Jan-Christian Dreesen og Marco Neppe eru væntanlegir til London þar sem þeir munu ræða við Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um möguleg kaup á Kane.
Bayern hefur mikinn áhuga á að fá enska landsliðsfyrirliðann en Tottenham hefur hafnað öllum tilboðum sem hafa borist í hann. Síðasta tilboð Bæjara hljóðaði upp á sjötíu milljónir punda.
Paris Saint-Germain hefur einnig áhuga á Kane en hann vill frekar fara til Bayern sem hefur orðið þýskur meistari undanfarin ellefu ár.
Bayern hefur verið í framherjaleit eftir að Robert Lewandowski var seldur til Barcelona í fyrra.