Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júlí 2023 20:30 Knútur Ármann og Helena, eigendur Friðheima í Bláskógabyggð, sem eru alsæl með ferðasumarið 2023 og nýju Vínstofuna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti. Friðheimar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins enda við Gullna hringinn. Á síðasta ári komu þangað um 280 þúsund ferðamenn og það met verður örugglega slegið í ár. 15% gesta eru Íslendingar. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar, sem gestir fá að smakka og svo er tómatsúpa veitingastaðarins með brauði, sem slær alltaf í gegn. 80 starfsmenn vinna í Friðheimum. Friðheimar er mjög vinsæll ferðamannastaður í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera met sumar og búin að vera ótrúleg veðurblíða núna í júlí, þannig að hér er búið að vera mikið líf og mikið fjör. Við erum bara orðin þannig að við erum fullbókuð frá miðjum febrúar og fram í miðjan nóvember og það er bara mjög þægilegt því það er gott að vinna út frá því,” segir Knútur Rafn Ármann, eigandi Friðheima. „Já, eða þannig séð, það þarf bara að bóka með góðum fyrirvara,” segir Knútur. Það er meira og minna allt fullt af ferðamönnum í Friðheimum alla daga vikunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný og glæsileg Vínstofa Friðheimafjölskyldan opnaði nýlega Vínstofu, nýjan og glæsilegan veitingastað inn í elsta gróðurhúsinu, sem var byggt 1976. Þar eru líka þrjú fundarherbergi, svið, glæsileg bókahilla og 50 ára gömul vínberjaplanta og veitingar og drykkir svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er þyngsti bar landsins, ég fullyrði það, um 10 tonn úr grjóti hérna í sveitinni,“ segir Knútur stoltur af nýja barnum og Vínstofunni. Nýja Vínstofan hefur heldur betur slegið í gegn í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er sumarið ekki búið að vera algjör klikkun? „Nei, nei, það fer bara vel af stað, það er bara virkilega gaman. Ef það væri ekki mikið að gera núna, þá veit ég ekki hvenær ætti að vera mikið að gera,” segir Helena Hermundardóttir, eigandi Friðheima hlægjandi. „Það gengur rosalega vel hjá okkur því það er búið að vera alveg óstöðvandi traffík hjá okkur frá því að við opnuðum fyrir þremur vikum síðan og skemmtilegast er hvað það er búið að koma mikið af fólki úr sveitinni. Sérstaklega úr bústöðum, frá tjaldsvæðinu í Reykholti og hótelinu hérna, sem er bara rétt handan við hornið,” segir Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar. „Við höfum oft komið hérna og nýja Vínstofan er frábær viðbót hér,” segir Björn Víglundsson gestur í Friðheimum. Björn Víglundsson gestur í Friðheimum, sem er yfir sig hrifin af nýju Vínstofunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur hérna finnst þetta algjörlega frábært og munum koma hingað oft aftur. Ég verð hér næstu daga á nýja barnum”, segir Helga Árnadóttir, skellihlæjandi gestur í Friðheimum. Helga Árnadóttir, gestur í Friðheimum segir nýja Vínstofuna algjörlega frábæra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar, ásamt kærustu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Friðheimar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins enda við Gullna hringinn. Á síðasta ári komu þangað um 280 þúsund ferðamenn og það met verður örugglega slegið í ár. 15% gesta eru Íslendingar. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar, sem gestir fá að smakka og svo er tómatsúpa veitingastaðarins með brauði, sem slær alltaf í gegn. 80 starfsmenn vinna í Friðheimum. Friðheimar er mjög vinsæll ferðamannastaður í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera met sumar og búin að vera ótrúleg veðurblíða núna í júlí, þannig að hér er búið að vera mikið líf og mikið fjör. Við erum bara orðin þannig að við erum fullbókuð frá miðjum febrúar og fram í miðjan nóvember og það er bara mjög þægilegt því það er gott að vinna út frá því,” segir Knútur Rafn Ármann, eigandi Friðheima. „Já, eða þannig séð, það þarf bara að bóka með góðum fyrirvara,” segir Knútur. Það er meira og minna allt fullt af ferðamönnum í Friðheimum alla daga vikunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný og glæsileg Vínstofa Friðheimafjölskyldan opnaði nýlega Vínstofu, nýjan og glæsilegan veitingastað inn í elsta gróðurhúsinu, sem var byggt 1976. Þar eru líka þrjú fundarherbergi, svið, glæsileg bókahilla og 50 ára gömul vínberjaplanta og veitingar og drykkir svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er þyngsti bar landsins, ég fullyrði það, um 10 tonn úr grjóti hérna í sveitinni,“ segir Knútur stoltur af nýja barnum og Vínstofunni. Nýja Vínstofan hefur heldur betur slegið í gegn í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er sumarið ekki búið að vera algjör klikkun? „Nei, nei, það fer bara vel af stað, það er bara virkilega gaman. Ef það væri ekki mikið að gera núna, þá veit ég ekki hvenær ætti að vera mikið að gera,” segir Helena Hermundardóttir, eigandi Friðheima hlægjandi. „Það gengur rosalega vel hjá okkur því það er búið að vera alveg óstöðvandi traffík hjá okkur frá því að við opnuðum fyrir þremur vikum síðan og skemmtilegast er hvað það er búið að koma mikið af fólki úr sveitinni. Sérstaklega úr bústöðum, frá tjaldsvæðinu í Reykholti og hótelinu hérna, sem er bara rétt handan við hornið,” segir Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar. „Við höfum oft komið hérna og nýja Vínstofan er frábær viðbót hér,” segir Björn Víglundsson gestur í Friðheimum. Björn Víglundsson gestur í Friðheimum, sem er yfir sig hrifin af nýju Vínstofunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur hérna finnst þetta algjörlega frábært og munum koma hingað oft aftur. Ég verð hér næstu daga á nýja barnum”, segir Helga Árnadóttir, skellihlæjandi gestur í Friðheimum. Helga Árnadóttir, gestur í Friðheimum segir nýja Vínstofuna algjörlega frábæra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar, ásamt kærustu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira