Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2023 20:06 Guðrún og Sveinn Óðinn að gera sig klár að fara á rúntinn með Storm Snæ, mótorhjólahundinn sinn, sem er átta mánaða gamall. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni. Hundurinn Stormur Snær á heima í Dælengi á Selfossi ásamt eigendum sínum, sem fengu hann þegar hann var átta vikna gamall. Hundurinn, sem er átta mánaða í dag er ekta bílskúrshundur því hann vill helst bara var í skúrnum þar sem mótorhjólin eru og þar bíður hann eftir því að komast á rúntinn eða leggur sig á meðan Sveinn Óðinn vinnur í skúrnum. „Við fórum að nota hann á mótorhjóli af því að þetta er okkar lífsstíll og við ferðumst mikið á mótorhjólum og okkur finnst það óskaplega gaman. Við áttum annan hund, sem vild alls ekki vera á mótorhjóli en þegar þessi kom þá byrjuðum við á því strax að venja hann við og leyfa honum að koma í bílskúrinn og hérna vill hann bara vera innan um mótorhjólin okkar og þegar ég er að vinna í skúrnum”, segir Sveinn Óðinn Ingimarsson, eigandi Storms Snæs. Ef Stormur Snær verður þreyttur og finnst ekki gaman á mótorhjólinu þá leggst hann bara ofan í töskuna og steinsofnar. Stormur Snær með mótorhjólagleraugun sín tilbúin að fara í mótorhjólaferð með eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er búin að þvælast einhverja 13 til 14 þúsund kílómetra með okkur. Hann er búin að fara Vestfirðina, austur á Egilsstaði og inn á hálendið og víðar og víðar”, bætir Sveinn Óðinn við. Guðrún H. Vilmundardóttir, eigin kona Sveins Óðins segir þau alltaf vekja mikla athygli á hjólunum með Storm Snæ. „Já hann vekur gríðarlega athygli alls staðar þar sem við komum. Það eru teknar myndir af honum. Fólki er alveg sama okkur, það kemur og vill taka myndir af hundinum en mótorhjólin vekja enga athygli, það er bara hundurinn,” segir Guðrún hlæjandi. En er Stormur Snær ekkert að gelta og vera með eitthvað vesen í ferðunum? „Aldrei, aldrei nokkurn tímann, geltir aldrei nema honum vanti eitthvað en aldrei á hjólinu, aldrei. Honum finnst þetta bara svo gaman,” segir Sveinn Óðinn. Stormur Snær er oftast á hjólinu með Sveini en stundum fær hann að fara yfir til Guðrúnar. En fær hann eitthvað mótorhjólanammi eða eitthvað svoleiðis? „Já, hann fær nammi, það er nammi í töskunni hans, ásamt mat og vatni og svo á hann að sjálfsögðu sinn matardall,” segir Guðrún og bætir við. „Við unnum í hundalottóinu, það má alveg segja það. Hann er algjörlega einstakur í allri umgengni og öllu hann Stormur Snær. Árborg Hundar Ferðalög Dýr Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Hundurinn Stormur Snær á heima í Dælengi á Selfossi ásamt eigendum sínum, sem fengu hann þegar hann var átta vikna gamall. Hundurinn, sem er átta mánaða í dag er ekta bílskúrshundur því hann vill helst bara var í skúrnum þar sem mótorhjólin eru og þar bíður hann eftir því að komast á rúntinn eða leggur sig á meðan Sveinn Óðinn vinnur í skúrnum. „Við fórum að nota hann á mótorhjóli af því að þetta er okkar lífsstíll og við ferðumst mikið á mótorhjólum og okkur finnst það óskaplega gaman. Við áttum annan hund, sem vild alls ekki vera á mótorhjóli en þegar þessi kom þá byrjuðum við á því strax að venja hann við og leyfa honum að koma í bílskúrinn og hérna vill hann bara vera innan um mótorhjólin okkar og þegar ég er að vinna í skúrnum”, segir Sveinn Óðinn Ingimarsson, eigandi Storms Snæs. Ef Stormur Snær verður þreyttur og finnst ekki gaman á mótorhjólinu þá leggst hann bara ofan í töskuna og steinsofnar. Stormur Snær með mótorhjólagleraugun sín tilbúin að fara í mótorhjólaferð með eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er búin að þvælast einhverja 13 til 14 þúsund kílómetra með okkur. Hann er búin að fara Vestfirðina, austur á Egilsstaði og inn á hálendið og víðar og víðar”, bætir Sveinn Óðinn við. Guðrún H. Vilmundardóttir, eigin kona Sveins Óðins segir þau alltaf vekja mikla athygli á hjólunum með Storm Snæ. „Já hann vekur gríðarlega athygli alls staðar þar sem við komum. Það eru teknar myndir af honum. Fólki er alveg sama okkur, það kemur og vill taka myndir af hundinum en mótorhjólin vekja enga athygli, það er bara hundurinn,” segir Guðrún hlæjandi. En er Stormur Snær ekkert að gelta og vera með eitthvað vesen í ferðunum? „Aldrei, aldrei nokkurn tímann, geltir aldrei nema honum vanti eitthvað en aldrei á hjólinu, aldrei. Honum finnst þetta bara svo gaman,” segir Sveinn Óðinn. Stormur Snær er oftast á hjólinu með Sveini en stundum fær hann að fara yfir til Guðrúnar. En fær hann eitthvað mótorhjólanammi eða eitthvað svoleiðis? „Já, hann fær nammi, það er nammi í töskunni hans, ásamt mat og vatni og svo á hann að sjálfsögðu sinn matardall,” segir Guðrún og bætir við. „Við unnum í hundalottóinu, það má alveg segja það. Hann er algjörlega einstakur í allri umgengni og öllu hann Stormur Snær.
Árborg Hundar Ferðalög Dýr Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira