Er ég upp á punt? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. ágúst 2023 09:31 Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta fimm daga í viku í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Svarið er „nei“. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir eða aðrar sértækar þarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er mörgum gert að sitja í fjölmennum bekk og eiga að gera það sama og hinir, sumir kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér. Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum meira sem punt, kannski til að hægt sé að segja að grunnskólinn sé sannarlega „skóli án aðgreiningar“. Þessi börn upplifa einmitt aðgreiningu í skóla án aðgreiningar, en ekki í skóla, sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt í samræmi við getu og færni þess. Fyrirkomulagið „skóli án aðgreiningar“ er ekki útbúinn til að geta sinnt þörfum allra barna. Ábyrgðin liggur hjá borgaryfirvöldum og skóla- og frístundarsviði. Hugsunin falleg og vel meint en hún krefst fjármagns Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega og er vel meint en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar bæði út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í „skóla án aðgreiningar“ þannig að þau geti notið sín þegar skólar eru vanbúnir til verksins eins og raun ber vitni? Aðstæður eru langt því frá að vera fullnægjandi í mörgum skólum til að hægt sé að sinna svo fjölbreyttum hópi nemenda og skortur er á fagfólki. Góður hópur foreldra fatlaðra barna hafa tjáð sig um þetta fyrir hönd barna sinna og Flokkur fólksins vill að hlustað sé á foreldra. Foreldrar óska þess eins að börnum þeirra líði vel, að þeim hlakki til að fara í skólann. Sérhvert barn þarf að geta eignast vini og fundið sig sem hluta af hópi. Til að öðlast sjálfstraust og öryggi þurfa börn að finna til sín námslega og félagslega. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um „skóla án aðgreiningar“. Skólaaðstæðurnar þurfa að vera sniðnar að þörfum barnsins til þess að það geti blómstrað. Sá kvíði sem mörg börn glíma við sem birtist í kvíða og skólaforðun má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem þeim líður illa í og finna sig ekki með jafningjum. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum innan heimaskólanna sem utan sem og sérskólum eftir því sem þörf er á. Hér er átt við úrræði eins og Klettaskóli og Brúarskóli en báðir þessir skólar eru löngu sprungnir og biðlisti í þá er langur. Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Foreldrar eiga að hafa val um að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem hentar barni þeirra. Það voru mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það á ekki að þrýsta barni í aðstæður þar sem það einangrast, líður illa og finnur fyrir vanmætti og kvíða jafnvel árum saman, alla skólagönguna. Grunnskólinn á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta fimm daga í viku í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Svarið er „nei“. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir eða aðrar sértækar þarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er mörgum gert að sitja í fjölmennum bekk og eiga að gera það sama og hinir, sumir kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér. Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum meira sem punt, kannski til að hægt sé að segja að grunnskólinn sé sannarlega „skóli án aðgreiningar“. Þessi börn upplifa einmitt aðgreiningu í skóla án aðgreiningar, en ekki í skóla, sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt í samræmi við getu og færni þess. Fyrirkomulagið „skóli án aðgreiningar“ er ekki útbúinn til að geta sinnt þörfum allra barna. Ábyrgðin liggur hjá borgaryfirvöldum og skóla- og frístundarsviði. Hugsunin falleg og vel meint en hún krefst fjármagns Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega og er vel meint en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar bæði út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í „skóla án aðgreiningar“ þannig að þau geti notið sín þegar skólar eru vanbúnir til verksins eins og raun ber vitni? Aðstæður eru langt því frá að vera fullnægjandi í mörgum skólum til að hægt sé að sinna svo fjölbreyttum hópi nemenda og skortur er á fagfólki. Góður hópur foreldra fatlaðra barna hafa tjáð sig um þetta fyrir hönd barna sinna og Flokkur fólksins vill að hlustað sé á foreldra. Foreldrar óska þess eins að börnum þeirra líði vel, að þeim hlakki til að fara í skólann. Sérhvert barn þarf að geta eignast vini og fundið sig sem hluta af hópi. Til að öðlast sjálfstraust og öryggi þurfa börn að finna til sín námslega og félagslega. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um „skóla án aðgreiningar“. Skólaaðstæðurnar þurfa að vera sniðnar að þörfum barnsins til þess að það geti blómstrað. Sá kvíði sem mörg börn glíma við sem birtist í kvíða og skólaforðun má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem þeim líður illa í og finna sig ekki með jafningjum. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum innan heimaskólanna sem utan sem og sérskólum eftir því sem þörf er á. Hér er átt við úrræði eins og Klettaskóli og Brúarskóli en báðir þessir skólar eru löngu sprungnir og biðlisti í þá er langur. Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Foreldrar eiga að hafa val um að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem hentar barni þeirra. Það voru mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það á ekki að þrýsta barni í aðstæður þar sem það einangrast, líður illa og finnur fyrir vanmætti og kvíða jafnvel árum saman, alla skólagönguna. Grunnskólinn á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun