„Þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2023 12:00 Siggi stormur segir Þjóðhátíðargesti ekki þurfa að kippa sér upp við smá úrkomu. Sólin kíki líka til Eyja. Vísir/Elísabet Hanna Það skiptast á skin og skúrir um verslunarmannahelgina ef spár ganga eftir. Veðurfræðingur segir að besta veðrið verði líklegast á austanverðu landinu í byrjun helgar en á sunnudeginum verði prýðis veður um land allt. „Það verða bæði skin og skúrir, það er óhætt að segja það. Þetta kemur þannig út að á föstudag fer úrkoma heldur vaxandi í formi skúra sem geta fallið einkum vestan til á landinu en þó gæti það teygt sig hér og þar um landið, þó síst fyrir austan,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur. Mun betra veður á sunnudeginum Hann segir að úrkoman fari vaxandi og verði í meginatriðum á laugardeginum þegar horfur séu á rigningu með köflum, um sunnan- og vestanvert landið, ef ekki víðar. Siggi stormur fer yfir verslunarmannahelgarveðrið.Vísir/Vilhelm „Það góða sem gerist í þessu er að á sunnudeginum styttir upp og við tekur mun betra veður. Sólin sýnir sig hér og hvar um landið, þannig fólk á þjóðhátíð ætti ekki að kvíða því þó það blotni aðeins í þessu á laugardeginum því á sunnudeginum verður orðið mun betra veður.“ Hjónabönd hafi orðið til undir regnhlífinni Hann ítrekar að rigningunni fylgi enginn hvellur. „Þetta er regnhlífaveður, það er alveg hægt að vera með regnhlíf og menn mega ekki gleyma því að það hafa orðið til pör og jafnvel hjónabönd úr því að vera saman undir regnhlífinni þannig það gæti verið sjarmerandi líka.“ Sigurður segir að besta veðrið verði á austanverðu landinu í byrjun helgar. „Síðan strax á sunnudeginum þá verður komið prýðisveður um allt land þannig ég held að af því að það er hægur vindur í þessu og hitinn um átta til sextán stig og hlýjast væntanlega sunnan heiða, að þá held ég að við þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins.“ Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira
„Það verða bæði skin og skúrir, það er óhætt að segja það. Þetta kemur þannig út að á föstudag fer úrkoma heldur vaxandi í formi skúra sem geta fallið einkum vestan til á landinu en þó gæti það teygt sig hér og þar um landið, þó síst fyrir austan,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur. Mun betra veður á sunnudeginum Hann segir að úrkoman fari vaxandi og verði í meginatriðum á laugardeginum þegar horfur séu á rigningu með köflum, um sunnan- og vestanvert landið, ef ekki víðar. Siggi stormur fer yfir verslunarmannahelgarveðrið.Vísir/Vilhelm „Það góða sem gerist í þessu er að á sunnudeginum styttir upp og við tekur mun betra veður. Sólin sýnir sig hér og hvar um landið, þannig fólk á þjóðhátíð ætti ekki að kvíða því þó það blotni aðeins í þessu á laugardeginum því á sunnudeginum verður orðið mun betra veður.“ Hjónabönd hafi orðið til undir regnhlífinni Hann ítrekar að rigningunni fylgi enginn hvellur. „Þetta er regnhlífaveður, það er alveg hægt að vera með regnhlíf og menn mega ekki gleyma því að það hafa orðið til pör og jafnvel hjónabönd úr því að vera saman undir regnhlífinni þannig það gæti verið sjarmerandi líka.“ Sigurður segir að besta veðrið verði á austanverðu landinu í byrjun helgar. „Síðan strax á sunnudeginum þá verður komið prýðisveður um allt land þannig ég held að af því að það er hægur vindur í þessu og hitinn um átta til sextán stig og hlýjast væntanlega sunnan heiða, að þá held ég að við þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins.“
Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira