Eigendur Öskju kaupa Dekkjahöllina Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2023 09:54 Elín Dögg Gunnars Väljaots, Jón Trausti Ólafsson og Kristdór Gunnarsson. aðsend Eignarhaldsfélagið Vekra hefur gengið frá samningi um kaup á öllu hlutafé í Dekkjahöllinni. Vekra á meðal annars bílaumboðið Öskju, þjónustuverkstæðið Sleggjuna og Lotus bílaleigu. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Dekkjahöllin er rúmlega 40 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri auk starfstöðva á Egilsstöðum og í Skútuvogi og Skeifunni í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu að um 30 til 40 manns starfi hjá fyrirtækinu að jafnaði sem flytur inn hjólbarða frá Yokohama, Falken, Sonar og Triangle. Bílaumboðið Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia, Honda og Smart hér á landi en starfsmenn þess og systurfélaga undir hatti Vekru voru ríflega 200 talsins í fyrra. Þá er ársvelta Vekru sögð nema um 25 milljörðum króna árið 2022. Stofnað í bílskúr föður þeirra „Það eru stór tímamót hjá okkur í fjölskyldunni að selja rekstur Dekkjahallarinnar sem pabbi okkar, Gunnar Kristdórsson, stofnaði í bílskúrnum heima hjá okkur árið 1982. Það er þó mjög ánægjulegt að horfa til baka og sjá hve öflugt fyrirtæki honum og fjölskyldu hans hefur tekist að skapa. Nú er þó komið að tímamótum og við sjáum félagið verða samstarfsaðili öflugra fyrirtækja og við erum viss um að Dekkjahöllin verður í góðum höndum til framtíðar hjá Vekru sem hefur byggt upp afar farsæl fyrirtæki á undanförnum árum og þá horfum við sérstaklega til Öskju sem er þekkt fyrir góða þjónustu,“ segir Elín Dögg Gunnars Väljaots, fjármálastjóri Dekkjahallarinnar, í tilkynningu. Hún og Kristdór bróðir hennar muni áfram starfa með nýjum eigendum Dekkjahallarinnar. Elín verði á Akureyri og Kristdór áfram stýra starfseminni á Egilsstöðum. Vægi hjólbarðaþjónustu að aukast „Hlutverk okkar í Vekru er að standa vel að baki okkar rekstrarfélögum og ná fram samlegð í rekstri þeirra og um leið að byggja upp góða þjónustu við viðskiptavini með öflugum vörumerkjum. Dekkjahöllin fellur vel að okkar framtíðarsýn,“ segir Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Vekru og framkvæmdastjóri Öskju. Hjólbarðaþjónusta sé órjúfanlegur hluti af bílaviðskiptum og þjónustu og svo verði enn frekar þegar rafbílar verða ráðandi. Hann bætir við að stjórnendur Vekra horfi björtum augum til framtíðar og Dekkjahöllin verði áfram með höfuðstöðvar á Akureyri þar sem félagið hafi sína stærstu starfsstöð. „Stjórnendur þess, sem eru alin upp í Dekkjahöllinni, munu starfa með okkur áfram og við vonumst til að geta lagt þeim lið í að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Jón í tilkynningu. Kaup og sala fyrirtækja Bílar Reykjavík Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Dekkjahöllin er rúmlega 40 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri auk starfstöðva á Egilsstöðum og í Skútuvogi og Skeifunni í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu að um 30 til 40 manns starfi hjá fyrirtækinu að jafnaði sem flytur inn hjólbarða frá Yokohama, Falken, Sonar og Triangle. Bílaumboðið Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia, Honda og Smart hér á landi en starfsmenn þess og systurfélaga undir hatti Vekru voru ríflega 200 talsins í fyrra. Þá er ársvelta Vekru sögð nema um 25 milljörðum króna árið 2022. Stofnað í bílskúr föður þeirra „Það eru stór tímamót hjá okkur í fjölskyldunni að selja rekstur Dekkjahallarinnar sem pabbi okkar, Gunnar Kristdórsson, stofnaði í bílskúrnum heima hjá okkur árið 1982. Það er þó mjög ánægjulegt að horfa til baka og sjá hve öflugt fyrirtæki honum og fjölskyldu hans hefur tekist að skapa. Nú er þó komið að tímamótum og við sjáum félagið verða samstarfsaðili öflugra fyrirtækja og við erum viss um að Dekkjahöllin verður í góðum höndum til framtíðar hjá Vekru sem hefur byggt upp afar farsæl fyrirtæki á undanförnum árum og þá horfum við sérstaklega til Öskju sem er þekkt fyrir góða þjónustu,“ segir Elín Dögg Gunnars Väljaots, fjármálastjóri Dekkjahallarinnar, í tilkynningu. Hún og Kristdór bróðir hennar muni áfram starfa með nýjum eigendum Dekkjahallarinnar. Elín verði á Akureyri og Kristdór áfram stýra starfseminni á Egilsstöðum. Vægi hjólbarðaþjónustu að aukast „Hlutverk okkar í Vekru er að standa vel að baki okkar rekstrarfélögum og ná fram samlegð í rekstri þeirra og um leið að byggja upp góða þjónustu við viðskiptavini með öflugum vörumerkjum. Dekkjahöllin fellur vel að okkar framtíðarsýn,“ segir Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Vekru og framkvæmdastjóri Öskju. Hjólbarðaþjónusta sé órjúfanlegur hluti af bílaviðskiptum og þjónustu og svo verði enn frekar þegar rafbílar verða ráðandi. Hann bætir við að stjórnendur Vekra horfi björtum augum til framtíðar og Dekkjahöllin verði áfram með höfuðstöðvar á Akureyri þar sem félagið hafi sína stærstu starfsstöð. „Stjórnendur þess, sem eru alin upp í Dekkjahöllinni, munu starfa með okkur áfram og við vonumst til að geta lagt þeim lið í að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Jón í tilkynningu.
Kaup og sala fyrirtækja Bílar Reykjavík Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira