Spá 50 punkta vaxtahækkun vegna stöðunnar á vinnumarkaði
![Næsti vaxtaákvörðunarfundur verður haldinn 23. ágúst.](https://www.visir.is/i/EDAEE6034106F6AF39A2EF090E3EEDC2B57A393B1F1D535060C69CBC77719789_713x0.jpg)
Þrátt fyrir það að árstaktur verðbólgunnar hafi lækkað þrjá mánuði í röð er líklegasta niðurstaðan á næsta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að nefndin hækki vexti um 50 punkta. Þetta er mat skuldabréfamiðlunar Arion banka sem bendir á að Seðlabankinn geti ekki horfti fram hjá því að vinnumarkaðurinn er enn á „yfirsnúningi“.