Skrítnar verðmerkingar, ómalbikaðir vegir og gefins ávextir fyrir börn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. júlí 2023 09:01 Blaðakonan Talia segir í greininni að Ísland hafi lengi verið efst á lista hennar yfir draumaáfangastaðina en það var margt sem átti eftir að koma henni á óvart í ferðinni. Vísir/Vilhelm Bandaríska blaðakonan Talia Lakritz fór í fimm daga ferðalag til Íslands í júní síðastliðnum en þetta var í fyrsta sinn sem hún kom hingað til lands. Í grein sem birtist nýlega á vef Insider lýsir Talia upplifun sinni af landi og þjóð og tekur saman lista yfir þau níu atriði sem komu henni hvað mest á óvart við Ísland. Bláa Lónið Talia segir vini síni sem nýlega höfðu ferðast til Íslands, hafa mælt með ferð í Bláa Lónið. Hún átti von á því að Bláa Lónið væri túristagildra og hún hélt að hún ætti eftir að verða fyrir vonbrigðum. Annað kom þó á daginn. Hún tekur fram að þrátt fyrir langar raðir við barinn og andlitsmaskastöðvarnar í lóninu þá hafi hún ekki fundið fyrir plássleysi. „Ég heimsótti tvö önnur lón í Íslandsferðinni en Bláa Lónið var í uppáhaldi hjá mér,“ ritar blaðakonan. Hún bendir á Bláa Lónið fái meiri en 700 þúsund gesti á hverju ári. Hún átti von því að lónið yrði stútfullt af fólki, eða ekki eins blátt og það lítur út fyrir að vera á myndum. „Það kom mér skemmtilega á óvart að ekkert af þessu átti við rök að styðjast.“ Hátt matvöruverð Talia er búsett í New York borg og segist þekkja það vel að þurfa að greiða töluvert fyrir máltíðir. Það kom henni þó á óvart hvað matarkostnaðurinn í Íslandsferðinni var fljótur að safnast upp. Hún dvaldi á Íslandi í fimm daga og eyddi rúmlega 29 þúsund krónum í mat, eða tæplega 5.800 krónum á dag. Hún nefnir sem dæmi að í Bláa Lóninu hafi ristuð brauðsneið með avókadó kostað 2.690 krónur og ein jógúrtdós 499 krónur. Ávextir fyrir börn í matvörubúðum Talia fór í Krónuna á Íslandi og tók eftir því að þar voru gefins ávextir fyrir börn. Hún var afar hrifin af því framtaki. „Ég elskaði þetta fjölskylduvæna framtak fyrir upptekna foreldra sem eru að sinna erindagjörðum.“ Öðruvísi verðmerkingar Það tók Taliu dálítinn tíma að átta sig á því að verðmerkingar á Íslandi eru öðruvísi en vestanhafs. „Það ruglaði mig í rýminu þegar ég sá skilti í matvöruverslunum með verð eins og 1.999 krónur á kílóið - þar til ég uppgötvaði á því að það þýddi í raun 1,999 krónur,“ segir Talia. Íslendingar og reyndar fjölmargar Evrópuþjóðir noti punkt í staðinn fyrir kommu í merkingum sínum. Tillitssamari ökumenn Talia leigði bílaleigubíl á meðan hún var á Íslandi og það kom henni á óvart þegar henni var tjáð á bílaleigunni að flestir bílarnir væru beinskiptir. Þar sem hún hefur aldrei áður keyrt beinskiptan bíl þá þurfti að biðja sérstaklega um að fá sjálfskiptan bíl. Hún segist einnig vera óvön því að keyra á hringtorgum. Hún komst hins vegar fljótt að því að hringtorg eru út um allt á Íslandi. Hún lætur mun betur af íslenskum ökumönnum heldur en bandarískum. „Ökumenn á Íslandi eru ekki nærri því eins árásargjarnir og óþolinmóðir og ég held að ég hafi ekki heyrt einn einasta ökumann hanga á flautunni.“ Vegirnir víðar ómalbikaðir Talia komst að því í Íslandferðinni að stór hluti vega á Íslandi er ekki malbikaður. „Allar helstu götur og þjóðvegir eru malbikaðir, en ég komst að því að margir vegir sem liggja að ferðamannastöðum, eins og fossum og sveitahótelum, eru malarvegir.“ Ráðherrann kvartaði ekki yfir útsýninu á Dynjandisheiði en vegirnir þar eru ekki jafn indælir þótt nýheflaðir séu. Þessi mynd er tekin af veginum þar. Bjart allan sólarhringinn Talia segist hafa átt bágt með að trúa því hversu bjartar íslensku sumarnæturnar eru. „Þrátt fyrir myrkvunargluggatjöldin á hótelherbergjunum þá kom það mér á óvart hvað það var bjart þegar ég lagðist til svefns.“ Sláandi líkindi með íslenska og bandaríska Costco Talia segir verslun Costco á Íslandi vera nánast alveg eins og í heimalandi hennar. Þegar hún gekk inn í vöruhúsið í Garðabæ fannst henni eins og hún væri komin aftur til New York. „Uppsetningin var nákvæmlega eins. Það eina sem gaf til kynna að ég væri á Íslandi voru íslensku skiltin sem voru á mismunandi stöðum í versluninni. Það voru nokkrar vörur þarna sem eru séríslenskar, eins og íslenskt smjör, pylsur, gos og harðfiskur. Ég tók líka eftir óvenju mörgum breskum vörum.“ Lítið um tré Að lokum nefnir Talia landslagið á Íslandi. Hún segist hafa séð mörg falleg fjöll og fossa en það hafi komið henni á óvart hvað það voru fá tré. Í raun hafi hún einungis séð einn skóg, en það var þegar hún gisti á svokölluðu búbbluhóteli á Suðurlandi. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Í grein sem birtist nýlega á vef Insider lýsir Talia upplifun sinni af landi og þjóð og tekur saman lista yfir þau níu atriði sem komu henni hvað mest á óvart við Ísland. Bláa Lónið Talia segir vini síni sem nýlega höfðu ferðast til Íslands, hafa mælt með ferð í Bláa Lónið. Hún átti von á því að Bláa Lónið væri túristagildra og hún hélt að hún ætti eftir að verða fyrir vonbrigðum. Annað kom þó á daginn. Hún tekur fram að þrátt fyrir langar raðir við barinn og andlitsmaskastöðvarnar í lóninu þá hafi hún ekki fundið fyrir plássleysi. „Ég heimsótti tvö önnur lón í Íslandsferðinni en Bláa Lónið var í uppáhaldi hjá mér,“ ritar blaðakonan. Hún bendir á Bláa Lónið fái meiri en 700 þúsund gesti á hverju ári. Hún átti von því að lónið yrði stútfullt af fólki, eða ekki eins blátt og það lítur út fyrir að vera á myndum. „Það kom mér skemmtilega á óvart að ekkert af þessu átti við rök að styðjast.“ Hátt matvöruverð Talia er búsett í New York borg og segist þekkja það vel að þurfa að greiða töluvert fyrir máltíðir. Það kom henni þó á óvart hvað matarkostnaðurinn í Íslandsferðinni var fljótur að safnast upp. Hún dvaldi á Íslandi í fimm daga og eyddi rúmlega 29 þúsund krónum í mat, eða tæplega 5.800 krónum á dag. Hún nefnir sem dæmi að í Bláa Lóninu hafi ristuð brauðsneið með avókadó kostað 2.690 krónur og ein jógúrtdós 499 krónur. Ávextir fyrir börn í matvörubúðum Talia fór í Krónuna á Íslandi og tók eftir því að þar voru gefins ávextir fyrir börn. Hún var afar hrifin af því framtaki. „Ég elskaði þetta fjölskylduvæna framtak fyrir upptekna foreldra sem eru að sinna erindagjörðum.“ Öðruvísi verðmerkingar Það tók Taliu dálítinn tíma að átta sig á því að verðmerkingar á Íslandi eru öðruvísi en vestanhafs. „Það ruglaði mig í rýminu þegar ég sá skilti í matvöruverslunum með verð eins og 1.999 krónur á kílóið - þar til ég uppgötvaði á því að það þýddi í raun 1,999 krónur,“ segir Talia. Íslendingar og reyndar fjölmargar Evrópuþjóðir noti punkt í staðinn fyrir kommu í merkingum sínum. Tillitssamari ökumenn Talia leigði bílaleigubíl á meðan hún var á Íslandi og það kom henni á óvart þegar henni var tjáð á bílaleigunni að flestir bílarnir væru beinskiptir. Þar sem hún hefur aldrei áður keyrt beinskiptan bíl þá þurfti að biðja sérstaklega um að fá sjálfskiptan bíl. Hún segist einnig vera óvön því að keyra á hringtorgum. Hún komst hins vegar fljótt að því að hringtorg eru út um allt á Íslandi. Hún lætur mun betur af íslenskum ökumönnum heldur en bandarískum. „Ökumenn á Íslandi eru ekki nærri því eins árásargjarnir og óþolinmóðir og ég held að ég hafi ekki heyrt einn einasta ökumann hanga á flautunni.“ Vegirnir víðar ómalbikaðir Talia komst að því í Íslandferðinni að stór hluti vega á Íslandi er ekki malbikaður. „Allar helstu götur og þjóðvegir eru malbikaðir, en ég komst að því að margir vegir sem liggja að ferðamannastöðum, eins og fossum og sveitahótelum, eru malarvegir.“ Ráðherrann kvartaði ekki yfir útsýninu á Dynjandisheiði en vegirnir þar eru ekki jafn indælir þótt nýheflaðir séu. Þessi mynd er tekin af veginum þar. Bjart allan sólarhringinn Talia segist hafa átt bágt með að trúa því hversu bjartar íslensku sumarnæturnar eru. „Þrátt fyrir myrkvunargluggatjöldin á hótelherbergjunum þá kom það mér á óvart hvað það var bjart þegar ég lagðist til svefns.“ Sláandi líkindi með íslenska og bandaríska Costco Talia segir verslun Costco á Íslandi vera nánast alveg eins og í heimalandi hennar. Þegar hún gekk inn í vöruhúsið í Garðabæ fannst henni eins og hún væri komin aftur til New York. „Uppsetningin var nákvæmlega eins. Það eina sem gaf til kynna að ég væri á Íslandi voru íslensku skiltin sem voru á mismunandi stöðum í versluninni. Það voru nokkrar vörur þarna sem eru séríslenskar, eins og íslenskt smjör, pylsur, gos og harðfiskur. Ég tók líka eftir óvenju mörgum breskum vörum.“ Lítið um tré Að lokum nefnir Talia landslagið á Íslandi. Hún segist hafa séð mörg falleg fjöll og fossa en það hafi komið henni á óvart hvað það voru fá tré. Í raun hafi hún einungis séð einn skóg, en það var þegar hún gisti á svokölluðu búbbluhóteli á Suðurlandi.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira