Hjólar í eigin aðdáendur Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2023 11:48 Doja Cat virðist ekki vera ýkja hrifin af sínum eigin aðdáendum. EPA/JUSTIN LANE Tónlistarkonan Doja Cat hefur vakið töluverða athygli fyrir ummæli um aðdáendur sína sem hún lét falla á samfélagsmiðlum. Hún virðist ekki vera mjög hrifin af sínum hörðustu aðdáendum og segir þeim að hætta í símanum og byrja að vinna. Ástæðuna fyrir pirringi Doja Cat má rekja til þess að aðdáendur hennar kalla sig kettlinga eða „kittenz“ eins og það er skrifað á ensku. Tónlistarkonan hraunar yfir þetta í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Threads, nýjum miðli Meta sem virkar á svipaðan hátt og Twitter. Í færslunni segir hún að ef aðdáendur sínir kalla sig þetta þá þýði það að þeir „þurfi að hætta í símanum og fá sér vinnu og hjálpa foreldrum sínum með heimilishaldið.“ Aðdáendur Doja Cat hafa þó bent henni á að hún sjálf hafi kallað aðdáendur sína „kittenz“ árið 2019. Síðan þá hefur Doja Cat eytt Threads aðgangi sínum. Ummælin virðast þó hafa haft áhrif á fylgjendafjölda hennar á Instagram en samkvæmt Daily Mail hefur hún misst um 250 þúsund fylgjendur síðan ummælin féllu. Sagði aðdáanda að endurhugsa líf sitt Þegar aðdáandi hennar spurði hvað þau eigi að kalla sig í staðinn var Doja Cat ekki með nein önnur nöfn í huga. Hún hvatti hins vegar aðdáandann til að eyða samfélagsmiðlasíðunni sinni, sem tileinkuð er Doja Cat, og endurhugsa líf sitt. „Það er aldrei of seint,“ sagði hún. Samkvæmt Los Angeles Times virðist vera sem fjöldi af samfélagsmiðlasíðum sem tileinkaðar voru Doja Cat hafi verið lokað í kjölfar þessara ummæla. Þá spurði einn aðdáandi Doja Cat hvort hún elskaði ekki aðdáendur sína. Því svaraði hún neitandi: „Ég geri það ekki því ég þekki ykkur ekki einu sinni.“ Einnig gagnrýndi hún aðdáendur sína fyrir að nota skírnarnafn sitt, það sé virkilega óhugnarlegt að hennar mati. Hollywood Tónlist Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Ástæðuna fyrir pirringi Doja Cat má rekja til þess að aðdáendur hennar kalla sig kettlinga eða „kittenz“ eins og það er skrifað á ensku. Tónlistarkonan hraunar yfir þetta í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Threads, nýjum miðli Meta sem virkar á svipaðan hátt og Twitter. Í færslunni segir hún að ef aðdáendur sínir kalla sig þetta þá þýði það að þeir „þurfi að hætta í símanum og fá sér vinnu og hjálpa foreldrum sínum með heimilishaldið.“ Aðdáendur Doja Cat hafa þó bent henni á að hún sjálf hafi kallað aðdáendur sína „kittenz“ árið 2019. Síðan þá hefur Doja Cat eytt Threads aðgangi sínum. Ummælin virðast þó hafa haft áhrif á fylgjendafjölda hennar á Instagram en samkvæmt Daily Mail hefur hún misst um 250 þúsund fylgjendur síðan ummælin féllu. Sagði aðdáanda að endurhugsa líf sitt Þegar aðdáandi hennar spurði hvað þau eigi að kalla sig í staðinn var Doja Cat ekki með nein önnur nöfn í huga. Hún hvatti hins vegar aðdáandann til að eyða samfélagsmiðlasíðunni sinni, sem tileinkuð er Doja Cat, og endurhugsa líf sitt. „Það er aldrei of seint,“ sagði hún. Samkvæmt Los Angeles Times virðist vera sem fjöldi af samfélagsmiðlasíðum sem tileinkaðar voru Doja Cat hafi verið lokað í kjölfar þessara ummæla. Þá spurði einn aðdáandi Doja Cat hvort hún elskaði ekki aðdáendur sína. Því svaraði hún neitandi: „Ég geri það ekki því ég þekki ykkur ekki einu sinni.“ Einnig gagnrýndi hún aðdáendur sína fyrir að nota skírnarnafn sitt, það sé virkilega óhugnarlegt að hennar mati.
Hollywood Tónlist Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira