The Horror Of Dolores Roach: Súpa með öllu Heiðar Sumarliðason skrifar 5. ágúst 2023 09:31 Sitthvað kemur þeim Luiz og Dolores í opna skjöldu. Hlaðvörp og morð er hjónaband sem nýtur mikillar velgengni þessi misserin. Það hefur ekki farið fram hjá Hollywood og skömmu eftir frumsýningu Peacock-þátta með hlaðvarpstengingu, Based on a True Story, frumsýndi Prime Video The Horror of Dolores. Þar er hlaðvarpstengingin eingöngu til málamynda, en morðin þeim mun suddalegri. Tengingin er sú að The Horror of Dolores var upprunalega einnar konu sýning sem breytt var í hlaðvarp. Þáttaröðin hefst einmitt á því að aðalpersónan talar við leikkonu sem leikur hana í einnar konu sýningu sem byggð er á hlaðvarpi. Svo er farið aftur í tímann og hlaðvarpstengingin verður að engu. Sat af sér hvern einasta dag Dolores Roach er sleppt úr fangelsi eftir að hafa setið af sér hvern einasta dag dómsins, heil sextán ár. Hún heldur aftur í gamla hverfið sitt í New York sem hefur heldur betur breyst. Brúnum andlitum hefur fækkað og hvítum fjölgað svo um munar. Miðstéttarvæðingin orðin algjör. Dolores byrjar á því að leita að gamla kærastanum sínum, Dominic, sem ekki hefur heyrst frá síðan hún var handtekin fyrir fíkniefnasölu sem þau stóðu fyrir í sameiningu. Af honum finnst þó hvorki tangur né tetur. Allslaus og án dvalarstaðar arkar hún um götur gamla hverfisins. Henni til undrunar rekst hún á matsölustað frá því í gamla daga sem enn er opinn. Þar inni finnur hún Luiz, sem hefur nú tekið við staðnum af föður sínum, en hann var unglingur þegar Dolores var handtekin. Til allra heilla var hann bálskotinn í Dolores og hefur hrifningin lítið minnkað. Luiz þessi er stórfurðuleg týpa en býðst þó til að hýsa hana, sem Dolores neyðist til að samþykkja enda á hún ekki í önnur hús að venda. Það skiptast á skin og skúrir til byrja með hjá Dolores, en þegar henni dettur í hug að gerast nuddkona - eitthvað sem hún hafði stundað bak við lás og slá - fer boltinn að rúlla og dollararnir streyma inn. Fljótlega syrtir þó í álinn þegar leigusali Luiz hótar að henda honum á götuna. Til að róa mannskapinn býðst Dolores til að nudda leigusalann. Eitthvað misskilur hann boðið og telur hana bjóða upp á annars konar handverk en nudd. Við það bilast Dolores og endar á að myrða hann í köldu blóði. Rétt upp hendi sem kennsl á Cindy Lauper í hlutverki Ruthie? Fram að þessu atviki rennur The Horror of Dolores Roach nokkuð ljúflega niður en fatast hér flugið. Þetta er einungis vegna þess að morðið sjálft er ótrúverðugt. Þá á ég ekki við að eitthvað skorti við framkvæmd leikstjórans á því sem fyrir augu ber heldur er það handverk höfundanna sem stenst ekki kröfur. Líkt og þegar byggja á hús þurfa stoðirnar að vera styrkar, á höfundamáli kallast þetta að undirbyggja vendingar og atburði. Atvik þurfa að koma á óvart, en engu að síður vera trúverðug. Höfundum þáttanna tókst þó ekki að hafa stoðirnar nægilega sterkar í kringum þessa risastóru og mikilvægustu vendingu sögunnar. Ég hreinlega trúði því ekki að persónan væri fær um að framkvæma þennan verknað. Of viðkunnanleg Þegar ég hugsa til baka rifjast upp fyrir mér tilraunir höfundanna til að gera persónuna tæpa á tauginni, sem á greinilega að vera einhvers konar undirbygging fyrir morðið. Það er því miður ekki nóg og er gjörðin ótrúverðug vegna þess. Það hefði þurft meira til. Höfundunum er að einhverju leyti vorkunn þar sem þeim er gert að borða kökuna og geyma hana líka; þeim er gert að skapa viðkunnanlega aðalpersónu en breyta henni svo í morðingja eins og ekkert sé. Þetta eru íhlutir tveggja ólíkra sagna og dæmt til að mistakast. Ekki hjálpar val á aðalleikkonu til. Justina Machado er ótrúlega viðkunnanleg í hlutverki sínu en á stundum þvælist það fyrir. Kannski gengur þetta í Bandaríkjamenn, enda sú vestræna þjóð sem gengur einna best að myrða náungann, og kannski myrða þeir hann að minnsta tilefni, en hvað veit ég svo sem? Þetta gekk a.m.k. ekki frá mínum bæjardyrum séð, þar sem morð eru ekki daglegt brauð í mínu nærumhverfi. Fyrrnefnt morð er gott dæmi um það sem hrjáir þáttaröðina einna helst, hún er tónvillt. Líkt og einhverkonar súpa með öllu og verður því súpa af engu. Til að láta þetta ganga upp hefði The Horror of Dolores Roach þurft að vera fyndnari, en of mikið púður fer í ógeð og tilvistarkreppudrama. Það er ekki þar með sagt að allt sem fyrir augu ber sé alslæmt, heilt yfir er hægt að hafa sæmilega ánægju af, þó höfundarnir hefðu betur ákveðið hvað tón þeir ætluðu að slá. Kaley Cuoco og Chris Messina leika aðalhlutverkin í Based on a True Story. Það er óskandi að Stöð 2 eða Sjónvarp Símans taki hina „hlaðvarpsþættina“ Based on a True Story til sýningar, því þeir standa The Horror of Dolores Roach framar að öllu leyti. Þar er a.m.k. aktívt verið að vinna með hlaðvarpið, á meðan tengingin sem komið er á í upphafssenunnni hér, er að öllu leyti óþörf. Niðurstaða: The Horror of Dolores Roach byrjar ágætlega en fatast þó flugið þar sem „sjonru“ blandan virkar ekki sem skyldi. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tengingin er sú að The Horror of Dolores var upprunalega einnar konu sýning sem breytt var í hlaðvarp. Þáttaröðin hefst einmitt á því að aðalpersónan talar við leikkonu sem leikur hana í einnar konu sýningu sem byggð er á hlaðvarpi. Svo er farið aftur í tímann og hlaðvarpstengingin verður að engu. Sat af sér hvern einasta dag Dolores Roach er sleppt úr fangelsi eftir að hafa setið af sér hvern einasta dag dómsins, heil sextán ár. Hún heldur aftur í gamla hverfið sitt í New York sem hefur heldur betur breyst. Brúnum andlitum hefur fækkað og hvítum fjölgað svo um munar. Miðstéttarvæðingin orðin algjör. Dolores byrjar á því að leita að gamla kærastanum sínum, Dominic, sem ekki hefur heyrst frá síðan hún var handtekin fyrir fíkniefnasölu sem þau stóðu fyrir í sameiningu. Af honum finnst þó hvorki tangur né tetur. Allslaus og án dvalarstaðar arkar hún um götur gamla hverfisins. Henni til undrunar rekst hún á matsölustað frá því í gamla daga sem enn er opinn. Þar inni finnur hún Luiz, sem hefur nú tekið við staðnum af föður sínum, en hann var unglingur þegar Dolores var handtekin. Til allra heilla var hann bálskotinn í Dolores og hefur hrifningin lítið minnkað. Luiz þessi er stórfurðuleg týpa en býðst þó til að hýsa hana, sem Dolores neyðist til að samþykkja enda á hún ekki í önnur hús að venda. Það skiptast á skin og skúrir til byrja með hjá Dolores, en þegar henni dettur í hug að gerast nuddkona - eitthvað sem hún hafði stundað bak við lás og slá - fer boltinn að rúlla og dollararnir streyma inn. Fljótlega syrtir þó í álinn þegar leigusali Luiz hótar að henda honum á götuna. Til að róa mannskapinn býðst Dolores til að nudda leigusalann. Eitthvað misskilur hann boðið og telur hana bjóða upp á annars konar handverk en nudd. Við það bilast Dolores og endar á að myrða hann í köldu blóði. Rétt upp hendi sem kennsl á Cindy Lauper í hlutverki Ruthie? Fram að þessu atviki rennur The Horror of Dolores Roach nokkuð ljúflega niður en fatast hér flugið. Þetta er einungis vegna þess að morðið sjálft er ótrúverðugt. Þá á ég ekki við að eitthvað skorti við framkvæmd leikstjórans á því sem fyrir augu ber heldur er það handverk höfundanna sem stenst ekki kröfur. Líkt og þegar byggja á hús þurfa stoðirnar að vera styrkar, á höfundamáli kallast þetta að undirbyggja vendingar og atburði. Atvik þurfa að koma á óvart, en engu að síður vera trúverðug. Höfundum þáttanna tókst þó ekki að hafa stoðirnar nægilega sterkar í kringum þessa risastóru og mikilvægustu vendingu sögunnar. Ég hreinlega trúði því ekki að persónan væri fær um að framkvæma þennan verknað. Of viðkunnanleg Þegar ég hugsa til baka rifjast upp fyrir mér tilraunir höfundanna til að gera persónuna tæpa á tauginni, sem á greinilega að vera einhvers konar undirbygging fyrir morðið. Það er því miður ekki nóg og er gjörðin ótrúverðug vegna þess. Það hefði þurft meira til. Höfundunum er að einhverju leyti vorkunn þar sem þeim er gert að borða kökuna og geyma hana líka; þeim er gert að skapa viðkunnanlega aðalpersónu en breyta henni svo í morðingja eins og ekkert sé. Þetta eru íhlutir tveggja ólíkra sagna og dæmt til að mistakast. Ekki hjálpar val á aðalleikkonu til. Justina Machado er ótrúlega viðkunnanleg í hlutverki sínu en á stundum þvælist það fyrir. Kannski gengur þetta í Bandaríkjamenn, enda sú vestræna þjóð sem gengur einna best að myrða náungann, og kannski myrða þeir hann að minnsta tilefni, en hvað veit ég svo sem? Þetta gekk a.m.k. ekki frá mínum bæjardyrum séð, þar sem morð eru ekki daglegt brauð í mínu nærumhverfi. Fyrrnefnt morð er gott dæmi um það sem hrjáir þáttaröðina einna helst, hún er tónvillt. Líkt og einhverkonar súpa með öllu og verður því súpa af engu. Til að láta þetta ganga upp hefði The Horror of Dolores Roach þurft að vera fyndnari, en of mikið púður fer í ógeð og tilvistarkreppudrama. Það er ekki þar með sagt að allt sem fyrir augu ber sé alslæmt, heilt yfir er hægt að hafa sæmilega ánægju af, þó höfundarnir hefðu betur ákveðið hvað tón þeir ætluðu að slá. Kaley Cuoco og Chris Messina leika aðalhlutverkin í Based on a True Story. Það er óskandi að Stöð 2 eða Sjónvarp Símans taki hina „hlaðvarpsþættina“ Based on a True Story til sýningar, því þeir standa The Horror of Dolores Roach framar að öllu leyti. Þar er a.m.k. aktívt verið að vinna með hlaðvarpið, á meðan tengingin sem komið er á í upphafssenunnni hér, er að öllu leyti óþörf. Niðurstaða: The Horror of Dolores Roach byrjar ágætlega en fatast þó flugið þar sem „sjonru“ blandan virkar ekki sem skyldi.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira