Frumsýning á Vísi: GKR og Nossan sleppa neikvæðninni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júlí 2023 11:30 GKR segist hafa verið aðdáandi norska rapparans áður en um er að ræða þeirra fyrsta samstarfsverkefni. Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við lag sitt AHA AHA en í þetta skiptið er norski rapparinn Nossan með í för. Myndbandið er frumsýnt á Vísi og má horfa á hér að neðan. GKR hefur undanfarin ár búið í Bergen í Noregi og þar reglulega komið fram á tónlistarviðburðum. AHA AHA er hans fyrsta lag með norskum tónlistarmanni en lagið er bæði á íslensku og norsku. Klippa: GKR X Nossan - AHA AHA Þekkti Nossan ekkert þegar textinn var saminn „Maður getur ekki komist áfram í lífinu ef maður dvelur í neikvæðninni. Það er algjör uppgötvun fyrir mann eins og mig. Þó ég trúi að ég sé ákveðið magn af ljósi, þá hef ég stundum dvalið í neikvæðninni og þetta lag er um það að sleppa tökum af þeirri hugsun,“ segir GKR í samtali við Vísi. Óhætt er að fullyrða að um alþjóðlegt samstarf sé að ræða en GKR hóf að vinna að laginu þegar hann var staddur í Los Angeles í Bandaríkjunum í október í fyrra. Lagið er framleitt og mixað af Starra en Oculus sér um hljóðvinnslu. Óhætt er að fullyrða að þeir félagar fari ótroðnar slóðir í myndbandinu við lagið. „Ég hafði aldrei hitt rapparann áður en við erum algjörir félagar í dag. Ég heyrði í strák sem heitir Felix, en hann leikstýrir, klippir og gerir myndbandið. Nossan er félagi hans. Ég sagðist vera mikið til í að vinna með norskum rappara í laginu og það næsta sem ég veit er að hann segir mér að Nossan sé búinn að taka upp vers fyrir lagið.“ GKR segist hafa verið mikill aðdáandi norska rapparans áður og því himinlifandi með samstarfið. Nossan sé hluti af vinahópi ungra listamanna í Osló sem GKR hafi kynnst vel við framleiðsluna á myndbandinu. Rappararnir kynntust vel við tökur á myndbandinu. Allt til alls á skíðasvæði Myndbandið var tekið upp á skíðasvæðinu Kvitfjell í Noregi. GKR segir að á tímabili hafi ekki einu sinni verið ákveðið að taka upp myndband við lagið, það hafi verið gert með litlum fyrirvara. „Þetta svæði er í um þriggja tíma akstursfjarlægð frá Osló. Við ætluðum ekki einu sinni að gera myndband. Við enduðum einhvern veginn á því að kýla bara á þetta. Þarna var allt til alls, skíðalyfta sem við sáum fyrir tilviljun við tökur og risastórt opið svæði í bakgrunni.“ Rappararnir ákváðu á síðustu stundu að gera tónlistarmyndband við lagið. Rapparinn segist hafa nóg fyrir stafni en hann mun koma fram á Airwaves tónlistarhátíðinni í Reykjavík sem haldin er í nóvember. „Ég er að fara að spila á Airwaves í nóvember og mun setja mikið í það gigg og vill búa til alvöru stemningu. Ég hlakka mikið til að deila því sem ég hef verið að vinna í.“ Tónlist Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
GKR hefur undanfarin ár búið í Bergen í Noregi og þar reglulega komið fram á tónlistarviðburðum. AHA AHA er hans fyrsta lag með norskum tónlistarmanni en lagið er bæði á íslensku og norsku. Klippa: GKR X Nossan - AHA AHA Þekkti Nossan ekkert þegar textinn var saminn „Maður getur ekki komist áfram í lífinu ef maður dvelur í neikvæðninni. Það er algjör uppgötvun fyrir mann eins og mig. Þó ég trúi að ég sé ákveðið magn af ljósi, þá hef ég stundum dvalið í neikvæðninni og þetta lag er um það að sleppa tökum af þeirri hugsun,“ segir GKR í samtali við Vísi. Óhætt er að fullyrða að um alþjóðlegt samstarf sé að ræða en GKR hóf að vinna að laginu þegar hann var staddur í Los Angeles í Bandaríkjunum í október í fyrra. Lagið er framleitt og mixað af Starra en Oculus sér um hljóðvinnslu. Óhætt er að fullyrða að þeir félagar fari ótroðnar slóðir í myndbandinu við lagið. „Ég hafði aldrei hitt rapparann áður en við erum algjörir félagar í dag. Ég heyrði í strák sem heitir Felix, en hann leikstýrir, klippir og gerir myndbandið. Nossan er félagi hans. Ég sagðist vera mikið til í að vinna með norskum rappara í laginu og það næsta sem ég veit er að hann segir mér að Nossan sé búinn að taka upp vers fyrir lagið.“ GKR segist hafa verið mikill aðdáandi norska rapparans áður og því himinlifandi með samstarfið. Nossan sé hluti af vinahópi ungra listamanna í Osló sem GKR hafi kynnst vel við framleiðsluna á myndbandinu. Rappararnir kynntust vel við tökur á myndbandinu. Allt til alls á skíðasvæði Myndbandið var tekið upp á skíðasvæðinu Kvitfjell í Noregi. GKR segir að á tímabili hafi ekki einu sinni verið ákveðið að taka upp myndband við lagið, það hafi verið gert með litlum fyrirvara. „Þetta svæði er í um þriggja tíma akstursfjarlægð frá Osló. Við ætluðum ekki einu sinni að gera myndband. Við enduðum einhvern veginn á því að kýla bara á þetta. Þarna var allt til alls, skíðalyfta sem við sáum fyrir tilviljun við tökur og risastórt opið svæði í bakgrunni.“ Rappararnir ákváðu á síðustu stundu að gera tónlistarmyndband við lagið. Rapparinn segist hafa nóg fyrir stafni en hann mun koma fram á Airwaves tónlistarhátíðinni í Reykjavík sem haldin er í nóvember. „Ég er að fara að spila á Airwaves í nóvember og mun setja mikið í það gigg og vill búa til alvöru stemningu. Ég hlakka mikið til að deila því sem ég hef verið að vinna í.“
Tónlist Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira