Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 11:51 Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14. til18. ágúst. Þinghald í málinu er lokað. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. Í ákæru á hendur manninum er gert grein fyrir tólf atvikum á árunum 2019-2023 þar sem maðurinn er sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá er hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig er hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki er sagt frá því að maðurinn hafi slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Segist sjálfur vera fórnarlamb Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum þann 12. júlí síðastliðinn en varnaraðili kærði þann úrskurð. Landsréttur úrskurðaði á þriðjudaginn um að gæsluvarðhald yfir manninum skyldi standa yfir til miðvikudagsins 9. ágúst. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn þann 25. febrúar síðastliðinn þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu hans. Um ræðir tilvikið þegar eiginkona hans hlaut lífshættulega áverka. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann hefur neitað að stærstum hluta sök og sagði lögreglu að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Að auki segist hann vera fórnarlambið í málinu, ekki konuna. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14.-18. ágúst. Sú staðreynd að aðalmeðferðinni eru gefnir fjórir dagar gefur til kynna hve mikið umfang málsins er. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum er gert grein fyrir tólf atvikum á árunum 2019-2023 þar sem maðurinn er sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá er hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig er hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki er sagt frá því að maðurinn hafi slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Segist sjálfur vera fórnarlamb Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum þann 12. júlí síðastliðinn en varnaraðili kærði þann úrskurð. Landsréttur úrskurðaði á þriðjudaginn um að gæsluvarðhald yfir manninum skyldi standa yfir til miðvikudagsins 9. ágúst. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn þann 25. febrúar síðastliðinn þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu hans. Um ræðir tilvikið þegar eiginkona hans hlaut lífshættulega áverka. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann hefur neitað að stærstum hluta sök og sagði lögreglu að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Að auki segist hann vera fórnarlambið í málinu, ekki konuna. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14.-18. ágúst. Sú staðreynd að aðalmeðferðinni eru gefnir fjórir dagar gefur til kynna hve mikið umfang málsins er.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira