Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirltinu. Þar kemur fram að Brim verði gert að greiða sektir sem nema 3,5 milljónum króna á dag þar til umbeðnar upplýsingaro g gögn hafa verið afhent. Byrja dagsetningar að reiknast eftir tvær vikur.
Gagnaöflun frá fyrirtækjum hófst með bréfi til allmargra sjávarútvegsfyrirtækja, dagsettu 5. apríl síðastliðinn. Að sögn Samkeppniseftirlitsins brugðust langflest fyrirtækin vel við beiðninni og veittu umbeðnar upplýsingar. Í nokkrum tilvikum voru þó gerðar athugasemdir við athugunina og upplýsingar veittar með fyrirvara af þeim sökum.
Brim hafi þó ekki svarað og hefur það að sögn eftirlitsins óhjákvæmilega tafið rannsóknina. Eftir ítrekuð bréfaskipti hefur Samkeppniseftirlitið því tekið ákvörðun um að nýta sér heimild sem kveðið er á um 38. gr. samkeppnislaga til þess að beita fyrirtækið dagsektum.