Danski boltinn

Fréttamynd

„Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“

Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, leikur með Bröndby sem er fyrsta kvennaliðið í Danmörku sem er atvinnumannalið að fullu. Ingibjörg að það hafi verið viðbrigði að koma inn í hálf atvinnumannaumhverfi hjá Bröndby en vonar breytingarnar skili sér inni á vellinum. Bröndby stefnir hátt á næstu árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr segir um­mæli sín tekin úr sam­hengi

Freyr Alexanders­son, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að um­mæli sín um mark­vörðinn Mads Kik­ken­borg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyng­by, hafi verið tekin úr sam­hengi en sá síðar­nefndi skipti yfir til Ander­lecht í Belgíu í upp­hafi árs. Freyr segir sam­band sitt og Kik­ken­borg mjög gott.

Fótbolti
Fréttamynd

Ás­laug og Katla féllu en Arnór og Ísak ó­hultir

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir þurftu í kvöld að sætta sig við fall með Örebro úr sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Norrköping, lið Arnórs Ingva Traustasonar og Ísaks Andra Sigurgeirssonar, bjargaði sér hins vegar frá falli.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristall Máni ekki meira með á þessu ári

Kristall Máni Ingason, markahæsti leikmaður í sögu íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta, mun ekki bæta við markafjölda sinn þegar liðið lýkur keppni í undankeppni EM 2025 gegn Danmörku á morgun. Hann er meiddur og spilar ekki meira á þessu ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Solskjær hafnaði Dönum

Ekkert verður af því að Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, taki við danska landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA hefur rann­sókn vegna kvartana Tel Aviv

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun rannsaka hvort Aral Şimşir hafi öskrað „Frjáls Palestína, ég vona að þið deyið“ eftir leik Midtjylland og Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í Evrópudeild karla í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­var Atli ekkert rætt við Lyngby

Fótboltamaðurinn Sævar Atli Magnússon er á sinni fjórðu leiktíð með Lyngby í Danmörku og kominn með yfir hundrað leiki fyrir félagið. Eftir að hafa skorað sitt sextánda mark fyrir liðið í gær sagði hann framtíðina hins vegar í óvissu.

Fótbolti
Fréttamynd

Versta byrjun í sögu efstu deildar

Á sunnudagskvöld vann FC Kaupmannahöfn 2-1 útisigur á Vejle. Það var 10. tap Vejle í röð í efstu deild danska fótboltans. Tapið þýðir að Vejle á nú metið yfir slökustu byrjun í sögu efstu deildar þar í landi.

Fótbolti