Veður

Hæg­lætis­veður og dá­lítil væta í dag

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Maður á reiðhjóli í rigningunni í Reykjavík
Maður á reiðhjóli í rigningunni í Reykjavík Vísir/Vilhelm

Hæglætisveður á landinu í dag, skýjað og sums staðar dálítil væta en skúrir á hálendinu og í innsveitum norðanlands síðdegis. Hiti er tíu til sautján stig en það verður heldur svalara á Austurlandi.

Þetta segir á vef Veðurstofunnar um veðurspánna í dag.

Búist við austan golu eða kalda á morgun, þremur til tíu metrum á sekúndu. Þá verður skýjað og stöku skúrir.

Á miðvikudag er úlit fyrir nokkkuð stífa austan- og norðaustanátt og þá muni gosmóðan sem hefur verið yfir landinu undanfarið væntanlega hverfa.

Undir lok vikunnar verður nokkuð hvasst en bjart með köflum á vestanverður landinu og hlýtt, hiti á bilinu tólf til tuttugu stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Gengur í austan og norðaustan 8-15 m/s, en hægari vindur norðaustantil á landinu. Skýjað, en að mestu þurrt og hiti sex til sextán stig, hlýjast suðvestanlands.

Á fimmtudag og föstudag: Norðaustan- og austanátt, 5-13 m/s, bjart með köflum á vestanverðu landinu og hiti tólf til tuttugu stig. Skýjað, en úrkomulítið austanlands og hiti sjö til tólf stig.

Á laugardag og sunnudag: Hæg, breytileg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið. Áfram milt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×