Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfur á landinu í dag á vef Veðurstofunnar.
Þá léttir til á Suðurlandi, Vesturlandi og jafnvel í innsveitum á Norðvesturlandi í nótt og verður bjartviðri þar á morgun. Fremur svalt á Austurlandi og á annesjum norðanlands, um fimm til tíu stig, en allt að átján stiga hiti suðvestanlands.
Á fimmtudag og föstudag verði ákveðnar austan- og norðaustanáttir en það lægi um helgina. Skýjað með köflum og úrkomulítið og áfram milt veður.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Austan- og norðaustan 5-15 m/s, hvassast syðst. Skýjað með köflum, en lítils háttar væta á Norður- og Austurlandi. Hiti tíu til nítján stig, hlýjast sunnan- og vestanlands.
Á föstudag: Norðaustlæg átt, 3-10 m/s. Skýjað en úrkomulítið norðan- og austanlands en annars skýjað með köflum. Hiti átta til tuttugu stig, hlýjast sunnan- og vestanlands. Svalt á Vestfjörðum.
Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag: Hæg, breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti tíu til sautján stig að deginum.