Fuglinn Larry látinn flakka fyrir X Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 09:15 Hið nýja vörumerki X, sem verður nýtt nafn Twitter. Getty/Costfoto Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opinberaði nýtt vörumerki Twitter, sem þegar er byrjað að birtast á internetinu. Twitter mun verða að X og vörumerkið er að breytast í samræmi við það. Fuglinn Larry, sem hefur fylgt Twitter um árabil, mun fljúga sína eigin leið. Nafn fuglsins Larry er tilvísun í Larry Bird, einn besta körfuboltamann allra tíma. Linda Yaccarino, forstjóri Twitter, tísti um X í gærkvöldi og opinberaði svo vörumerkið í morgun. Musk hefur áður sagt að hann vilji skapa svokallað „ofur-forrit“ og að það eigi að heita X. Hefur hann líkt hugmynd sinni við forrit eins og hið gífurlega vinsæla forrit WeChat í Kína. X is here! Let s do this. pic.twitter.com/1VqEPlLchj— Linda Yaccarino (@lindayacc) July 24, 2023 Í röð tísta sem hún tísti í gærkvöldi, sagði Yaccarino meðal annars að notendur X ættu að geta notað forritið til að senda skilaboð, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd og til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Hún sagði að X yrði stýrt af gervigreind og myndi tengja heiminn með leiðum sem við gætum ekki ímyndað okkur enn. Tíst eiga nú að kallast X, samkvæmt Musk. Á íslensku gæti það að birta tíst kallast „að exa“. Hann segir einnig að hugsa þurfi upp á nýtt hvað það kallast að deila exum annarra, en það hefur kallast að „rítvíta“. Það virðist gefa til kynna að Musk hafi ekki hugsað breytinguna til enda. Hann sagði einnig í nótt að vörumerki X yrði líklega breytt aftur á næstunni. Á árum áður stofnaði Musk bankaþjónustufyrirtæki sem hét X. com en það varð síðar að PayPal, eftir samruna við annað fyrirtæki. Musk hefur sagt að það að kaupa Twitter gæti fært hann nær upprunalegu sýn hans á X.com. Eins og frægt er keypti Musk Twitter í fyrra á 44 milljarða dala en það samsvarar tæpum sex billjónum króna, miðað við gengið í dag. Eftir að hann skrifaði undir kaupsamning reyndi Musk ítrekað að komast undan honum og sleppa við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter meðal annars um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Our headquarters tonight pic.twitter.com/GO6yY8R7fO— Elon Musk (@elonmusk) July 24, 2023 Við kaupin stigmögnuðust skuldir Twitter og vaxtagreiðslur hækkuðu til muna. Þá hefur Musk sagt upp meira en helmingi starfsmanna fyrirtækisins og hefur hann verið sakaður um að greiða ekki reikninga og leigu, svo eitthvað sé nefnt. CNN sagði frá því í síðustu viku að starfsmenn Twitter á skrifstofu fyrirtækisins í Afríku hefðu verið reknir eins og svo margir aðrir, þeir hefðu hins vegar ekki fengið neinn uppsagnarfrest greiddan, eins og fyrrverandi starfsmenn í Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrirspurnum starfsmanna fyrirtækisins í Afríku hefur ekki verið svarað af núverandi yfirmönnum Twitter. Þá hleypti Musk notendum sem höfðu verið bannaðir á Twitter aftur þar inn en stjórnun hans á Twitter hefur einkennst af mikilli óreiðu. Auglýsendur drógu úr auglýsingakaupum á Twitter og viðurkenndi Musk nýverið að illa hefði gengið að fá þá til að kaupa auglýsingar þar aftur. Sjá einnig: Óreiðan virðist ráða ríkjum hjá Twitter Musk hefur reynt að auka tekjur fyrirtækisins með því að selja áskrift að samfélagsmiðlinum. Hann hefur takmarkað þann fjölda tísta sem fólk getur séð á samfélagsmiðlinum og er einnig verið að takmarka hvað notendur geta sent öðrum notendum mörg skilaboð, svo eitthvað sé nefnt. Notendur geta komist hjá þessum takmörkunum, flestum, með því að greiða áskriftargjald. Óánægja hefur aukist meðal notenda en nýtt forrit Meta, sem kallast Threads og á að keppa við Twitter varð eitt vinsælasta forrit sem litið hefur dagsins ljós vestanhafs. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er verðmæti Twitter áætlað minna en helmingurinn af því sem Musk borgaði fyrir fyrirtækið á sínum tíma. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Vill skipta fuglinum út fyrir X Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi Twitter, tilkynnti í nótt að senn muni Twitter kveðja helsta vörumerki sitt og „alla fuglana“ í kjölfarið. Breytinga gæti verið að vænta strax í dag. 23. júlí 2023 13:59 Twitter hótar lögsókn Samfélagsmiðillinn Twitter hefur hótað samfélagsmiðlafyrirtækinu Meta lögsókn vegna nýs forrits sem kallast Threads eða „Þræðir“. Segir Twitter að uppbygging miðilsins gangi í berhögg við höfundarrétt þess. 7. júlí 2023 07:39 Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. 6. júlí 2023 09:09 Linda Yaccarino ráðin nýr forstjóri Twitter Linda Yaccarino er konan sem Elon Musk, eigandi Twitter, hefur ráðið sem forstjóra Twitter. Musk hefur verið starfandi forstjóri fyrirtækisins síðan hann keypti allt hlutafé í því í október í fyrra. Yaccarino mun að sögn Musk hefja störf eftir sex vikur. 12. maí 2023 17:44 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Nafn fuglsins Larry er tilvísun í Larry Bird, einn besta körfuboltamann allra tíma. Linda Yaccarino, forstjóri Twitter, tísti um X í gærkvöldi og opinberaði svo vörumerkið í morgun. Musk hefur áður sagt að hann vilji skapa svokallað „ofur-forrit“ og að það eigi að heita X. Hefur hann líkt hugmynd sinni við forrit eins og hið gífurlega vinsæla forrit WeChat í Kína. X is here! Let s do this. pic.twitter.com/1VqEPlLchj— Linda Yaccarino (@lindayacc) July 24, 2023 Í röð tísta sem hún tísti í gærkvöldi, sagði Yaccarino meðal annars að notendur X ættu að geta notað forritið til að senda skilaboð, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd og til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Hún sagði að X yrði stýrt af gervigreind og myndi tengja heiminn með leiðum sem við gætum ekki ímyndað okkur enn. Tíst eiga nú að kallast X, samkvæmt Musk. Á íslensku gæti það að birta tíst kallast „að exa“. Hann segir einnig að hugsa þurfi upp á nýtt hvað það kallast að deila exum annarra, en það hefur kallast að „rítvíta“. Það virðist gefa til kynna að Musk hafi ekki hugsað breytinguna til enda. Hann sagði einnig í nótt að vörumerki X yrði líklega breytt aftur á næstunni. Á árum áður stofnaði Musk bankaþjónustufyrirtæki sem hét X. com en það varð síðar að PayPal, eftir samruna við annað fyrirtæki. Musk hefur sagt að það að kaupa Twitter gæti fært hann nær upprunalegu sýn hans á X.com. Eins og frægt er keypti Musk Twitter í fyrra á 44 milljarða dala en það samsvarar tæpum sex billjónum króna, miðað við gengið í dag. Eftir að hann skrifaði undir kaupsamning reyndi Musk ítrekað að komast undan honum og sleppa við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter meðal annars um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Our headquarters tonight pic.twitter.com/GO6yY8R7fO— Elon Musk (@elonmusk) July 24, 2023 Við kaupin stigmögnuðust skuldir Twitter og vaxtagreiðslur hækkuðu til muna. Þá hefur Musk sagt upp meira en helmingi starfsmanna fyrirtækisins og hefur hann verið sakaður um að greiða ekki reikninga og leigu, svo eitthvað sé nefnt. CNN sagði frá því í síðustu viku að starfsmenn Twitter á skrifstofu fyrirtækisins í Afríku hefðu verið reknir eins og svo margir aðrir, þeir hefðu hins vegar ekki fengið neinn uppsagnarfrest greiddan, eins og fyrrverandi starfsmenn í Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrirspurnum starfsmanna fyrirtækisins í Afríku hefur ekki verið svarað af núverandi yfirmönnum Twitter. Þá hleypti Musk notendum sem höfðu verið bannaðir á Twitter aftur þar inn en stjórnun hans á Twitter hefur einkennst af mikilli óreiðu. Auglýsendur drógu úr auglýsingakaupum á Twitter og viðurkenndi Musk nýverið að illa hefði gengið að fá þá til að kaupa auglýsingar þar aftur. Sjá einnig: Óreiðan virðist ráða ríkjum hjá Twitter Musk hefur reynt að auka tekjur fyrirtækisins með því að selja áskrift að samfélagsmiðlinum. Hann hefur takmarkað þann fjölda tísta sem fólk getur séð á samfélagsmiðlinum og er einnig verið að takmarka hvað notendur geta sent öðrum notendum mörg skilaboð, svo eitthvað sé nefnt. Notendur geta komist hjá þessum takmörkunum, flestum, með því að greiða áskriftargjald. Óánægja hefur aukist meðal notenda en nýtt forrit Meta, sem kallast Threads og á að keppa við Twitter varð eitt vinsælasta forrit sem litið hefur dagsins ljós vestanhafs. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er verðmæti Twitter áætlað minna en helmingurinn af því sem Musk borgaði fyrir fyrirtækið á sínum tíma.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Vill skipta fuglinum út fyrir X Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi Twitter, tilkynnti í nótt að senn muni Twitter kveðja helsta vörumerki sitt og „alla fuglana“ í kjölfarið. Breytinga gæti verið að vænta strax í dag. 23. júlí 2023 13:59 Twitter hótar lögsókn Samfélagsmiðillinn Twitter hefur hótað samfélagsmiðlafyrirtækinu Meta lögsókn vegna nýs forrits sem kallast Threads eða „Þræðir“. Segir Twitter að uppbygging miðilsins gangi í berhögg við höfundarrétt þess. 7. júlí 2023 07:39 Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. 6. júlí 2023 09:09 Linda Yaccarino ráðin nýr forstjóri Twitter Linda Yaccarino er konan sem Elon Musk, eigandi Twitter, hefur ráðið sem forstjóra Twitter. Musk hefur verið starfandi forstjóri fyrirtækisins síðan hann keypti allt hlutafé í því í október í fyrra. Yaccarino mun að sögn Musk hefja störf eftir sex vikur. 12. maí 2023 17:44 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Vill skipta fuglinum út fyrir X Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi Twitter, tilkynnti í nótt að senn muni Twitter kveðja helsta vörumerki sitt og „alla fuglana“ í kjölfarið. Breytinga gæti verið að vænta strax í dag. 23. júlí 2023 13:59
Twitter hótar lögsókn Samfélagsmiðillinn Twitter hefur hótað samfélagsmiðlafyrirtækinu Meta lögsókn vegna nýs forrits sem kallast Threads eða „Þræðir“. Segir Twitter að uppbygging miðilsins gangi í berhögg við höfundarrétt þess. 7. júlí 2023 07:39
Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. 6. júlí 2023 09:09
Linda Yaccarino ráðin nýr forstjóri Twitter Linda Yaccarino er konan sem Elon Musk, eigandi Twitter, hefur ráðið sem forstjóra Twitter. Musk hefur verið starfandi forstjóri fyrirtækisins síðan hann keypti allt hlutafé í því í október í fyrra. Yaccarino mun að sögn Musk hefja störf eftir sex vikur. 12. maí 2023 17:44