Er ég upp á punt? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. ágúst 2023 09:31 Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta fimm daga í viku í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Svarið er „nei“. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir eða aðrar sértækar þarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er mörgum gert að sitja í fjölmennum bekk og eiga að gera það sama og hinir, sumir kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér. Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum meira sem punt, kannski til að hægt sé að segja að grunnskólinn sé sannarlega „skóli án aðgreiningar“. Þessi börn upplifa einmitt aðgreiningu í skóla án aðgreiningar, en ekki í skóla, sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt í samræmi við getu og færni þess. Fyrirkomulagið „skóli án aðgreiningar“ er ekki útbúinn til að geta sinnt þörfum allra barna. Ábyrgðin liggur hjá borgaryfirvöldum og skóla- og frístundarsviði. Hugsunin falleg og vel meint en hún krefst fjármagns Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega og er vel meint en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar bæði út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í „skóla án aðgreiningar“ þannig að þau geti notið sín þegar skólar eru vanbúnir til verksins eins og raun ber vitni? Aðstæður eru langt því frá að vera fullnægjandi í mörgum skólum til að hægt sé að sinna svo fjölbreyttum hópi nemenda og skortur er á fagfólki. Góður hópur foreldra fatlaðra barna hafa tjáð sig um þetta fyrir hönd barna sinna og Flokkur fólksins vill að hlustað sé á foreldra. Foreldrar óska þess eins að börnum þeirra líði vel, að þeim hlakki til að fara í skólann. Sérhvert barn þarf að geta eignast vini og fundið sig sem hluta af hópi. Til að öðlast sjálfstraust og öryggi þurfa börn að finna til sín námslega og félagslega. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um „skóla án aðgreiningar“. Skólaaðstæðurnar þurfa að vera sniðnar að þörfum barnsins til þess að það geti blómstrað. Sá kvíði sem mörg börn glíma við sem birtist í kvíða og skólaforðun má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem þeim líður illa í og finna sig ekki með jafningjum. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum innan heimaskólanna sem utan sem og sérskólum eftir því sem þörf er á. Hér er átt við úrræði eins og Klettaskóli og Brúarskóli en báðir þessir skólar eru löngu sprungnir og biðlisti í þá er langur. Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Foreldrar eiga að hafa val um að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem hentar barni þeirra. Það voru mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það á ekki að þrýsta barni í aðstæður þar sem það einangrast, líður illa og finnur fyrir vanmætti og kvíða jafnvel árum saman, alla skólagönguna. Grunnskólinn á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta fimm daga í viku í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Svarið er „nei“. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir eða aðrar sértækar þarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er mörgum gert að sitja í fjölmennum bekk og eiga að gera það sama og hinir, sumir kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér. Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum meira sem punt, kannski til að hægt sé að segja að grunnskólinn sé sannarlega „skóli án aðgreiningar“. Þessi börn upplifa einmitt aðgreiningu í skóla án aðgreiningar, en ekki í skóla, sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt í samræmi við getu og færni þess. Fyrirkomulagið „skóli án aðgreiningar“ er ekki útbúinn til að geta sinnt þörfum allra barna. Ábyrgðin liggur hjá borgaryfirvöldum og skóla- og frístundarsviði. Hugsunin falleg og vel meint en hún krefst fjármagns Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega og er vel meint en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar bæði út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í „skóla án aðgreiningar“ þannig að þau geti notið sín þegar skólar eru vanbúnir til verksins eins og raun ber vitni? Aðstæður eru langt því frá að vera fullnægjandi í mörgum skólum til að hægt sé að sinna svo fjölbreyttum hópi nemenda og skortur er á fagfólki. Góður hópur foreldra fatlaðra barna hafa tjáð sig um þetta fyrir hönd barna sinna og Flokkur fólksins vill að hlustað sé á foreldra. Foreldrar óska þess eins að börnum þeirra líði vel, að þeim hlakki til að fara í skólann. Sérhvert barn þarf að geta eignast vini og fundið sig sem hluta af hópi. Til að öðlast sjálfstraust og öryggi þurfa börn að finna til sín námslega og félagslega. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um „skóla án aðgreiningar“. Skólaaðstæðurnar þurfa að vera sniðnar að þörfum barnsins til þess að það geti blómstrað. Sá kvíði sem mörg börn glíma við sem birtist í kvíða og skólaforðun má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem þeim líður illa í og finna sig ekki með jafningjum. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum innan heimaskólanna sem utan sem og sérskólum eftir því sem þörf er á. Hér er átt við úrræði eins og Klettaskóli og Brúarskóli en báðir þessir skólar eru löngu sprungnir og biðlisti í þá er langur. Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Foreldrar eiga að hafa val um að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem hentar barni þeirra. Það voru mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það á ekki að þrýsta barni í aðstæður þar sem það einangrast, líður illa og finnur fyrir vanmætti og kvíða jafnvel árum saman, alla skólagönguna. Grunnskólinn á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun