Stoke City fór með sigur af hólmi í 4. flokki karla en liðið hafði betur, 2-1, gegn Blackburn Rovers í úrslitaleiknum í þeim aldursflokki.
Það var svo Stjarnan sem lagði Þór Akureyri að velli eftir vítaspyrnukeppni í úrslitum í 4. flokki kvenna.
Sömuleiðis þurfti vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram sigurvegarar í 3. flokki kvenna en þar bar Breiðablik sigurorð af Bayern München.
Lilja Þórdís Guðjónsdóttir sá til þess að sá leikur réðist af vítapunktinum þegar hún jafnaði metin á lokaaandartökum leiksins.
Eva Steinsen var svo hetjan þegar hún varði síðustu vítaspyrnu Bayern München í vítaspyrnukeppninni.
Í 3. flokki karla sótti malavíska liðið Ascent Soccer svo bikarinn en liðið lagði Þrótt Reykjavík að velli í úrslitaleiknum.