Gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir KA í kvöld: „Gefur okkur gæði og ró fram á við“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júlí 2023 08:00 Joan Simun Edmundsson í leik með Arminia Bielefeld í næst efstu deild Þýskalands á sínum tíma Vísir/Getty Færeyski landsliðsmaðurinn Jóan Simun Edmundsson verður í leikmannahópi KA sem tekur á móti írska liðinu Dundalk í Sambandsdeild Evrópu í kvöld og gæti því spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið. KA tilkynnti um komu Edmundsson, á þriðjudaginn síðastliðinn. Leikmaðurinn er uppalinn hjá B68 Tóftum í Færeyjum en gekk í raðir Newcastle United 2010. Hann lék þó aldrei með aðalliði félagsins. Edmundsson hefur einnig leikið með Gateshead á Englandi, Viking í Noregi, Fredericia, AB, Vejle og OB í Danmörku, B68 Tóftum og HB í heimalandinu, Arminia Bielefeld í Þýskalandi og Beveren í Belgíu. Þá hefur Edmundsson leikið 79 leiki fyrir færeyska landsliðið og skorað átta mörk. Bjóðum Jóan Símun Edmundsson hjartanlega velkominn í KA! #LifiFyrirKA https://t.co/j52J5Kfzj0 pic.twitter.com/TzbolEHxo3— KA (@KAakureyri) July 25, 2023 Færeyingurinn knái kom til landsins í gær og tók þátt í sinni fyrstu æfingu með KA seinni partinn. „Síðasti leikurinn hans var með landsliði Færeyja gegn Albaníu í undankeppni EM þann 20. júní. Hann hefur verið að æfa sjálfur yfir þennan tíma og er kannski ekki í sinni bestu leikæfingu þessa stundina. Við munum því koma honum rólega inn í þetta en hann er í leikmannahópi liðsins í kvöld.“ Hallgrímur þekkir vel til Edmundssons en þeir léku saman hjá OB í Danmörku og alveg ljóst í augum þjálfarans hvað Færeyingurinn kemur með að borðinu. „Hann gefur okkur mikið fram á við þar sem að hann getur spilað allar stöður þar. Hann býr yfir miklum hraða, er sterkur og er búinn að spila á mun hærra leveli á sínum ferli heldur en á Íslandi. Hann gefur okkur því einnig gæði og ró fram á við. Þá býr hann yfir afar góðum vinstri fót, er leikinn og er bæði með gott auga fyrir spili og getur skorað mörk þar að auki.“ KA Færeyjar Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
KA tilkynnti um komu Edmundsson, á þriðjudaginn síðastliðinn. Leikmaðurinn er uppalinn hjá B68 Tóftum í Færeyjum en gekk í raðir Newcastle United 2010. Hann lék þó aldrei með aðalliði félagsins. Edmundsson hefur einnig leikið með Gateshead á Englandi, Viking í Noregi, Fredericia, AB, Vejle og OB í Danmörku, B68 Tóftum og HB í heimalandinu, Arminia Bielefeld í Þýskalandi og Beveren í Belgíu. Þá hefur Edmundsson leikið 79 leiki fyrir færeyska landsliðið og skorað átta mörk. Bjóðum Jóan Símun Edmundsson hjartanlega velkominn í KA! #LifiFyrirKA https://t.co/j52J5Kfzj0 pic.twitter.com/TzbolEHxo3— KA (@KAakureyri) July 25, 2023 Færeyingurinn knái kom til landsins í gær og tók þátt í sinni fyrstu æfingu með KA seinni partinn. „Síðasti leikurinn hans var með landsliði Færeyja gegn Albaníu í undankeppni EM þann 20. júní. Hann hefur verið að æfa sjálfur yfir þennan tíma og er kannski ekki í sinni bestu leikæfingu þessa stundina. Við munum því koma honum rólega inn í þetta en hann er í leikmannahópi liðsins í kvöld.“ Hallgrímur þekkir vel til Edmundssons en þeir léku saman hjá OB í Danmörku og alveg ljóst í augum þjálfarans hvað Færeyingurinn kemur með að borðinu. „Hann gefur okkur mikið fram á við þar sem að hann getur spilað allar stöður þar. Hann býr yfir miklum hraða, er sterkur og er búinn að spila á mun hærra leveli á sínum ferli heldur en á Íslandi. Hann gefur okkur því einnig gæði og ró fram á við. Þá býr hann yfir afar góðum vinstri fót, er leikinn og er bæði með gott auga fyrir spili og getur skorað mörk þar að auki.“
KA Færeyjar Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira