Þriðjungur katta á eyjunni drepist vegna kórónuveiru Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 13:49 Kettirnir fá lífhimnubólgu og drepast. Vísir/Vilhelm Talið er að um 300 þúsund kettir á eyjunni Kýpur hafi drepist á liðnu ári vegna kórónuveiru. Þetta eru um þriðjungur því að heildarfjöldi katta var í kringum eina milljón. Kettirnir sýkjast af týpu af kórónuveiru sem er þó ekki tengd COVID-19. Sýkingin byrjar sem væg magakveisa en getur orðið að skæðri lífhimnubólgu. Hvítu blóðkornin bera veiruna um líkamann og hún veldur bólgum í iðrum, nýrum og heila sem getur leitt til dauða. Veiran er ekki nýtilkomin heldur hefur hún verið til lengi, á Kýpur sem og öðrum löndum. Grunur leikur á að veiran hafi stökkbreyst því að hún virðist nú smitast fjörutíufalt miðað við það sem hún gerði fyrir aðeins tveimur árum. Ekki bundið við Kýpur Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hafa vísindamenn áhyggjur af stöðunni. Teymi við háskólann í Edinborg rannsakar nú veiruna. Dýrameinafræðingurinn Charalampos Attipa bendir á að kettir geti smitast af COVID-19 og því hafi margir kettir myndað mótefni eftir heimsfaraldurinn. Það gæti hafa knúið áfram þróun annarra kórónuveira í köttum. Önnur uggandi staðreynd er að vandamálið virðist ekki bundið við Kýpur. Þegar eru byrjuð að berast svipuð tíðindi frá nálægum löndum, svo sem Líbanon, Tyrklandi og Ísrael. Í öllum þessum löndum er mikið af villiköttum. Rándýr lyf Hægt er að lækna lífhimnubólgu katta með lyfjameðferð. En lyfin eru mjög dýr. Í Bretlandi kosta lyfin í kringum 5 þúsund pund, eða rúmlega 840 þúsund krónur. Fæstir eru tilbúnir til að leggja í þann kostnað fyrir kött, hvað þá villikött. Kettir Dýraheilbrigði Kýpur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Kettirnir sýkjast af týpu af kórónuveiru sem er þó ekki tengd COVID-19. Sýkingin byrjar sem væg magakveisa en getur orðið að skæðri lífhimnubólgu. Hvítu blóðkornin bera veiruna um líkamann og hún veldur bólgum í iðrum, nýrum og heila sem getur leitt til dauða. Veiran er ekki nýtilkomin heldur hefur hún verið til lengi, á Kýpur sem og öðrum löndum. Grunur leikur á að veiran hafi stökkbreyst því að hún virðist nú smitast fjörutíufalt miðað við það sem hún gerði fyrir aðeins tveimur árum. Ekki bundið við Kýpur Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hafa vísindamenn áhyggjur af stöðunni. Teymi við háskólann í Edinborg rannsakar nú veiruna. Dýrameinafræðingurinn Charalampos Attipa bendir á að kettir geti smitast af COVID-19 og því hafi margir kettir myndað mótefni eftir heimsfaraldurinn. Það gæti hafa knúið áfram þróun annarra kórónuveira í köttum. Önnur uggandi staðreynd er að vandamálið virðist ekki bundið við Kýpur. Þegar eru byrjuð að berast svipuð tíðindi frá nálægum löndum, svo sem Líbanon, Tyrklandi og Ísrael. Í öllum þessum löndum er mikið af villiköttum. Rándýr lyf Hægt er að lækna lífhimnubólgu katta með lyfjameðferð. En lyfin eru mjög dýr. Í Bretlandi kosta lyfin í kringum 5 þúsund pund, eða rúmlega 840 þúsund krónur. Fæstir eru tilbúnir til að leggja í þann kostnað fyrir kött, hvað þá villikött.
Kettir Dýraheilbrigði Kýpur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira