„Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 10:00 Arnar Gunnlaugsson hefur gert frábæra hluti með Víkingsliðið en nú þarf hann að grafa djúpt til að finna lausnir. Vísir/Hulda Margrét Víkingar þurfa að taka á stóra sínum í dag þegar liðið mætir lettneska félaginu Riga í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Riga vann fyrri leikinn með sannfærandi hætti en Víkingar sluppu með 2-0 tap. Úrslitin gætu hafa verið mun verri en þetta gefur Víkingum smá möguleika í Víkinni í kvöld. Létum þá líta ansi vel út „Við vorum óvenju off í fyrri leiknum. Þeir eru með gott lið en við létum þá líta ansi vel út. Við vorum ekki á okkar degi og það gerist hjá íþróttamönnum. Við eigum að vera með það gott lið að það gerist ekki tvo daga í röð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Með okkar heimavöll, stuðningsmenn og söguna frá því í fyrra. Við náðum mögnuðum Evrópuárangri í fyrra á móti, sem ég myndi telja, sterkari liðum en Riga. Við þurfum bara að spyrja þá alvarlegra spurninga. Við gerðum það ekki nægilega mikið út í Riga,“ sagði Arnar. Vísir/Vilhelm Þurfum ekki að skora mörkin í fyrri hálfleik „Við þurfum að vera aftur gamla góða Víkingsliðið sem þrýstir þá niður og verður með læti. Við verðum samt yfirvegaðir því við þurfum ekki að skora þessi mörk í fyrri hálfleik. Við megum ekki henda einvíginu frá okkur. Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt til að knýja fram sigur,“ sagði Arnar. Var þetta þá svona léleg frammistaða hjá Víkingsliðinu sem lét Riga líta svo vel út. „Bæði og. Þetta er náttúrulega gríðarlega gott lið, með góða einstaklinga og getað refsað vel. Við létum þá líka líta ansi vel út. Planið er að gera það ekki á morgun [í kvöld],“ sagði Arnar. Sækja innblástur til Blika „Við þurfum að spyrja þá spurninga. Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika á móti Shamrock. Það skein út andlitinu á þeim að þeir trúðu á verkefnið, langaði þetta mjög mikið og nánast ýttu boltanum yfir línuna með viljastyrk ásamt hæfileikum,“ sagði Arnar. „Við þurfum að ná þessum neista sem við vorum með í Evrópukeppninni í fyrra, á móti Lech Poznan, Malmö hérna heima og á móti Levadia. Frábær frammistaða og úrslit. Við þurfum fyrst og fremst að hafa trú á verkefninu því ef hún er ekki til staðar þá mun ekki neitt gerast,“ sagði Arnar. Leikur Víkings og Riga fer fram á Víkingsvellinum og hefst klukkan 18.45. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18.30. Klippa: Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Riga vann fyrri leikinn með sannfærandi hætti en Víkingar sluppu með 2-0 tap. Úrslitin gætu hafa verið mun verri en þetta gefur Víkingum smá möguleika í Víkinni í kvöld. Létum þá líta ansi vel út „Við vorum óvenju off í fyrri leiknum. Þeir eru með gott lið en við létum þá líta ansi vel út. Við vorum ekki á okkar degi og það gerist hjá íþróttamönnum. Við eigum að vera með það gott lið að það gerist ekki tvo daga í röð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Með okkar heimavöll, stuðningsmenn og söguna frá því í fyrra. Við náðum mögnuðum Evrópuárangri í fyrra á móti, sem ég myndi telja, sterkari liðum en Riga. Við þurfum bara að spyrja þá alvarlegra spurninga. Við gerðum það ekki nægilega mikið út í Riga,“ sagði Arnar. Vísir/Vilhelm Þurfum ekki að skora mörkin í fyrri hálfleik „Við þurfum að vera aftur gamla góða Víkingsliðið sem þrýstir þá niður og verður með læti. Við verðum samt yfirvegaðir því við þurfum ekki að skora þessi mörk í fyrri hálfleik. Við megum ekki henda einvíginu frá okkur. Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt til að knýja fram sigur,“ sagði Arnar. Var þetta þá svona léleg frammistaða hjá Víkingsliðinu sem lét Riga líta svo vel út. „Bæði og. Þetta er náttúrulega gríðarlega gott lið, með góða einstaklinga og getað refsað vel. Við létum þá líka líta ansi vel út. Planið er að gera það ekki á morgun [í kvöld],“ sagði Arnar. Sækja innblástur til Blika „Við þurfum að spyrja þá spurninga. Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika á móti Shamrock. Það skein út andlitinu á þeim að þeir trúðu á verkefnið, langaði þetta mjög mikið og nánast ýttu boltanum yfir línuna með viljastyrk ásamt hæfileikum,“ sagði Arnar. „Við þurfum að ná þessum neista sem við vorum með í Evrópukeppninni í fyrra, á móti Lech Poznan, Malmö hérna heima og á móti Levadia. Frábær frammistaða og úrslit. Við þurfum fyrst og fremst að hafa trú á verkefninu því ef hún er ekki til staðar þá mun ekki neitt gerast,“ sagði Arnar. Leikur Víkings og Riga fer fram á Víkingsvellinum og hefst klukkan 18.45. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18.30. Klippa: Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira