Fangelsi fyrir barsmíðar með fánastöng Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2023 10:33 Fleiri en þúsund manns hafa verið ákærð vegna árásarinnar á þinghúsið. AP/John Minchillo Vörubílstjóri sem barði lögregluþjón með fánastöng í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 hefur verið dæmdur til rúmlega fjögurra ára vistar í alríkisfangelsi. Maðurinn játaði að hafa ráðist á lögregluþjón með hættulegu vopni. Myndband náðist af Peter Stager berja meðvitundarlausan Blake Miller ítrekað með fánastöng þar sem lögregluþjónninn lá varnarlaus á stéttinni við þinghúsið. Eftir að hann réðst á Miller sást Stager benda á þinghúsið og kalla: „Allir þarna inni eru til skammar. Öll byggingin er full af svikurum. Dauði er eina lausnin á því sem er í þessari byggingu.“ Þennan dag ruddustu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði þeim kosningum fyrir Joe Biden, núverandi forseta, en hefur ítrekað logið því að hann hafi í raun unnið og kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Trump heldur því enn fram en hann sagði nýverið að Mike Pence, varaforseti hans, bæri ábyrgð á árásinni. Það væri vegna þess að Pence hafi ekki hjálpað sér að snúa við úrslitum kosninganna. Í frétt New York Times er vitnað í dómsskjöl þar sem haft er eftir lögmanni Stager að hann hafi átt erfiða æsku og verið heimilislaus lengi. Svo hafi hann orðið vörubílsstjóri og endað starfs síns vegna í Washington DC þann 6. janúar 2021. Hann hafi ákveðið að fara á samstöðufund Trumps og þeirri ákvörðun muni hann alltaf sjá eftir. Lögmaður Stager segir hann hafa fyrst reynt að aðstoða fólk sem hafi særst í átökunum við þinghúsið en hann hafi orðið svo reiður að hann hafi misst stjórn á skapi sínu. Saksóknarar höfðu farið fram á að Stager yrði dæmdur í sex ára og sex mánaða fangelsi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í heildina voru níu menn ákærðir fyrir að ráðast á Miller og tvo aðra lögregluþjóna. Búið er að dæma þrjá þeirra í þriggja til fimm ára fangelsi. Í heildina hafa fleiri en þúsund manns verið ákærð vegna árásarinnar á þinghúsið. Einn maður sem réðst á lögregluþjón með stól og piparúða var dæmdur í fjórtán ára fangelsi og annar var beitti rafbyssu á lögregluþjón fékk tólf ára fangelsisdóm. Myndband af árás Stager á Miller má sjá hér að neðan. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Trump með stöðu sakbornings, aftur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir Jack Smith, sérstakan rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafa tilkynnt sér að hann hafi stöðu sakbornings í enn einu málinu. Þetta mál snýr að viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði gegn Joe Biden, núverandi forseta, og gefur tilkynningin til kynna að Trump verði ákærður. 18. júlí 2023 15:09 Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. 26. maí 2023 10:27 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Murdoch viðurkennir að ýtt hafi verið undir lygar um kosningarnar Rupert Murdoch, ástralski auðjöfurinn sem á og rekur fjölmiðla um heiminn allan, viðurkenndi við vitnaleiðslur að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, þeirrar vinsælustu í Bandaríkjunum, ýttu undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um kosningarnar 2020. Murdoch viðurkenndi einnig að hafa ekki reynt að grípa inn í. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Myndband náðist af Peter Stager berja meðvitundarlausan Blake Miller ítrekað með fánastöng þar sem lögregluþjónninn lá varnarlaus á stéttinni við þinghúsið. Eftir að hann réðst á Miller sást Stager benda á þinghúsið og kalla: „Allir þarna inni eru til skammar. Öll byggingin er full af svikurum. Dauði er eina lausnin á því sem er í þessari byggingu.“ Þennan dag ruddustu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði þeim kosningum fyrir Joe Biden, núverandi forseta, en hefur ítrekað logið því að hann hafi í raun unnið og kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Trump heldur því enn fram en hann sagði nýverið að Mike Pence, varaforseti hans, bæri ábyrgð á árásinni. Það væri vegna þess að Pence hafi ekki hjálpað sér að snúa við úrslitum kosninganna. Í frétt New York Times er vitnað í dómsskjöl þar sem haft er eftir lögmanni Stager að hann hafi átt erfiða æsku og verið heimilislaus lengi. Svo hafi hann orðið vörubílsstjóri og endað starfs síns vegna í Washington DC þann 6. janúar 2021. Hann hafi ákveðið að fara á samstöðufund Trumps og þeirri ákvörðun muni hann alltaf sjá eftir. Lögmaður Stager segir hann hafa fyrst reynt að aðstoða fólk sem hafi særst í átökunum við þinghúsið en hann hafi orðið svo reiður að hann hafi misst stjórn á skapi sínu. Saksóknarar höfðu farið fram á að Stager yrði dæmdur í sex ára og sex mánaða fangelsi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í heildina voru níu menn ákærðir fyrir að ráðast á Miller og tvo aðra lögregluþjóna. Búið er að dæma þrjá þeirra í þriggja til fimm ára fangelsi. Í heildina hafa fleiri en þúsund manns verið ákærð vegna árásarinnar á þinghúsið. Einn maður sem réðst á lögregluþjón með stól og piparúða var dæmdur í fjórtán ára fangelsi og annar var beitti rafbyssu á lögregluþjón fékk tólf ára fangelsisdóm. Myndband af árás Stager á Miller má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Trump með stöðu sakbornings, aftur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir Jack Smith, sérstakan rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafa tilkynnt sér að hann hafi stöðu sakbornings í enn einu málinu. Þetta mál snýr að viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði gegn Joe Biden, núverandi forseta, og gefur tilkynningin til kynna að Trump verði ákærður. 18. júlí 2023 15:09 Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. 26. maí 2023 10:27 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Murdoch viðurkennir að ýtt hafi verið undir lygar um kosningarnar Rupert Murdoch, ástralski auðjöfurinn sem á og rekur fjölmiðla um heiminn allan, viðurkenndi við vitnaleiðslur að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, þeirrar vinsælustu í Bandaríkjunum, ýttu undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um kosningarnar 2020. Murdoch viðurkenndi einnig að hafa ekki reynt að grípa inn í. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Trump með stöðu sakbornings, aftur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir Jack Smith, sérstakan rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafa tilkynnt sér að hann hafi stöðu sakbornings í enn einu málinu. Þetta mál snýr að viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði gegn Joe Biden, núverandi forseta, og gefur tilkynningin til kynna að Trump verði ákærður. 18. júlí 2023 15:09
Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41
Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. 26. maí 2023 10:27
Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44
Murdoch viðurkennir að ýtt hafi verið undir lygar um kosningarnar Rupert Murdoch, ástralski auðjöfurinn sem á og rekur fjölmiðla um heiminn allan, viðurkenndi við vitnaleiðslur að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, þeirrar vinsælustu í Bandaríkjunum, ýttu undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um kosningarnar 2020. Murdoch viðurkenndi einnig að hafa ekki reynt að grípa inn í. 1. mars 2023 07:01