Sport

Enska úrvalsdeildin kynnir lengri uppbótartíma í anda HM

Andri Már Eggertsson skrifar
Það verður gaman að fylgjast með hvernig lengri uppbótartími mun hafa áhrif á deildina
Það verður gaman að fylgjast með hvernig lengri uppbótartími mun hafa áhrif á deildina Vísir/Getty

Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að á næsta tímabili verður lengri uppbótartími líkt og var á HM í Katar árið 2022 og á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir.

Í ensku úrvalsdeildinni er boltinn að meðaltali í leik í samtals 55 mínútur sem þykir afar lítið. Í næst efstu deild á Englandi er boltinn að meðaltali í leik í 52 mínútur og mínútunum fækkar síðan í neðri deildum á Englandi.

 

Með þessari breytingu er gert ráð fyrir að leikir verði sjaldan undir hundrað mínútur. Emiliano Martínez, markmaður Aston Villa, fékk sjö gul spjöld á síðustu leiktíð fyrir að tefja.

Dómarar munu meðal annars fylgjast grannt með því hve langan tíma lið taka í að fagna mörkum og gera skiptingar. Ólíkt því sem áður var þegar gert var ráð fyrir að hver skipting tæki 30 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×