Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Valur 0-4 | Valur valtaði aftur yfir KR Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2023 21:10 Tryggvi Hrafn Haraldsson fagnar marki sínu í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Valur vann 4-0 stórsigur á KR fyrr í kvöld. Valur minnkar forskot Víkinga á toppnum niður í sex stig en KR fellur niður í 6. sæti deildarinnar eftir sigur FH gegn Keflavík. Orri Hrafn Kjartansson og Tryggvi Hrafn Haraldsson settu sitt hvort markið í fyrri hálfleik. Patrick Pedersen og Sigurður Egill Lárusson bættu svo þriðja og fjórða markinu við í upphafi seinni hálfleiks. Varamaðurinn Andri Rúnar Bjarnason fékk tækifæri til að setja fimmta markið úr vítaspyrnu í uppbótartíma en skot hans geigaði. Aron Snær Friðriksson byrjaði í marki KR í kvöld Vísir/Hulda Margrét Upphafsmínútur leiksins voru mjög jafnar og spennandi, liðin reyndu örlítið á varnarleik hvers annars en tókst illa að skapa sér hættuleg marktækifæri. Það var hart barist, mikil ákefð í návígum og harka í öllum tæklingum. Orri Hrafn opnaði svo markareikning gestanna á 32. mínútu eftir stoðsendingu Birkis Más Sævarssonar. Orri skaut fyrst í varnarmann en tókst að hirða eigin frákast og setja boltann í netið. Valur braut ísinn eftir 32 mínúturVísir/Hulda Margrét Valsmenn héldu áfram að ógna marki heimamanna og uppskáru annað mark rétt fyrir hálfleikslok. Það mark skoraði Tryggvi Hrafn eftir glæsitakta úti á hægri kantinum, klobbaði tvo, gaf boltann á Patrick Pedersen en fékk hann strax aftur og kom honum í netið. Valsmenn með tveggja marka forskot í hálfleik. Þetta mark rétt fyrir hálfleik virtist blása allan vind úr KR liðinu, þeir komu mjög andlausir út úr búningsherbergjum sínum og fundu sig fljótt fjórum mörkum undir. Stuðningsmenn KR létu heyra í sérVísir/Hulda Margrét Patrick Pedersen setti þriðja markið á 52. mínútu eftir stoðsendingu Tryggva Hrafns. Tryggvi hélt áfram að leika sér að Finni Tómasi í öftustu línu KR, komst auðveldlega framhjá honum og gaf boltann á Patrick sem potaði honum yfir línuna. Sigurður Egill setti svo fjórða mark leiksins aðeins fjórum mínútum síðar, það mark kom úr frákasti eftir að Aron Jóhannson skaut boltanum í stöngina. Valsmenn hafa unnið KR samanlagt 9-0 á tímabilinuVísir/Hulda Margrét Valsarar voru hvergi nærri hættir og héldu áfram að sækja að marki KR. Aron Þórður Albertsson braut svo af sér inn í eigin vítateig á lokamínútu leiksins, Andri Rúnar tók vítið en það var varið af Aroni Snæ, markverði KR.Fljótlega eftir það flautaði dómarinn leikinn af og fjögurra marka sigur Vals var niðurstaðan. „Það er í raun ekki hægt að biðja um mikið meira“ Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann bjóst þó við jafnari leik en raunin varð.„Við áttum von á hörkuleik, byrjunin var stál í stál en mér fannst við samt alltaf hættulegri. Strax í byrjun fær Aron dauðafæri þar sem þeir verja inni í markteignum. Ég var heilt yfir bara ánægður með þessa frammistöðu vegna þess að ég man ekki eftir mörgum færum sem KR fékk í leiknum.“ Fyrri hálfleikur var upp að vissu marki jafn og spennandi, þrátt fyrir að Valur færi með tveggja marka forystu. En seinni hálfleikur leiksins var algjörlega undir stjórn Valsmanna. „Virkilega ánægður með seinni hálfleikinn, mér fannst við spila virkilega vel. Greinilegt að í fyrri hálfleik þegar við vorum að reyna að spila út að sólin spilaði svolítið stóra rullu, færð þetta beint í augun en í seinni hálfleik þá vorum við að spila okkur vel út og skorum tvö falleg mörk. Heilt yfir að skora fjögur mörk og fá mjög lítið á okkur, þeir áttu einhver skot en spila sig aldrei í gegn, það er í raun ekki hægt að biðja um meira.“ Elfar Freyr Helgason var tekinn af velli í hálfleik eftir þróttlausa frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Arnar segir mjög eðlilegar skýringar á því. „Hann var í raun bara gjörsamlega búinn, stundum kemur það bara fyrir. Hann ældi í hálfleik og leið bara illa.“ Þjálfarinn var að lokum spurður hvort búast mætti við einhverjum sviptingum í leikmannahóp sínum áður en félagsskiptaglugginn lokast. „Ég á von á því að það komi 3-4 leikmenn inn og einhverjir 2-3 fari. Neinei, ég er að grínast, ég á ekki von á því að það verði einhverjar breytingar, við erum bara með flottan hóp. Erum búnir að fá Kristófer Jónsson en ég á ekki von á því að neinn fari eða einhver bætist við“ sagði Arnar léttur í lund. „Það eru allir meðvitaðir um hversu mikið þetta þýðir fyrir Valsara“ Sigurður Egill og Tryggvi fagna Vísir/Hulda Margrét „Virkilega sáttur með 4-0 sigur, mér fannst við koma bara mjög sterkir inn í þennan leik í framhaldi af mjög góðri æfingaviku. Mikil keyrsla, það voru eiginlega allir með kveikt á sér í dag, við spiluðum virkilega vel og sigldum þessu.“ sagði Tryggvi Hrafn eftir sigurinn. Tryggvi skoraði eitt og lagði upp eitt mark í þessum leik. Hann fór ítrekað mjög illa með varnarmenn KR í kvöld. Fannst honum KR liðið eitthvað andlaust í dag? „Meira held ég bara að við vorum klárir. Höfum svolítið verið að mæta ekkert sérstaklega vel inn í leikina undanfarið og höfum verið að herja á það að mæta almennilega inn í þetta. Allavega fyrir mig persónulega þá er auðveldast að mótivera sig í þessa leiki og virtist vera hjá öllu liðinu í dag.“ Valur hefur nú samanlagt unnið KR 9-0 í tveimur leikjum á þessu tímabili. Tryggvi segir liðið allt meðvitað um hversu mikilvægur þessi stórveldaslagur sé. „Það þarf rosa lítið að segja fyrir þessa leiki, það eru allir meðvitaðir um hversu mikið þetta þýðir fyrir Valsara og okkur sjálfa. Við mótiverum okkur bara virkilega vel á móti þeim og höfum skilað tveimur virkilega góðum frammistöðum gegn þeim í sumar.“ Myndir: Valsarar voru í stuði í VesturbænumVísir/Hulda Margrét Valsmenn skoruðu 4 í VesturbænumVísir/Hulda Margrét Besta deild karla Valur KR
Valur vann 4-0 stórsigur á KR fyrr í kvöld. Valur minnkar forskot Víkinga á toppnum niður í sex stig en KR fellur niður í 6. sæti deildarinnar eftir sigur FH gegn Keflavík. Orri Hrafn Kjartansson og Tryggvi Hrafn Haraldsson settu sitt hvort markið í fyrri hálfleik. Patrick Pedersen og Sigurður Egill Lárusson bættu svo þriðja og fjórða markinu við í upphafi seinni hálfleiks. Varamaðurinn Andri Rúnar Bjarnason fékk tækifæri til að setja fimmta markið úr vítaspyrnu í uppbótartíma en skot hans geigaði. Aron Snær Friðriksson byrjaði í marki KR í kvöld Vísir/Hulda Margrét Upphafsmínútur leiksins voru mjög jafnar og spennandi, liðin reyndu örlítið á varnarleik hvers annars en tókst illa að skapa sér hættuleg marktækifæri. Það var hart barist, mikil ákefð í návígum og harka í öllum tæklingum. Orri Hrafn opnaði svo markareikning gestanna á 32. mínútu eftir stoðsendingu Birkis Más Sævarssonar. Orri skaut fyrst í varnarmann en tókst að hirða eigin frákast og setja boltann í netið. Valur braut ísinn eftir 32 mínúturVísir/Hulda Margrét Valsmenn héldu áfram að ógna marki heimamanna og uppskáru annað mark rétt fyrir hálfleikslok. Það mark skoraði Tryggvi Hrafn eftir glæsitakta úti á hægri kantinum, klobbaði tvo, gaf boltann á Patrick Pedersen en fékk hann strax aftur og kom honum í netið. Valsmenn með tveggja marka forskot í hálfleik. Þetta mark rétt fyrir hálfleik virtist blása allan vind úr KR liðinu, þeir komu mjög andlausir út úr búningsherbergjum sínum og fundu sig fljótt fjórum mörkum undir. Stuðningsmenn KR létu heyra í sérVísir/Hulda Margrét Patrick Pedersen setti þriðja markið á 52. mínútu eftir stoðsendingu Tryggva Hrafns. Tryggvi hélt áfram að leika sér að Finni Tómasi í öftustu línu KR, komst auðveldlega framhjá honum og gaf boltann á Patrick sem potaði honum yfir línuna. Sigurður Egill setti svo fjórða mark leiksins aðeins fjórum mínútum síðar, það mark kom úr frákasti eftir að Aron Jóhannson skaut boltanum í stöngina. Valsmenn hafa unnið KR samanlagt 9-0 á tímabilinuVísir/Hulda Margrét Valsarar voru hvergi nærri hættir og héldu áfram að sækja að marki KR. Aron Þórður Albertsson braut svo af sér inn í eigin vítateig á lokamínútu leiksins, Andri Rúnar tók vítið en það var varið af Aroni Snæ, markverði KR.Fljótlega eftir það flautaði dómarinn leikinn af og fjögurra marka sigur Vals var niðurstaðan. „Það er í raun ekki hægt að biðja um mikið meira“ Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann bjóst þó við jafnari leik en raunin varð.„Við áttum von á hörkuleik, byrjunin var stál í stál en mér fannst við samt alltaf hættulegri. Strax í byrjun fær Aron dauðafæri þar sem þeir verja inni í markteignum. Ég var heilt yfir bara ánægður með þessa frammistöðu vegna þess að ég man ekki eftir mörgum færum sem KR fékk í leiknum.“ Fyrri hálfleikur var upp að vissu marki jafn og spennandi, þrátt fyrir að Valur færi með tveggja marka forystu. En seinni hálfleikur leiksins var algjörlega undir stjórn Valsmanna. „Virkilega ánægður með seinni hálfleikinn, mér fannst við spila virkilega vel. Greinilegt að í fyrri hálfleik þegar við vorum að reyna að spila út að sólin spilaði svolítið stóra rullu, færð þetta beint í augun en í seinni hálfleik þá vorum við að spila okkur vel út og skorum tvö falleg mörk. Heilt yfir að skora fjögur mörk og fá mjög lítið á okkur, þeir áttu einhver skot en spila sig aldrei í gegn, það er í raun ekki hægt að biðja um meira.“ Elfar Freyr Helgason var tekinn af velli í hálfleik eftir þróttlausa frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Arnar segir mjög eðlilegar skýringar á því. „Hann var í raun bara gjörsamlega búinn, stundum kemur það bara fyrir. Hann ældi í hálfleik og leið bara illa.“ Þjálfarinn var að lokum spurður hvort búast mætti við einhverjum sviptingum í leikmannahóp sínum áður en félagsskiptaglugginn lokast. „Ég á von á því að það komi 3-4 leikmenn inn og einhverjir 2-3 fari. Neinei, ég er að grínast, ég á ekki von á því að það verði einhverjar breytingar, við erum bara með flottan hóp. Erum búnir að fá Kristófer Jónsson en ég á ekki von á því að neinn fari eða einhver bætist við“ sagði Arnar léttur í lund. „Það eru allir meðvitaðir um hversu mikið þetta þýðir fyrir Valsara“ Sigurður Egill og Tryggvi fagna Vísir/Hulda Margrét „Virkilega sáttur með 4-0 sigur, mér fannst við koma bara mjög sterkir inn í þennan leik í framhaldi af mjög góðri æfingaviku. Mikil keyrsla, það voru eiginlega allir með kveikt á sér í dag, við spiluðum virkilega vel og sigldum þessu.“ sagði Tryggvi Hrafn eftir sigurinn. Tryggvi skoraði eitt og lagði upp eitt mark í þessum leik. Hann fór ítrekað mjög illa með varnarmenn KR í kvöld. Fannst honum KR liðið eitthvað andlaust í dag? „Meira held ég bara að við vorum klárir. Höfum svolítið verið að mæta ekkert sérstaklega vel inn í leikina undanfarið og höfum verið að herja á það að mæta almennilega inn í þetta. Allavega fyrir mig persónulega þá er auðveldast að mótivera sig í þessa leiki og virtist vera hjá öllu liðinu í dag.“ Valur hefur nú samanlagt unnið KR 9-0 í tveimur leikjum á þessu tímabili. Tryggvi segir liðið allt meðvitað um hversu mikilvægur þessi stórveldaslagur sé. „Það þarf rosa lítið að segja fyrir þessa leiki, það eru allir meðvitaðir um hversu mikið þetta þýðir fyrir Valsara og okkur sjálfa. Við mótiverum okkur bara virkilega vel á móti þeim og höfum skilað tveimur virkilega góðum frammistöðum gegn þeim í sumar.“ Myndir: Valsarar voru í stuði í VesturbænumVísir/Hulda Margrét Valsmenn skoruðu 4 í VesturbænumVísir/Hulda Margrét
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti