Eftir tímabil hægagangs hjá Marel hefur komið kröftugur vöxtur
![Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, og Stacy Katz, fjármálastjóri fyrirtækisins.](https://www.visir.is/i/2A6EEB1D34A9E8DFF2AB8E93E558F926B1759C385BE5985328329623E8C60FE4_713x0.jpg)
Fjóra ársfjórðunga í röð hafa pantanir verið með minna móti (e. soft) hjá Marel. Það gerðist síðast árið 2009 að pantanir voru ekki ýkja miklar fjóra fjórðunga í röð. Í kjölfarið jukust pantanir um 21 prósent á tólf mánuðum. Pantanir voru dræmar þrjá fjórðunga í röð á árunum 2013-2014. Að þeim tíma liðnum jukust pantanir líka mikið á næstu tólf mánuðum, upplýsti forstjóri Marels á afkomufundi með fjárfestum.