Wijmans mun keppa í gæðingaskeiði á hryssu sinni Rembu frá Skógi. Remba er aðeins 16 vetra gömul, sem er miðaldur í aldri hrossa. Sex knapar skipa landslið Hollands í flokki fullorðinna.
Heimsmeistaramótið fer fram í Oirschot í Hollandi dagana 8. til 13. ágúst næstkomandi. Wijmans, sem er fædd árið 1944, er elsti keppandinn í sögunni en hún vann sér inn keppnisrétt á mótinu með sigri í gæðingaskeiði á hollenska meistaramótinu.
Wijmans var sjálfboðaliði á síðasta heimsmeistaramóti, í Þýskalandi árið 2019. Hún hefur keppt stíft frá árinu 2003 og gengið best í hraðagreinum.
Heimsmeistaramótið er nú haldið í fjórða skiptið í Hollandi. Sautján lönd senda þangað landslið. Tíu knapar keppa fyrir Íslands hönd í flokki fullorðinna og fimm undir 21 árs.