Innherji

Líf­eyris­sjóðir sækjast eftir að stækka við hlut sinn eftir út­boð Hamp­iðjunnar

Hörður Ægisson skrifar
Hjörtur Erlendsson, forstóri Hampiðjunnar, og Magnús Harðarsonar, forstjóri Nasdaq Iceland, þegar félagið var skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni föstudaginn 9. júní síðastliðinn.
Hjörtur Erlendsson, forstóri Hampiðjunnar, og Magnús Harðarsonar, forstjóri Nasdaq Iceland, þegar félagið var skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni föstudaginn 9. júní síðastliðinn.

Ríflega einum mánuði eftir að hlutafjárútboði Hampiðjunnar lauk hefur mikill meirihluti íslenskra lífeyrissjóða, einkum Festa og LSR, haldið áfram að stækka við eignarhlut sinn í félaginu. Kaup lífeyrissjóðanna hafa meðal annars átt sinn þátt í að drífa áfram mikla hækkun á gengi bréfa Hampiðjunnar á eftirmarkaði að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins er upp um nærri 23 prósent frá því gengi sem almennum fjárfestum bauðst að kaupa í útboðinu.


Tengdar fréttir

Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar

Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×