Sport

Lyngby kaupir efnilegan leikmann frá FH

Andri Már Eggertsson skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hefur sennilega verið með puttan í þessum félagaskiptum
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hefur sennilega verið með puttan í þessum félagaskiptum Vísir/Getty

Danska knattspyrnuliðið, Lyngby, hefur fengið til sín Þorra Stefán Þorbjarnarson frá FH. Þorri er hugsaður til langstíma og mun byrja hjá U19 ára liði Lyngby.

Þorri Stefán er uppalinn hjá Fram en hefur verið hjá FH frá árinu 2022. Hann er 16 ára gamall og hefur spilað einn leik í efstu deild. Þorri kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri FH gegn Fram í júní.

 

Fotbolti.net greinir frá þessu og segir að Þorri sé stór og hraustur örfættur miðvörður sem hefur einnig spilað í vinstri bakverði í yngri landsliðum.

Þorri skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við Lyngby og mun reyna að berjast um að komast í aðallið Lyngby.

Á síðasta ári skoraði Þorri Stefán tvö mörk beint úr aukaspyrnu í sama leiknum með sautján ára landsliði Íslands gegn Lúxemborg.

 

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og fyrir eru Íslendingarnir, Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Alfreð Finnbogason. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×