Sambandsslit stjörnupars skekja tónlistarheiminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 15:36 Vafalaust eru margir aðdáendur parsins í sárum í ljósi nýjustu frétta. Getty/Gotham Tónlistarkonan Rosalía og reggaeton-söngvarinn Rauw Alejandro hafa slitið trúlofun sinni og eru hætt saman eftir þriggja ára samband. Fregnirnar eru áfall fyrir heim latíntónlistar enda eru þau bæði risastjörnur innan hans. Parið sem byrjaði saman í september árið 2021 greindi frá trúlofun sinni í mars síðastliðnum. Miðað við nýjustu fréttir verður þó ekkert af brúðkaupinu. Samkvæmt heimildum slúðurmiðla vestanhafs þá var ákvörðunin tekin í sameiningu og er enn mikil ást á milli þeirra. Slúðrað um kólumbískan hjónadjöful Orðrómur hefur gengið um að ástæðan fyrir sambandsslitunum sé framhjáhald Rauw með kólumbísku fyrirsætunni Valeríu Duque. Rauw hefur neitað því að framhjáhald hafi valdið sambandsslitunum. Hin þrítuga Valeria Duque er frá Medellin í Kólumbíu. Hún er með 1,7 milljón fylgjendur á Instagram.Instagram „Fyrir nokkrum mánuðum slitum við Rosi trúlofun okkar. Það eru þúsund vandamál sem geta valdið sambandsslitum en í okkar tilfelli var það ekki vegna framhjáhalds eða þriðja aðila,“ sagði Rauw í yfirlýsingu um málið. „Vegna virðingarinnar sem ég hef fyrir henni, fjölskyldum okkar og öllu því sem við höfum upplifað, gat ég ekki verið þögull og fylgst með þeim reyna að eyðileggja raunverulegustu ástarsögu sem Guð hefur leyft mér að lifa,“ sagði hann einnig. Rosalía birti einnig tilkynningu vegna sambandsslitanna. „Ég elska, virði og dáist að Rauw mjög mikið. Ef við hunsum fíflalætin, þá vitum við tvö aðeins hvað við höfum upplifað,“ sagði hún á Instagram. Tattúveruðu sig með nöfnum makans Hin þrítuga Rosalía er spænsk söngkona sem hóf feril sinn sem flamenco-söngkona. Hún hefur verið dugleg að tvinna flamenco inn í tilraunakennda popptónlist sína. Rosalía tók ófá Grammy-verðlaunin heim af síðustu Latin Grammy-hátíð.Mynd/Getty Rosalía skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 með plötunni El mal querer. Síðan þá hefur hún verið ein stærsta stjarna latíntónlistar og í fyrra gaf hún út hina gríðarvinsælu Motomami. Rauw Alejandro sem er einnig þrítugur er aftur á móti frá Puerto Rico og hefur verið kallaður „Kóngur nútíma-reggaeton“. Hann hefur verið afkastamikill undanfarin ár, gefið út plötu árlega frá 2020, nú síðast plötuna Playa Saturno sem kom út í ár. Fregnirnar koma nokkuð á óvart. Auk þess að hafa trúlofað sig í mars þá gáfu þau einnig út sameiginlegu þriggja laga smáskífuna RR í sama mánuði. Þá virtist parið ansi ástfangið þegar þau komu saman fyrir augu almennings. Í mars á síðasta ári hafði Rosalía einmitt látið tattúvera RR (sem stendur fyrir Rosalía og Rauw) á fótinn sinn. Mánuði síðar lét Rauw tattúvera nafn Rosalíu á kvið sinn, rétt fyrir ofan nafla. Tónlist Ástin og lífið Tímamót Spánn Púertó Ríkó Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Parið sem byrjaði saman í september árið 2021 greindi frá trúlofun sinni í mars síðastliðnum. Miðað við nýjustu fréttir verður þó ekkert af brúðkaupinu. Samkvæmt heimildum slúðurmiðla vestanhafs þá var ákvörðunin tekin í sameiningu og er enn mikil ást á milli þeirra. Slúðrað um kólumbískan hjónadjöful Orðrómur hefur gengið um að ástæðan fyrir sambandsslitunum sé framhjáhald Rauw með kólumbísku fyrirsætunni Valeríu Duque. Rauw hefur neitað því að framhjáhald hafi valdið sambandsslitunum. Hin þrítuga Valeria Duque er frá Medellin í Kólumbíu. Hún er með 1,7 milljón fylgjendur á Instagram.Instagram „Fyrir nokkrum mánuðum slitum við Rosi trúlofun okkar. Það eru þúsund vandamál sem geta valdið sambandsslitum en í okkar tilfelli var það ekki vegna framhjáhalds eða þriðja aðila,“ sagði Rauw í yfirlýsingu um málið. „Vegna virðingarinnar sem ég hef fyrir henni, fjölskyldum okkar og öllu því sem við höfum upplifað, gat ég ekki verið þögull og fylgst með þeim reyna að eyðileggja raunverulegustu ástarsögu sem Guð hefur leyft mér að lifa,“ sagði hann einnig. Rosalía birti einnig tilkynningu vegna sambandsslitanna. „Ég elska, virði og dáist að Rauw mjög mikið. Ef við hunsum fíflalætin, þá vitum við tvö aðeins hvað við höfum upplifað,“ sagði hún á Instagram. Tattúveruðu sig með nöfnum makans Hin þrítuga Rosalía er spænsk söngkona sem hóf feril sinn sem flamenco-söngkona. Hún hefur verið dugleg að tvinna flamenco inn í tilraunakennda popptónlist sína. Rosalía tók ófá Grammy-verðlaunin heim af síðustu Latin Grammy-hátíð.Mynd/Getty Rosalía skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 með plötunni El mal querer. Síðan þá hefur hún verið ein stærsta stjarna latíntónlistar og í fyrra gaf hún út hina gríðarvinsælu Motomami. Rauw Alejandro sem er einnig þrítugur er aftur á móti frá Puerto Rico og hefur verið kallaður „Kóngur nútíma-reggaeton“. Hann hefur verið afkastamikill undanfarin ár, gefið út plötu árlega frá 2020, nú síðast plötuna Playa Saturno sem kom út í ár. Fregnirnar koma nokkuð á óvart. Auk þess að hafa trúlofað sig í mars þá gáfu þau einnig út sameiginlegu þriggja laga smáskífuna RR í sama mánuði. Þá virtist parið ansi ástfangið þegar þau komu saman fyrir augu almennings. Í mars á síðasta ári hafði Rosalía einmitt látið tattúvera RR (sem stendur fyrir Rosalía og Rauw) á fótinn sinn. Mánuði síðar lét Rauw tattúvera nafn Rosalíu á kvið sinn, rétt fyrir ofan nafla.
Tónlist Ástin og lífið Tímamót Spánn Púertó Ríkó Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira