„Þetta er í kjarri og mosa. Þannig þetta fer ekki hratt yfir en það gæti orðið leiðinlegt að slökkva í þessu,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.
Sigurjón segir að slökkviliðsmenn séu mættir á svæðið og að þeir séu að hefja slökkvistörf. „Þeir eru að leggja slöngur að þessu og þá ætti þetta að ganga vel.“

Þá er ljóst að fólk þarf að passa sig með eld þar sem nokkur tími er liðinn síðan það rigndi á svæðinu. „Það er ekki búið að rigna í fjórar vikur þannig það er farið að þorna,“ segir Sigurjón.