Innlent

Manna­nafna­nefnd sam­þykkti nöfnin Austin og Pan­pan

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mannanafnanefnd fundaði fyrr í mánuðinum.
Mannanafnanefnd fundaði fyrr í mánuðinum. Getty

Þann 17. júlí síðastliðinn samþykkti mannanafnanefnd fimm ný nöfn. Þrjú þeirra eru kvenmannsnöfn, eitt karlmannsnafn og eitt nafnið er kynhlutlaust. 

Kvenmannsnöfnin Panpan, Michell og Indika voru samþykkt og færð á mannanafnaskrá. Nefndin samþykkti að auki kynhlutlausa nafnið Stirni. Enn sem komið er hefur enginn Íslendingur tekið upp nöfnin Indika, Panpan og Stirni samkvæmt þjóðskrá. Þá ber ein manneskja nafnið Michell sem fyrsta eiginnafn.

Loks var karlmannsnafnið Austin samþykkt af mannanafnanefnd. Sjö Íslendingar bera nafnið sem fyrsta eiginnafn og fjórir sem annað eiginnafn. 


Tengdar fréttir

Mannanafnanefnd samþykkir Bubba: „Ég er bara Bubbi“

Eiginnafnið Bubbi er á meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd samþykkti á dögunum. Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar og um leið þekktasti Bubbi landsins segir þetta þó ekki breyta neinu fyrir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×