Lífið

Mogga­rit­stjóri kveður Reyni­melinn

Íris Hauksdóttir skrifar
Matth­ías Johann­essen hefur sett eign sína við Reynimel á sölu. 
Matth­ías Johann­essen hefur sett eign sína við Reynimel á sölu. 

Matth­ías Johann­essen fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, rithöfundur, ljóðskáld og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins, hefur sett parhús sitt við Reynimel á sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 240 eru 179 milljónir.

Um er að ræða fallegt og virðulegt parhús með bílskúr. Húsið var byggt árið 1947 en það er teiknað af Bárði Ísleyfssyni. 

Í eigninni eru sjö svefnherbergi, tvö baðherbergi, stofa, eldhús og borðstofa en þaðan er gengið út í skjólstæðan garð sem vísar til suðvesturs. Af efri hæð eru svalir en í kjallara hússins  er nýlega innréttuð stúdíóíbúð með með góðu geymslurými og þvottahúsi. 

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um húsið á fasteignavef Vísis en hér að neðan eru nokkrar vel valdar myndir.

Gengið er upp nokkur þrep úr stofu í borðstofu. Fallegur glerveggur aðskilur stofu og borðstofu að hluta til. Úr borðstofu er gengið út í garð.Eignamiðlun

Stofan er mjög rúmgóð og með fallegum frönskum gluggum.Eignamiðlun

Steyptur teppalagður stigi er á milli hæða. Komið er í teppalagt hol. Stigahol er bjart með stórum glugga. Á efri hæð eru fjögur herbergi þar af þrjú mjög rúmgóð og eitt minna.Eignamiðlun

Nýlega hefur verið innréttuð stúdíóíbúð í kjallara með eldhúskrók og baðherbergi.Eignamiðlun

Húsið er að miklu leyti í upprunalegu ástandi, koparþak er á húsinu. Eignamiðlun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.