Välkommen till Mjällby AIF pic.twitter.com/29HYdSkY0E
— Mjällby AIF (@MjallbyAIFs) July 31, 2023
Guðmundur er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með meistaraflokki félagsins síðan 2021. Alls hefur hann leikið 34 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild og skorað sex mörk.
Miðjumaðurinn lék með íslenska U-19 ára landsliðinu á EM fyrr í þessum mánuði. Guðmundur hefur leikið átta leiki fyrir U-19 ára landsliðið og skorað eitt mark.
Guðmundur er annar leikmaður Stjörnunnar sem fer í félag í sænsku úrvalsdeildinni í sumar. Áður var Ísak Andri Sigurgeirsson genginn í raðir Norrköping.
Mjällby er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 22 stig eftir sautján leiki. Næsti leikur liðsins er gegn botnliði Varberg eftir viku.