fram að maðurinn hafi hnigið niður vegna veikinda.
Lögregla gefur ekki frekari upplýsingar um manninn aðrar en að um erlendan ferðamann sé að ræða. Maðurinn hneig niður við jaðar hraunsins og hófu viðbragðsaðilar endurlífgunartilraunir á vettvangi og var maðurinn svo fluttur á Landspítalann.