Umfjöllun: Ísland - Tékkland 2-0 | Sannfærandi sigur Íslands Andri Már Eggertsson skrifar 21. júlí 2023 17:30 Iceland v Spain - UEFA Women's European Under-19 Championship 2022/23 Group B TUBIZE, BELGIUM - JULY 18: Iceland team before the UEFA Women's European Under-19 Championship 2022/23 Finals Group B match between Iceland and Spain at the Leburton Stadium on July 18, 2023 in Tubize, Belgium. (Photo by Harry Murphy - Sportsfile/UEFA via Getty Images) Ísland vann afar mikilvægan 2-0 sigur gegn Tékklandi. Íslenska liðið var betra á öllum sviðum og sigurinn var verðskuldaður. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Íslandi yfir snemma í fyrri hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir gerði síðan út um leikinn á 85. mínútu þegar hún bætti við öðru marki. Þrátt fyrir að Tékkland hafði byrjað leikinn betur og skapað fleiri færi var það Ísland sem braut ísinn á þrettándu mínútu. Leikskipulag Íslands var að pressa Tékkland hátt á vellinum og það skilaði sér. Tékkland tapaði boltanum á síðasta þriðjungi sem varð til þess að Sigdís Eva Bárðardóttir fékk boltann á hægri kantinn þar sem hún átti góða sendingu fyrir markið beint á kollinn á Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur sem stangaði boltann í markið. Eftir líflegar fyrstu tuttugu mínútur datt leikurinn niður. Tékkland fékk betri stöður á vellinum en ógnaði lítið á síðasta þriðjungi. Katla Tryggvadóttir var nálægt því að bæta við öðru marki Íslands þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Katla fór framhjá tveimur leikmönnum Tékklands og lét síðan vaða rétt fyrir utan teig en skotið með vinstri fæti og Vanesa Jílková, markmaður Tékklands, varði frá henni. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur fór rólega af stað og bæði lið sköpuðu sér fá færi á fyrstu tuttugu mínútum síðari hálfleiks. Marki undir reyndi þjálfari Tékklands að hrista upp í leiknum með tvöfaldri breytingu á 54. mínútu en ekkert breyttist. Besta færi Tékklands var sláarskot úr óvæntri stöðu en annars var lítið að gera hjá Fanneyju Birnu í marki Íslands. Þegar leið á síðari hálfleik fékk Íslands tvö dauðafæri til þess að bæta við marki. Fyrst slapp Snædís María Jörundsdóttir ein í gegn en var of lengi með boltann og endaði á að missa boltann áður en hún tók skotið. Stuttu seinna fékk Bergdís Sveinsdóttir gott færi. Þar sem hún lék á varnarmann Tékklands inn í teignum komst á hægri fótinn en Vanesa Jílková varði afar vel. Á 85. mínútu skoraði Snædís María Jörundsdóttir annað mark Íslands. Snædís Rún Heiðarsdóttir tók aukaspyrnu þar sem hún átti fyrirgjöf beint á Snædísi Maríu sem stýrði boltanum afar smekklega í markið. Fleiri urðu mörkin ekki og Ísland vann 2-0 sigur. Af hverju vann Ísland? Ísland var ofan á á öllum sviðum í dag. Ísland var meira með boltann, skapaði fleiri hættuleg færi og skoraði tvö lagleg mörk. Sigurinn var svo sannarlega verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Hin sextán ára Sigdís Eva Bárðardóttir vann boltann í varnarlínu Tékklands og átti frábæra fyrirgjöf beint á Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur sem skallaði boltann í markið. Snædís María Jörundsdóttir spilaði afar vel í dag. Snædís var mikið í boltanum og kláraði síðan leikinn með marki á 85. mínútu þar sem hún stýrði boltanum afar smekklega í markið Hvað gekk illa? Fyrsta mark Íslands kom eftir klaufaleg mistök hjá Tékklandi þar sem þær töpuðu boltanum í öftustu línu sem varð til þess að Sigdís Eva fékk boltann og lagði upp mark Íslands. Hvað gerist næst? Næsti leikur Íslands er gegn Frakklandi á mánudaginn klukkan 18:30. Landslið kvenna í fótbolta
Ísland vann afar mikilvægan 2-0 sigur gegn Tékklandi. Íslenska liðið var betra á öllum sviðum og sigurinn var verðskuldaður. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Íslandi yfir snemma í fyrri hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir gerði síðan út um leikinn á 85. mínútu þegar hún bætti við öðru marki. Þrátt fyrir að Tékkland hafði byrjað leikinn betur og skapað fleiri færi var það Ísland sem braut ísinn á þrettándu mínútu. Leikskipulag Íslands var að pressa Tékkland hátt á vellinum og það skilaði sér. Tékkland tapaði boltanum á síðasta þriðjungi sem varð til þess að Sigdís Eva Bárðardóttir fékk boltann á hægri kantinn þar sem hún átti góða sendingu fyrir markið beint á kollinn á Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur sem stangaði boltann í markið. Eftir líflegar fyrstu tuttugu mínútur datt leikurinn niður. Tékkland fékk betri stöður á vellinum en ógnaði lítið á síðasta þriðjungi. Katla Tryggvadóttir var nálægt því að bæta við öðru marki Íslands þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Katla fór framhjá tveimur leikmönnum Tékklands og lét síðan vaða rétt fyrir utan teig en skotið með vinstri fæti og Vanesa Jílková, markmaður Tékklands, varði frá henni. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur fór rólega af stað og bæði lið sköpuðu sér fá færi á fyrstu tuttugu mínútum síðari hálfleiks. Marki undir reyndi þjálfari Tékklands að hrista upp í leiknum með tvöfaldri breytingu á 54. mínútu en ekkert breyttist. Besta færi Tékklands var sláarskot úr óvæntri stöðu en annars var lítið að gera hjá Fanneyju Birnu í marki Íslands. Þegar leið á síðari hálfleik fékk Íslands tvö dauðafæri til þess að bæta við marki. Fyrst slapp Snædís María Jörundsdóttir ein í gegn en var of lengi með boltann og endaði á að missa boltann áður en hún tók skotið. Stuttu seinna fékk Bergdís Sveinsdóttir gott færi. Þar sem hún lék á varnarmann Tékklands inn í teignum komst á hægri fótinn en Vanesa Jílková varði afar vel. Á 85. mínútu skoraði Snædís María Jörundsdóttir annað mark Íslands. Snædís Rún Heiðarsdóttir tók aukaspyrnu þar sem hún átti fyrirgjöf beint á Snædísi Maríu sem stýrði boltanum afar smekklega í markið. Fleiri urðu mörkin ekki og Ísland vann 2-0 sigur. Af hverju vann Ísland? Ísland var ofan á á öllum sviðum í dag. Ísland var meira með boltann, skapaði fleiri hættuleg færi og skoraði tvö lagleg mörk. Sigurinn var svo sannarlega verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Hin sextán ára Sigdís Eva Bárðardóttir vann boltann í varnarlínu Tékklands og átti frábæra fyrirgjöf beint á Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur sem skallaði boltann í markið. Snædís María Jörundsdóttir spilaði afar vel í dag. Snædís var mikið í boltanum og kláraði síðan leikinn með marki á 85. mínútu þar sem hún stýrði boltanum afar smekklega í markið Hvað gekk illa? Fyrsta mark Íslands kom eftir klaufaleg mistök hjá Tékklandi þar sem þær töpuðu boltanum í öftustu línu sem varð til þess að Sigdís Eva fékk boltann og lagði upp mark Íslands. Hvað gerist næst? Næsti leikur Íslands er gegn Frakklandi á mánudaginn klukkan 18:30.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti