Frussuskemmtileg ræma um þekktasta dúkkumerki veraldar Íris Hauksdóttir skrifar 27. júlí 2023 10:47 Tómas Valgeirsson rýnir í Barbie. Kvikmyndarýnirinn, blaðamaðurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Tómas Valgeirsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Hann sér nær allar myndir sem rata á hvíta tjaldið og deilir skoðunum sínum með áhugasömum hlustendum og lesendum. Það var því ekki úr vegi að spyrja Tómas, hvernig honum hafi fundist heitasta myndin um þessar mundir en hann mætti eins og svo margir á frumsýningu Barbie nú fyrir skömmu. „Persónulega met ég góðar gamanmyndir út frá hlutfalli þeirra skipta þar sem ég skelli upp úr eða glotti. Flóknara er það varla, en eftir Barbie varð mér raunverulega illt í andlitinu. Ég hló eins og bavíani og er satt að segja hissa yfir hversu vel tókst til með að gera svona hnyttna, skarpa, hugmyndaríka, furðulega fallega og frussuskemmtilega ræmu um þekktasta dúkkumerki veraldar. Kvikmyndin Barbie nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. IMDB Þetta er ofar öllu frábær ádeila, yndislega existentialísk og feminísk saga þar sem handritið hræðist þess heldur ekki að skjóta föstum skotum á neysluhyggju og kynjamyndir raunheimsins. Þó er líka undirliggjandi þroskasaga um sjálfsuppgötvun. Listilega leikin og flippuð í þokkabót og má lengi telja upp hvern senuþjófinn á fætur öðrum. Barbie er absólút dásemd. Ég bjóst við góðri skemmtun, enda Greta Gerwig frábær leikstjóri og penni, en undir lokin var ég farinn að fella fáein tár og ekki bara yfir húmornunum. Þetta er grínlaust með ferskari og skemmtilegri Hollywood myndum sem hafa komið út á síðustu misserum. Mynd sem hefur aflið til að bæði sameina heilu kynslóðirnar og fæla frá hina óöruggustu karlpunga sem munu lengi vel misskilja boðskap sögunnar. Tómas segir þetta augnablikið þegar Barbie myndin breyttist frá því að vera kvikmynd yfir í að verða listaverk.aðsend Textaþýðandi myndarinnar á einnig alla virðingu skilið fyrir glæsilega þýðingu á vissum lögum og ekki síður frasann 'að flóa sér.'“ Áhugasamir geta hlustað meira á Tómas hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Sjá meira
Það var því ekki úr vegi að spyrja Tómas, hvernig honum hafi fundist heitasta myndin um þessar mundir en hann mætti eins og svo margir á frumsýningu Barbie nú fyrir skömmu. „Persónulega met ég góðar gamanmyndir út frá hlutfalli þeirra skipta þar sem ég skelli upp úr eða glotti. Flóknara er það varla, en eftir Barbie varð mér raunverulega illt í andlitinu. Ég hló eins og bavíani og er satt að segja hissa yfir hversu vel tókst til með að gera svona hnyttna, skarpa, hugmyndaríka, furðulega fallega og frussuskemmtilega ræmu um þekktasta dúkkumerki veraldar. Kvikmyndin Barbie nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. IMDB Þetta er ofar öllu frábær ádeila, yndislega existentialísk og feminísk saga þar sem handritið hræðist þess heldur ekki að skjóta föstum skotum á neysluhyggju og kynjamyndir raunheimsins. Þó er líka undirliggjandi þroskasaga um sjálfsuppgötvun. Listilega leikin og flippuð í þokkabót og má lengi telja upp hvern senuþjófinn á fætur öðrum. Barbie er absólút dásemd. Ég bjóst við góðri skemmtun, enda Greta Gerwig frábær leikstjóri og penni, en undir lokin var ég farinn að fella fáein tár og ekki bara yfir húmornunum. Þetta er grínlaust með ferskari og skemmtilegri Hollywood myndum sem hafa komið út á síðustu misserum. Mynd sem hefur aflið til að bæði sameina heilu kynslóðirnar og fæla frá hina óöruggustu karlpunga sem munu lengi vel misskilja boðskap sögunnar. Tómas segir þetta augnablikið þegar Barbie myndin breyttist frá því að vera kvikmynd yfir í að verða listaverk.aðsend Textaþýðandi myndarinnar á einnig alla virðingu skilið fyrir glæsilega þýðingu á vissum lögum og ekki síður frasann 'að flóa sér.'“ Áhugasamir geta hlustað meira á Tómas hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Sjá meira