Sport

Newcastle kaupir Harvey Barnes og Al Ahli heldur áfram að safna liði

Andri Már Eggertsson skrifar
Harvey Barnes lék 34 leiki með Leicester sem féll niður um deild á síðustu leiktíð
Harvey Barnes lék 34 leiki með Leicester sem féll niður um deild á síðustu leiktíð Vísir/Getty

Harvey Barnes er að ganga í raðir Newcastle frá Leicester sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Blaðamaðurinn, Fabrizio Romano, greinir frá því að kaupverðið sé 38 eða 39 milljónir punda. Al Ahli hefur ekki aðeins sótt leikmenn frá Englandi heldur á Marco Silva að þjálfa liðið.

Sky Sport greindi frá því í dag að Al Ahli væri á eftir Marco Silva, þjálfara enska knattspyrnuliðsins Fulham. Al Ahli hefur boðið Marco Silva tveggja ára samning sem er virði 40 milljóna punda. Marco Silva á eitt ár eftir af samningi sínum sem knattspyrnustjóri Fulham. Al Ahli gefur Marco Silva ekki langan tíma til að hugsa sig um þar sem liðið er í æfingabúðum í Austurríki.

Til þess að fjármagna kaupin á Harvey Barnes er Allan Saint-Maximin á leið til Al Ahli. Til að standa fjárhagsreglur UEFA þarf Newcastle að fá inn pening og við það er Saint-Maximin sagður komast til Sádi-Arabíu.

Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Harvey Barnes lék 34 leiki með Leicester og skoraði í þeim 13 mörk. Blaðamaðurinn Fabrizio Romano hefur skellt víðfræga „Here we go!“ stimpli á félagaskiptin.

Al Ahli hefur fengið til sín Roberto Firmino frá Liverpool, Edouard Mendy frá Chelsea til að verja markið og í gær var greint frá því að Riyad Mahrez sé að ganga til liðsins. Allan Saint-Maximin er síðan sagður vera næstur fyrir 30 milljónir evra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×