Skoðun

Ó­skemmti­leg skemmti­ferða­skip

Tómas Guðbjartsson skrifar

Það er öfugsnúið að þegar hver stórborgin á fætur annarri úti heimi eru að banna komur skemmtiferðaskipa, þar á meðal Amsterdam og Feneyjar - þá séum við Íslendingar að bæta í, nú síðast Reykjanesbær.

Hvaða rugl er það?

Ný skýrsla sýnir að þau rúmlega 200 skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu mengi meira en einn milljarður bifreiða! Sjálfur varð ég vitni að miklu mengunarskýi úr skemmtiferðaskipi yfir miðbæ Akureyrar nýlega - sem rataði réttilega í fréttir.

Við ættum að leggja áherslu á aðra tegund ferðamennsku á Íslandi sem er ekki jafn mengandi, og skilur meira eftir sig. Þessir ferðamenn kaupa sjaldan gistingu og borða oftast um borð. Síðan er ekkert eðlilegt að dæla inn á nokkrum klukkustundum, tvöfalt fleiri ferðamönnum en sem nemur íbúafjölda bæja eins og Ísafjarðar - og mörgum þeirra hætt að lítast á blikuna.

Halldór Baldursson

Innviðir okkar þola þetta illa og álag á heilbrigðiskerfið eykst. Hafnargjöld, minjagripaverslun og aðkeypt þjónusta vega ekki upp það neikvæða álag og ímynd sem skapast af svona spúandi fljótandi mengunarvöldum.

Annars segir nýleg skopmynd Halldórs Baldurssonar á visir.is allt sem segja þarf!


Tengdar fréttir




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×