Sport

Ekkert lið byrjað eins vel í WNBA deildinni í þrettán ár

Andri Már Eggertsson skrifar
Las Vegas Aces er að gera það gott í WNBA deildinni
Las Vegas Aces er að gera það gott í WNBA deildinni Vísir/Getty

Las Vegas Aces hefur byrjað tímabilið afar vel í WNBA-deildinni. Liðið hefur unnið 21 leik og aðeins tapað tveimur. Þetta er í þriðja skipti í sögunni sem lið á svona góða byrjun.

Las Vegas Aces er ríkjandi WNBA meistari og byrjun liðsins gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Eftir sautján stiga sigur á Minisota Lynx 98-81 komst liðið í sögubækurnar og varð það þriðja í sögu WNBA-deildarinnar til þess að byrja tímabil 21-2. 

Fyrst var það Houston Comets árið 1998 og síðan Seattle Storm árið 2010 sem byrjaði mótið á að tapa aðeins tveimur af fyrstu tuttugu og þremur leikjum. 

Las Vegas Aces vann fyrsta titilinn í sögu félagsins á síðasta tímabili og er talið líklegasta liðið til að vinna titilinn aftur á þessu tímabili.

A'ja Wilson gerði 35 stig, tók 10 fráköst og var með 80 prósent skotnýtingu. Wilson var þriðji leikmaðurinn í sögu WNBA sem hefur náð þessari tölfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×