Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2023 21:48 Dýraverndarsamband Íslands segir blóðtöku úr hryssum dýraníð. Vísir/Vilhelm Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur. Heimildin greindi frá því fyrir tveimur vikum að Matvælastofnun hefði borist tilkynningar um að átta hryssur hefðu látist síðasta sumar þegar blóð var tekið úr þeim á vegum fyrirtækisins Ísteka. Ástæða þess sé talin reynsluleysi erlendra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Fer fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku Í yfirlýsingu á vef Dýraverndarsambands Íslands segir að sambandið fari fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum. „Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“ Þá segir að sambandinu hafi einnig borist ábending um að hryssa hafi óvart verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Viðkomandi dýralæknir hafi ekki brugðist við með því að að aflífa hryssuna eins og skal gera samkvæmt lögum um velferð dýra og reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Um sé að ræða alvarlegt dýraníð. Óreyndir dýralæknar verði að störfum Í yfirlýsingunni segir að í sumar verði óreyndir dýralæknar að sinna blóðtökum á hryssunum sem séu flestar ekkert eða lítið tamdar. Verði mistök sé mikil hætta á að það verði hryssu að aldurtila. Um sé að ræða mjög óvenjulegar og oft erfiðar aðstæður og mikil hætta geti skapast fyrir hryssurnar séu dýralæknarnir óreyndir. Dýraverndarsamband Íslands hafi lagst alfarið gegn blóðtöku úr fylfullum hryssum af dýravelferðarástæðum. „Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir í lok yfirlýsingar. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Heimildin greindi frá því fyrir tveimur vikum að Matvælastofnun hefði borist tilkynningar um að átta hryssur hefðu látist síðasta sumar þegar blóð var tekið úr þeim á vegum fyrirtækisins Ísteka. Ástæða þess sé talin reynsluleysi erlendra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Fer fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku Í yfirlýsingu á vef Dýraverndarsambands Íslands segir að sambandið fari fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum. „Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“ Þá segir að sambandinu hafi einnig borist ábending um að hryssa hafi óvart verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Viðkomandi dýralæknir hafi ekki brugðist við með því að að aflífa hryssuna eins og skal gera samkvæmt lögum um velferð dýra og reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Um sé að ræða alvarlegt dýraníð. Óreyndir dýralæknar verði að störfum Í yfirlýsingunni segir að í sumar verði óreyndir dýralæknar að sinna blóðtökum á hryssunum sem séu flestar ekkert eða lítið tamdar. Verði mistök sé mikil hætta á að það verði hryssu að aldurtila. Um sé að ræða mjög óvenjulegar og oft erfiðar aðstæður og mikil hætta geti skapast fyrir hryssurnar séu dýralæknarnir óreyndir. Dýraverndarsamband Íslands hafi lagst alfarið gegn blóðtöku úr fylfullum hryssum af dýravelferðarástæðum. „Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir í lok yfirlýsingar.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira