Skrítnar verðmerkingar, ómalbikaðir vegir og gefins ávextir fyrir börn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. júlí 2023 09:01 Blaðakonan Talia segir í greininni að Ísland hafi lengi verið efst á lista hennar yfir draumaáfangastaðina en það var margt sem átti eftir að koma henni á óvart í ferðinni. Vísir/Vilhelm Bandaríska blaðakonan Talia Lakritz fór í fimm daga ferðalag til Íslands í júní síðastliðnum en þetta var í fyrsta sinn sem hún kom hingað til lands. Í grein sem birtist nýlega á vef Insider lýsir Talia upplifun sinni af landi og þjóð og tekur saman lista yfir þau níu atriði sem komu henni hvað mest á óvart við Ísland. Bláa Lónið Talia segir vini síni sem nýlega höfðu ferðast til Íslands, hafa mælt með ferð í Bláa Lónið. Hún átti von á því að Bláa Lónið væri túristagildra og hún hélt að hún ætti eftir að verða fyrir vonbrigðum. Annað kom þó á daginn. Hún tekur fram að þrátt fyrir langar raðir við barinn og andlitsmaskastöðvarnar í lóninu þá hafi hún ekki fundið fyrir plássleysi. „Ég heimsótti tvö önnur lón í Íslandsferðinni en Bláa Lónið var í uppáhaldi hjá mér,“ ritar blaðakonan. Hún bendir á Bláa Lónið fái meiri en 700 þúsund gesti á hverju ári. Hún átti von því að lónið yrði stútfullt af fólki, eða ekki eins blátt og það lítur út fyrir að vera á myndum. „Það kom mér skemmtilega á óvart að ekkert af þessu átti við rök að styðjast.“ Hátt matvöruverð Talia er búsett í New York borg og segist þekkja það vel að þurfa að greiða töluvert fyrir máltíðir. Það kom henni þó á óvart hvað matarkostnaðurinn í Íslandsferðinni var fljótur að safnast upp. Hún dvaldi á Íslandi í fimm daga og eyddi rúmlega 29 þúsund krónum í mat, eða tæplega 5.800 krónum á dag. Hún nefnir sem dæmi að í Bláa Lóninu hafi ristuð brauðsneið með avókadó kostað 2.690 krónur og ein jógúrtdós 499 krónur. Ávextir fyrir börn í matvörubúðum Talia fór í Krónuna á Íslandi og tók eftir því að þar voru gefins ávextir fyrir börn. Hún var afar hrifin af því framtaki. „Ég elskaði þetta fjölskylduvæna framtak fyrir upptekna foreldra sem eru að sinna erindagjörðum.“ Öðruvísi verðmerkingar Það tók Taliu dálítinn tíma að átta sig á því að verðmerkingar á Íslandi eru öðruvísi en vestanhafs. „Það ruglaði mig í rýminu þegar ég sá skilti í matvöruverslunum með verð eins og 1.999 krónur á kílóið - þar til ég uppgötvaði á því að það þýddi í raun 1,999 krónur,“ segir Talia. Íslendingar og reyndar fjölmargar Evrópuþjóðir noti punkt í staðinn fyrir kommu í merkingum sínum. Tillitssamari ökumenn Talia leigði bílaleigubíl á meðan hún var á Íslandi og það kom henni á óvart þegar henni var tjáð á bílaleigunni að flestir bílarnir væru beinskiptir. Þar sem hún hefur aldrei áður keyrt beinskiptan bíl þá þurfti að biðja sérstaklega um að fá sjálfskiptan bíl. Hún segist einnig vera óvön því að keyra á hringtorgum. Hún komst hins vegar fljótt að því að hringtorg eru út um allt á Íslandi. Hún lætur mun betur af íslenskum ökumönnum heldur en bandarískum. „Ökumenn á Íslandi eru ekki nærri því eins árásargjarnir og óþolinmóðir og ég held að ég hafi ekki heyrt einn einasta ökumann hanga á flautunni.“ Vegirnir víðar ómalbikaðir Talia komst að því í Íslandferðinni að stór hluti vega á Íslandi er ekki malbikaður. „Allar helstu götur og þjóðvegir eru malbikaðir, en ég komst að því að margir vegir sem liggja að ferðamannastöðum, eins og fossum og sveitahótelum, eru malarvegir.“ Ráðherrann kvartaði ekki yfir útsýninu á Dynjandisheiði en vegirnir þar eru ekki jafn indælir þótt nýheflaðir séu. Þessi mynd er tekin af veginum þar. Bjart allan sólarhringinn Talia segist hafa átt bágt með að trúa því hversu bjartar íslensku sumarnæturnar eru. „Þrátt fyrir myrkvunargluggatjöldin á hótelherbergjunum þá kom það mér á óvart hvað það var bjart þegar ég lagðist til svefns.“ Sláandi líkindi með íslenska og bandaríska Costco Talia segir verslun Costco á Íslandi vera nánast alveg eins og í heimalandi hennar. Þegar hún gekk inn í vöruhúsið í Garðabæ fannst henni eins og hún væri komin aftur til New York. „Uppsetningin var nákvæmlega eins. Það eina sem gaf til kynna að ég væri á Íslandi voru íslensku skiltin sem voru á mismunandi stöðum í versluninni. Það voru nokkrar vörur þarna sem eru séríslenskar, eins og íslenskt smjör, pylsur, gos og harðfiskur. Ég tók líka eftir óvenju mörgum breskum vörum.“ Lítið um tré Að lokum nefnir Talia landslagið á Íslandi. Hún segist hafa séð mörg falleg fjöll og fossa en það hafi komið henni á óvart hvað það voru fá tré. Í raun hafi hún einungis séð einn skóg, en það var þegar hún gisti á svokölluðu búbbluhóteli á Suðurlandi. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
Í grein sem birtist nýlega á vef Insider lýsir Talia upplifun sinni af landi og þjóð og tekur saman lista yfir þau níu atriði sem komu henni hvað mest á óvart við Ísland. Bláa Lónið Talia segir vini síni sem nýlega höfðu ferðast til Íslands, hafa mælt með ferð í Bláa Lónið. Hún átti von á því að Bláa Lónið væri túristagildra og hún hélt að hún ætti eftir að verða fyrir vonbrigðum. Annað kom þó á daginn. Hún tekur fram að þrátt fyrir langar raðir við barinn og andlitsmaskastöðvarnar í lóninu þá hafi hún ekki fundið fyrir plássleysi. „Ég heimsótti tvö önnur lón í Íslandsferðinni en Bláa Lónið var í uppáhaldi hjá mér,“ ritar blaðakonan. Hún bendir á Bláa Lónið fái meiri en 700 þúsund gesti á hverju ári. Hún átti von því að lónið yrði stútfullt af fólki, eða ekki eins blátt og það lítur út fyrir að vera á myndum. „Það kom mér skemmtilega á óvart að ekkert af þessu átti við rök að styðjast.“ Hátt matvöruverð Talia er búsett í New York borg og segist þekkja það vel að þurfa að greiða töluvert fyrir máltíðir. Það kom henni þó á óvart hvað matarkostnaðurinn í Íslandsferðinni var fljótur að safnast upp. Hún dvaldi á Íslandi í fimm daga og eyddi rúmlega 29 þúsund krónum í mat, eða tæplega 5.800 krónum á dag. Hún nefnir sem dæmi að í Bláa Lóninu hafi ristuð brauðsneið með avókadó kostað 2.690 krónur og ein jógúrtdós 499 krónur. Ávextir fyrir börn í matvörubúðum Talia fór í Krónuna á Íslandi og tók eftir því að þar voru gefins ávextir fyrir börn. Hún var afar hrifin af því framtaki. „Ég elskaði þetta fjölskylduvæna framtak fyrir upptekna foreldra sem eru að sinna erindagjörðum.“ Öðruvísi verðmerkingar Það tók Taliu dálítinn tíma að átta sig á því að verðmerkingar á Íslandi eru öðruvísi en vestanhafs. „Það ruglaði mig í rýminu þegar ég sá skilti í matvöruverslunum með verð eins og 1.999 krónur á kílóið - þar til ég uppgötvaði á því að það þýddi í raun 1,999 krónur,“ segir Talia. Íslendingar og reyndar fjölmargar Evrópuþjóðir noti punkt í staðinn fyrir kommu í merkingum sínum. Tillitssamari ökumenn Talia leigði bílaleigubíl á meðan hún var á Íslandi og það kom henni á óvart þegar henni var tjáð á bílaleigunni að flestir bílarnir væru beinskiptir. Þar sem hún hefur aldrei áður keyrt beinskiptan bíl þá þurfti að biðja sérstaklega um að fá sjálfskiptan bíl. Hún segist einnig vera óvön því að keyra á hringtorgum. Hún komst hins vegar fljótt að því að hringtorg eru út um allt á Íslandi. Hún lætur mun betur af íslenskum ökumönnum heldur en bandarískum. „Ökumenn á Íslandi eru ekki nærri því eins árásargjarnir og óþolinmóðir og ég held að ég hafi ekki heyrt einn einasta ökumann hanga á flautunni.“ Vegirnir víðar ómalbikaðir Talia komst að því í Íslandferðinni að stór hluti vega á Íslandi er ekki malbikaður. „Allar helstu götur og þjóðvegir eru malbikaðir, en ég komst að því að margir vegir sem liggja að ferðamannastöðum, eins og fossum og sveitahótelum, eru malarvegir.“ Ráðherrann kvartaði ekki yfir útsýninu á Dynjandisheiði en vegirnir þar eru ekki jafn indælir þótt nýheflaðir séu. Þessi mynd er tekin af veginum þar. Bjart allan sólarhringinn Talia segist hafa átt bágt með að trúa því hversu bjartar íslensku sumarnæturnar eru. „Þrátt fyrir myrkvunargluggatjöldin á hótelherbergjunum þá kom það mér á óvart hvað það var bjart þegar ég lagðist til svefns.“ Sláandi líkindi með íslenska og bandaríska Costco Talia segir verslun Costco á Íslandi vera nánast alveg eins og í heimalandi hennar. Þegar hún gekk inn í vöruhúsið í Garðabæ fannst henni eins og hún væri komin aftur til New York. „Uppsetningin var nákvæmlega eins. Það eina sem gaf til kynna að ég væri á Íslandi voru íslensku skiltin sem voru á mismunandi stöðum í versluninni. Það voru nokkrar vörur þarna sem eru séríslenskar, eins og íslenskt smjör, pylsur, gos og harðfiskur. Ég tók líka eftir óvenju mörgum breskum vörum.“ Lítið um tré Að lokum nefnir Talia landslagið á Íslandi. Hún segist hafa séð mörg falleg fjöll og fossa en það hafi komið henni á óvart hvað það voru fá tré. Í raun hafi hún einungis séð einn skóg, en það var þegar hún gisti á svokölluðu búbbluhóteli á Suðurlandi.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira