Tók sex mánuði að búa til bikarinn sem brotnaði á F1 pallinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 16:31 Max Verstappen með bikarinn sem brotnaði. Hann fær nýjan í staðinn. Getty/Jure Makovec Bikarinn sem brotnaði á verðlaunapalli formúlu eitt í Ungverjalandi um helgina var enginn venjulegur bikar. Bikarinn brotnaði illa eftir að Lando Norris, sá sem endaði í öðru sæti, barði kampavínsflösku sinni í verðlaunapallinn til að fá meira gos úr flöskunni. Þá vildi svo illa til að bikar sigurvegarans, Max Verstappen, féll í jörðina og brotnaði. The #HungarianGP trophies are made by Herendi Porcelanmanufaktura Zrt. All are handmade, production time is approximately six months and it costs ~ 40.000 euros. 2/1#F1 #Hungaroring #NorrisGate pic.twitter.com/YhEdR86b2R— Sándor Mészáros (@mesandor) July 23, 2023 Bikarinn er einstakur handmálaður bikar sem tekur mjög langan tíma að búa til. Samkvæmt upplýsingum frá Ungverjanum Sándor Mészáros, sem fjallar um Formúlu eitt í heimalandi sínu, þá kostaði bikarinn fjörutíu þúsund evrur eða rúmlega 5,8 milljónir íslenskra króna. Þar kom líka fram að það taki um sex mánuði að fullgera bikarinn. Ungverska fyrirtækið sem gerði bikarinn, Herendi Porcelanmanufaktura Zrt, hefur þegar hafið framleiðslu á nýjum bikar sem Verstappen fær í stað þess sem brotnaði. Það mun aftur á móti taka sinn tíma að útbúa bikarinn fyrir hollenska heimsmeistarann. Trophies just aren t safe when Lando s on the podium! Hungary wasn t the first time. Look what happened at Silverstone! #HungarianGP @LandoNorris pic.twitter.com/oEcuW94hNi— Formula 1 (@F1) July 24, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bikarinn brotnaði illa eftir að Lando Norris, sá sem endaði í öðru sæti, barði kampavínsflösku sinni í verðlaunapallinn til að fá meira gos úr flöskunni. Þá vildi svo illa til að bikar sigurvegarans, Max Verstappen, féll í jörðina og brotnaði. The #HungarianGP trophies are made by Herendi Porcelanmanufaktura Zrt. All are handmade, production time is approximately six months and it costs ~ 40.000 euros. 2/1#F1 #Hungaroring #NorrisGate pic.twitter.com/YhEdR86b2R— Sándor Mészáros (@mesandor) July 23, 2023 Bikarinn er einstakur handmálaður bikar sem tekur mjög langan tíma að búa til. Samkvæmt upplýsingum frá Ungverjanum Sándor Mészáros, sem fjallar um Formúlu eitt í heimalandi sínu, þá kostaði bikarinn fjörutíu þúsund evrur eða rúmlega 5,8 milljónir íslenskra króna. Þar kom líka fram að það taki um sex mánuði að fullgera bikarinn. Ungverska fyrirtækið sem gerði bikarinn, Herendi Porcelanmanufaktura Zrt, hefur þegar hafið framleiðslu á nýjum bikar sem Verstappen fær í stað þess sem brotnaði. Það mun aftur á móti taka sinn tíma að útbúa bikarinn fyrir hollenska heimsmeistarann. Trophies just aren t safe when Lando s on the podium! Hungary wasn t the first time. Look what happened at Silverstone! #HungarianGP @LandoNorris pic.twitter.com/oEcuW94hNi— Formula 1 (@F1) July 24, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira