Erkifjendurnir í Val mæta vestur í bæ: „Alltaf örlítið meira blóð á tennurnar“ Aron Guðmundsson skrifar 31. júlí 2023 14:31 Theódór Elmar Bjarnason og félagar í KR mæta Val í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Theódór Elmar Bjarnason, einn reynslumesti leikmaður Bestu deildar liðs KR í fótbolta, segist alltaf fá meira blóð á tennurnar fyrir leiki gegn erkifjendunum í Val en liðin mætast á Meistaravöllum í stórleik umferðarinnar en KR-ingar eiga harma að hefna eftir skell í fyrri leik liðanna á Origovellinum KR-ingar sitja í 5.sæti Bestu deildarinnar sem stendur og hefur tekist að rétta vel úr kútnum eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Við erum búnir að vera á mjög góðu skriði yfir lengri tíma og áttum líka bara mjög fínan leik í síðustu umferð á móti Víkingum þrátt fyrir tap. Við förum við bjartsýnir inn í þennan leik við Val og búumst við góðum úrslitum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Greina mátti vatnaskil hjá KR eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu og 5-0 skell gegn Valsmönnum í fyrri leik liðanna. Eftir 1-0 tap gegn Íslandsmeisturum í Breiðabliki, í umferðinni eftir leikinn gegn Val, fór KR liðið á flug og tapaði ekki leik í næstu tíu leikjum sínum. Geturðu aðeins farið með mér yfir tilfinningarnar sem þú fannst fyrir eftir þessu erfiðu úrslit gegn Val og það sem tekur við hjá ykkur í framhaldinu? „Maður var náttúrulega bara mjög langt niðri, dauðskammaðist sín eftir svona frammistöðu og við þurftum bara að líta inn á við í framhaldinu, rífa okkur í gang. Margir í liðinu gerðu það eftir leikinn og það sást best á leik liðsins fljótlega eftir þetta tap. Þetta var þungur tími fyrir liðið en sem betur fer erum við með sterka karaktera í leikmannahópnum og náðum að snúa þessu við.“ Theódór Elmar þekkir ríginn á milli KR og Vals vel. Hann er uppalinn KR-ingur og segir tilfinninguna fyrir leiki þessara liða alltaf skera sig úr. „Það hefur alltaf verið skemmtilegur rígur á milli þessara liða og það gefur manni alltaf örlítið meira blóð á tennurnar að mæta Val. Ég býst við frábærri skemmtun í kvöld, maður er alltaf extra mótiveraður fyrir þessa leiki.“ Það dylst þó ekki fyrir Theódóri hversu krefjandi verkefni er fram undan. Valsmenn hafa verið á góðu skriði og verma nú 2.sæti Bestu deildarinnar með 35 stig. „Við þurfum að eiga toppleik. Skora úr færunum okkar en einnig að vera þéttir. Valsmenn eru með mjög mikil einstaklingsgæði í sínum leikmannahópi og alltaf erfitt að loka á allt það sem þeir geta komið með að borðinu. En við erum búnir að leggja leikinn vel upp, að ég tel og erum tilbúnir að mæta þeim.“ Leikur KR og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
KR-ingar sitja í 5.sæti Bestu deildarinnar sem stendur og hefur tekist að rétta vel úr kútnum eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Við erum búnir að vera á mjög góðu skriði yfir lengri tíma og áttum líka bara mjög fínan leik í síðustu umferð á móti Víkingum þrátt fyrir tap. Við förum við bjartsýnir inn í þennan leik við Val og búumst við góðum úrslitum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Greina mátti vatnaskil hjá KR eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu og 5-0 skell gegn Valsmönnum í fyrri leik liðanna. Eftir 1-0 tap gegn Íslandsmeisturum í Breiðabliki, í umferðinni eftir leikinn gegn Val, fór KR liðið á flug og tapaði ekki leik í næstu tíu leikjum sínum. Geturðu aðeins farið með mér yfir tilfinningarnar sem þú fannst fyrir eftir þessu erfiðu úrslit gegn Val og það sem tekur við hjá ykkur í framhaldinu? „Maður var náttúrulega bara mjög langt niðri, dauðskammaðist sín eftir svona frammistöðu og við þurftum bara að líta inn á við í framhaldinu, rífa okkur í gang. Margir í liðinu gerðu það eftir leikinn og það sást best á leik liðsins fljótlega eftir þetta tap. Þetta var þungur tími fyrir liðið en sem betur fer erum við með sterka karaktera í leikmannahópnum og náðum að snúa þessu við.“ Theódór Elmar þekkir ríginn á milli KR og Vals vel. Hann er uppalinn KR-ingur og segir tilfinninguna fyrir leiki þessara liða alltaf skera sig úr. „Það hefur alltaf verið skemmtilegur rígur á milli þessara liða og það gefur manni alltaf örlítið meira blóð á tennurnar að mæta Val. Ég býst við frábærri skemmtun í kvöld, maður er alltaf extra mótiveraður fyrir þessa leiki.“ Það dylst þó ekki fyrir Theódóri hversu krefjandi verkefni er fram undan. Valsmenn hafa verið á góðu skriði og verma nú 2.sæti Bestu deildarinnar með 35 stig. „Við þurfum að eiga toppleik. Skora úr færunum okkar en einnig að vera þéttir. Valsmenn eru með mjög mikil einstaklingsgæði í sínum leikmannahópi og alltaf erfitt að loka á allt það sem þeir geta komið með að borðinu. En við erum búnir að leggja leikinn vel upp, að ég tel og erum tilbúnir að mæta þeim.“ Leikur KR og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira