Vinsælu tjaldsvæði við Seljalandsfoss lokað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. júlí 2023 06:46 Tjaldstæðið við Hamragarða rétt hjá Seljalandsfossi hefur um árabil verið eitt vinsælasta tjaldstæði landsins. Sögu þess er lokið. Vísir/Vilhelm Vinsælu tjaldsvæði við Hamragarða, rétt hjá Seljalandsfossi, hefur verið lokað. Þá er umferð þeirra sem heimsækja Gljúfrabúa beint á bílastæðið við Seljalandsfoss. Veginum að fossinum var lokað um stund í gær eftir að rúta fór þar út af veginum. „Í skipulagi sem var samþykkt 2019 var gert ráð fyrir því að tjaldsvæðið yrði víkjandi. Og svo er í plönum sveitarfélagsins og landeigenda að byggja upp svæðið upp í sameiningu og að gamli Hamragarðarbærinn gangi í endurnýjun lífdaga og verði allur byggður upp,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra í samtali við Vísi. Hann segir að ekki hafi þótt ástæða til á sínum tíma að sveitarfélagið stæði í slíkum tjaldsvæðarekstri. Þeim rekstri hafi verið beint annað. „Auðvitað var þetta æðislegt tjaldsvæði en það er upp á ásýnd svæðisins er náttúrulega líka gott að vera laus við húsbílana og tjöldin þarna, af því að þá nýtur svæðið sín náttúrulega miklu betur.“ Hann segir skipulagsbreytingar við Seljalandsfoss vera verk í vinnslu. Þar þurfi að ná utan um verkefnið og þá sé gert sé ráð fyrir því að þeir sem heimsæki Gljúfrabúa leggi bílum sínum við Seljalandsfoss. „Af því að það er engin þjónusta eftir við hin bílastæðin við Gljúfrabúa. Þetta var allt í lagi á meðan þar var enn þjónusta og klósettin opin. En við lendum í vandræðum ef við missum alla bílaumferð þangað af því að þar er engin aðstaða fyrir fólk.“ Vegalokunin vakti mikla athygli en um tímabundna ráðstöfun var um að ræða, jafnvel þó að tjaldsvæðinu við Hamragarða hafi verið lokað. Vegurinn opinn að nýju Leiðsögumenn urðu þess varir í gær að veginum að Gljúfrabúa hafði verið lokað með plastborða. Heitar umræður sköpuðust um lokunina inni á Facebook hópi leiðsögumanna, hópstjóra og fararstjóra þar sem stéttin velti vöngum yfir því hver stendur að lokuninni. Lokunin féll í grýttan jarðveg og veltu leiðsögumenn því upp hvort leyfi hafi fengist hjá Vegagerðinni fyrir lokuninni. „Ég fékk útskýringar á þessari lokun,“ segir Anton. „Ekki var um neina „harða“ lokun að ræða. Gulur borði var strengdur upp á meðan var verið að vinna að því að losa upp rútu sem þarna fór út af. Skilst að borðinn hafi verið tekinn niður.“ Hann segir að sér sé ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki vegna rútuslyssins. Um smávægilegt atvik hafi verið að ræða. Sér sé ekki kunnugt um að algengt sé að veginum sé lokað með þessum hætti. Í svörum frá Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að Vegagerðin sé ekki veghaldi að umræddum vegi, eins og því er lýst. Vegurinn er í eigu sveitarfélagsins og er sem slíkur einkavegur, sem þýðir að eiganda er heimilt að loka veginum fyrir umferð almennings. „Rétt vestan við veginn sem lokað var er Þórsmerkurvegur (249) sem liggur frá Hringveginum inn í Þórsmörk. Sá vegur er þjóðvegur og er ætlaður almenningi til frjálsrar umferðar.“ Rangárþing eystra Tjaldsvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
„Í skipulagi sem var samþykkt 2019 var gert ráð fyrir því að tjaldsvæðið yrði víkjandi. Og svo er í plönum sveitarfélagsins og landeigenda að byggja upp svæðið upp í sameiningu og að gamli Hamragarðarbærinn gangi í endurnýjun lífdaga og verði allur byggður upp,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra í samtali við Vísi. Hann segir að ekki hafi þótt ástæða til á sínum tíma að sveitarfélagið stæði í slíkum tjaldsvæðarekstri. Þeim rekstri hafi verið beint annað. „Auðvitað var þetta æðislegt tjaldsvæði en það er upp á ásýnd svæðisins er náttúrulega líka gott að vera laus við húsbílana og tjöldin þarna, af því að þá nýtur svæðið sín náttúrulega miklu betur.“ Hann segir skipulagsbreytingar við Seljalandsfoss vera verk í vinnslu. Þar þurfi að ná utan um verkefnið og þá sé gert sé ráð fyrir því að þeir sem heimsæki Gljúfrabúa leggi bílum sínum við Seljalandsfoss. „Af því að það er engin þjónusta eftir við hin bílastæðin við Gljúfrabúa. Þetta var allt í lagi á meðan þar var enn þjónusta og klósettin opin. En við lendum í vandræðum ef við missum alla bílaumferð þangað af því að þar er engin aðstaða fyrir fólk.“ Vegalokunin vakti mikla athygli en um tímabundna ráðstöfun var um að ræða, jafnvel þó að tjaldsvæðinu við Hamragarða hafi verið lokað. Vegurinn opinn að nýju Leiðsögumenn urðu þess varir í gær að veginum að Gljúfrabúa hafði verið lokað með plastborða. Heitar umræður sköpuðust um lokunina inni á Facebook hópi leiðsögumanna, hópstjóra og fararstjóra þar sem stéttin velti vöngum yfir því hver stendur að lokuninni. Lokunin féll í grýttan jarðveg og veltu leiðsögumenn því upp hvort leyfi hafi fengist hjá Vegagerðinni fyrir lokuninni. „Ég fékk útskýringar á þessari lokun,“ segir Anton. „Ekki var um neina „harða“ lokun að ræða. Gulur borði var strengdur upp á meðan var verið að vinna að því að losa upp rútu sem þarna fór út af. Skilst að borðinn hafi verið tekinn niður.“ Hann segir að sér sé ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki vegna rútuslyssins. Um smávægilegt atvik hafi verið að ræða. Sér sé ekki kunnugt um að algengt sé að veginum sé lokað með þessum hætti. Í svörum frá Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að Vegagerðin sé ekki veghaldi að umræddum vegi, eins og því er lýst. Vegurinn er í eigu sveitarfélagsins og er sem slíkur einkavegur, sem þýðir að eiganda er heimilt að loka veginum fyrir umferð almennings. „Rétt vestan við veginn sem lokað var er Þórsmerkurvegur (249) sem liggur frá Hringveginum inn í Þórsmörk. Sá vegur er þjóðvegur og er ætlaður almenningi til frjálsrar umferðar.“
Rangárþing eystra Tjaldsvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira