JP Morgan lækkar verðmat sitt á Marel vegna útlits fyrir lakari afkomu

Eftir að stjórnendur Marels þurftu að falla frá yfirlýstu markmiði sínu um að ná 14 til 16 prósenta framlegðarhlutfalli í lok þessa árs hafa greinendur bandaríska stórbankans JP Morgan lækkað nokkuð verðmat sitt á íslenska félaginu enda þótt þeir telji það engu að síður verulega undirverðlagt á markaði. Bankinn spáir því að framlegðarhlutfallið á árinu 2023 verði undir tíu prósentum.
Tengdar fréttir

Uppgjör Marels var undir væntingum greinenda
Afkoma Marels var undir væntingum greinenda á flesta mælikvarða. Mótteknar pantanir voru þó tæplega tveimur prósentum yfir meðaltalsspá. Engu að síður hafa stjórnendur Marels lækkað afkomuspá sína fyrir fjórða ársfjórðung en það var líka gert á sama tíma fyrir ári. Gengi Marels hefur lækkað um þrjú prósent það sem af er degi í Kauphöll.

Marel í áframhaldandi samstarf við kínverskan svínakjötsrisa
Árni Oddur Þórðarsson, forstjóri Marel, skrifaði á dögunum fyrir hönd fyrirtækisins undir samning við kínverska svínakjötsframleiðandann Muyuan. Samningurinn mun tryggja áframhaldandi samstarf fyrirtækjanna tveggja en Muyuan er stærsti framleiðandi svínakjöts á heimsvísu.

Marel klárar samning um stórt nautakjötsverkefni í Mexíkó
Fyrr í þessum mánuði gekk Marel frá samningi við mexíkóska fyrirtækið Loneg um stórt verkefni (greenfield) við uppbyggingu á kjötvinnslu þar í landi. Hlutabréfaverð Marels, sem hefur verið undir þrýstingi til lækkunar síðustu vikur, hefur rokið upp um liðlega tíu prósent á síðustu tveimur viðskiptadögum.