Hafðu þökk fyrir að svelta strandveiðarnar Svandís Hallgerður Hauksdóttir skrifar 24. júlí 2023 17:00 Við nánari umhugsun tel ég að ákvörðun ráðherra um að auka ekki í ár heimildir við okkur strandveiðifólkið reynist gott mál. 1. Ákvörðun ráðherra fær viðbrögð og víðtæka umræðu. Almenningur er bæði orðinn betur meðvitaður um okkur strandveiðifólkið og um ónýta tilhögun við stjórn fiskveiða. Takk fyrir það Svandís. 2. Réttlætisvitund okkar strandveiðifólks er klárlega að fá sameiningarkraft við þessa ákvörðun ráðherra. Svo aftur, takk Svandís fyrir þitt sameinandi framlag. Ég tel að framtíð strandveiða eigi að leiða utan kvótakerfisins, enda ógna þær ekki fiskistofnum. Strandveiðin er þannig einn þáttur sem bæði getur og á að tálga jafnóðum ofan af núverandi fiskveiðikerfi og inn í réttlátari kerfi með tímanum. Með strandveiði sem veiðiaðferð liggja svo margar góðar ástæður. Stóra samhengið er almenn mannréttindi og atvinnufrelsi. Byggðamál, bæði með efnahagslegri grósku inn í sveita- og bæjarsamfélög landsins og út frá almennum möguleikum fólks til að lifa þar sem það kýs og hafa þar vinnu. Sterkari og heilbrigðari fjölskyldur þar með betra mannlíf um allt land. Strandveiðar skapa mýmörg önnur störf við umsjón, flutning, sölu, markaðsmál, vinnslu, o.fl., sem koma öllum til góða. Minni ég hér á fréttir af fregnum af lokunum fiskbúða eftir stöðvun strandveiða í ár. Að ekki fæst nægilegur fiskur – hér á Íslandi – til að hafa þær opnar? Hvað finnst ykkur um það? Nei, strandveiðin tryggir stöðugra aðgengi kaupenda að ferskum fiski, raunar bæði hér á landi og víða erlendis. Umhverfismál: veiðiaðferðin veldur ekki skemmdum á sjávarbotni og þar með skaða á lífríki. Auðvitað er óþarfi að drepa tonnin af lífverum til að veiða nokkur tonn af öðrum eins og dæmi eru um við aðrar veiðiaðferðir. Strandveiðin tekur aðeins til sín þá fiska sem hún miðar að. Strandveiðin er einnig hagstæðari loftslagsmálum enda fara færri lítrar af olíu á hver hundrað veidd kíló við þær veiðar en við aðrar veiðar á sama fisk. Önnur mengun, nefni stórdrasl sem verður eftir óvart eða viljandi úti í hafinu, ónýt net og annað álíka, þetta fylgir ekki strandveiðum. Meðferð á fiski við veiðar, hann er skorinn mjög fljótt sem er mannúðlegast. Miklu minni hvati er til brottkasts á fiski við strandveiðar og þær eru ekki heldur ógn við fiskistofna en fiskistofnum er einfaldlega ekki hægt að eyða með krókaveiðum. Mjög gott eftirlit er með þessum veiðum og slys þekkjast varla. Stjórnmál og efnahagsmál: strandveiðin skilar betri og gegnsærri skilum til samfélagsins, færri leiðum til svindls eða bókhaldsbrellna, meira velsæmi og minni mögulegri spillingu inn í stjórnmál. Þetta þýðir minna gap á milli fólks á Íslandi vegna óeðlilegrar auðsöfnunar fárra og sterkara samfélag. Eru þetta ekki nægar ástæður? Hver styður þetta ekki? Að lokum: það er engin ógn í því ef það ólíklega gerðist að fjölgun verði á þeim sem kaupi sér bát - sem einhverjir virðast óttast mjög - og fari á strandveiðar. Líkurnar á því eru hins vegar ekki miklar. Strandveiðar eru ekki fyrir alla, þetta er erfið vinna. En það á fortakslaust á að virða atvinnufrelsi þeirra okkar sem vilja stunda strandveiðar. Og það á strax, að lágmarki, að standa við það 48 daga viðmið sem var gert samkomulag um á grundvelli mannréttinda og voru sett í lög hér. Það á ekki að drepa því viðmiði á dreif með tæknilegum lagabrellum og undirróðri eða með tilraunum til að spilla á milli fólks eftir því hvar það býr. Horfum saman til heilbrigðara og réttlátara samfélags. Höfundur er strandveiðikona sem vinnur annars sem starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Við nánari umhugsun tel ég að ákvörðun ráðherra um að auka ekki í ár heimildir við okkur strandveiðifólkið reynist gott mál. 1. Ákvörðun ráðherra fær viðbrögð og víðtæka umræðu. Almenningur er bæði orðinn betur meðvitaður um okkur strandveiðifólkið og um ónýta tilhögun við stjórn fiskveiða. Takk fyrir það Svandís. 2. Réttlætisvitund okkar strandveiðifólks er klárlega að fá sameiningarkraft við þessa ákvörðun ráðherra. Svo aftur, takk Svandís fyrir þitt sameinandi framlag. Ég tel að framtíð strandveiða eigi að leiða utan kvótakerfisins, enda ógna þær ekki fiskistofnum. Strandveiðin er þannig einn þáttur sem bæði getur og á að tálga jafnóðum ofan af núverandi fiskveiðikerfi og inn í réttlátari kerfi með tímanum. Með strandveiði sem veiðiaðferð liggja svo margar góðar ástæður. Stóra samhengið er almenn mannréttindi og atvinnufrelsi. Byggðamál, bæði með efnahagslegri grósku inn í sveita- og bæjarsamfélög landsins og út frá almennum möguleikum fólks til að lifa þar sem það kýs og hafa þar vinnu. Sterkari og heilbrigðari fjölskyldur þar með betra mannlíf um allt land. Strandveiðar skapa mýmörg önnur störf við umsjón, flutning, sölu, markaðsmál, vinnslu, o.fl., sem koma öllum til góða. Minni ég hér á fréttir af fregnum af lokunum fiskbúða eftir stöðvun strandveiða í ár. Að ekki fæst nægilegur fiskur – hér á Íslandi – til að hafa þær opnar? Hvað finnst ykkur um það? Nei, strandveiðin tryggir stöðugra aðgengi kaupenda að ferskum fiski, raunar bæði hér á landi og víða erlendis. Umhverfismál: veiðiaðferðin veldur ekki skemmdum á sjávarbotni og þar með skaða á lífríki. Auðvitað er óþarfi að drepa tonnin af lífverum til að veiða nokkur tonn af öðrum eins og dæmi eru um við aðrar veiðiaðferðir. Strandveiðin tekur aðeins til sín þá fiska sem hún miðar að. Strandveiðin er einnig hagstæðari loftslagsmálum enda fara færri lítrar af olíu á hver hundrað veidd kíló við þær veiðar en við aðrar veiðar á sama fisk. Önnur mengun, nefni stórdrasl sem verður eftir óvart eða viljandi úti í hafinu, ónýt net og annað álíka, þetta fylgir ekki strandveiðum. Meðferð á fiski við veiðar, hann er skorinn mjög fljótt sem er mannúðlegast. Miklu minni hvati er til brottkasts á fiski við strandveiðar og þær eru ekki heldur ógn við fiskistofna en fiskistofnum er einfaldlega ekki hægt að eyða með krókaveiðum. Mjög gott eftirlit er með þessum veiðum og slys þekkjast varla. Stjórnmál og efnahagsmál: strandveiðin skilar betri og gegnsærri skilum til samfélagsins, færri leiðum til svindls eða bókhaldsbrellna, meira velsæmi og minni mögulegri spillingu inn í stjórnmál. Þetta þýðir minna gap á milli fólks á Íslandi vegna óeðlilegrar auðsöfnunar fárra og sterkara samfélag. Eru þetta ekki nægar ástæður? Hver styður þetta ekki? Að lokum: það er engin ógn í því ef það ólíklega gerðist að fjölgun verði á þeim sem kaupi sér bát - sem einhverjir virðast óttast mjög - og fari á strandveiðar. Líkurnar á því eru hins vegar ekki miklar. Strandveiðar eru ekki fyrir alla, þetta er erfið vinna. En það á fortakslaust á að virða atvinnufrelsi þeirra okkar sem vilja stunda strandveiðar. Og það á strax, að lágmarki, að standa við það 48 daga viðmið sem var gert samkomulag um á grundvelli mannréttinda og voru sett í lög hér. Það á ekki að drepa því viðmiði á dreif með tæknilegum lagabrellum og undirróðri eða með tilraunum til að spilla á milli fólks eftir því hvar það býr. Horfum saman til heilbrigðara og réttlátara samfélags. Höfundur er strandveiðikona sem vinnur annars sem starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun