Veiðimenn munu þó halda áfram leit og ganga úr skugga um að ljón sé ekki á svæðinu.
Myndband sem átti að sýna ljón í Berlín var birt á samfélagsmiðlum á fimmtudagskvöldið og í kjölfarið sagðist fólk hafa séð ljón elta uppi og drepa villisvín. Lögreglan sagði þá að ekki væri tilefni til að telja að myndefnið væri ekki ósvikið.
#löwe in #kleinmachnow @polizeiberlin sucht aber findet nicht pic.twitter.com/hZmIcNZK7j
— deer BSC (@lqzze1) July 20, 2023
Í dag bárust svo fleiri en tíu tilkynningar frá borgurum um að þeir hefðu séð ljón.
Berliner Zeitung hefur eftir sérfræðingi að myndbandið sýni ekki ljón, heldur stórt villisvín. Miðillinn hefur eftir bæjarstjóra úthverfisins Kleinmachnow að engin hætta sé á ferli.
After a day and a night of searching woodlands south-west of Berlin, the mayor of Kleinmachnow says the Berlin lion probably wasn't one. "With relatively high certainty the tendency is towards a wild boar". pic.twitter.com/T9E0iIrFog
— Philip Oltermann (@philipoltermann) July 21, 2023